<$BlogRSDUrl$>

2005-07-03

já og nú má segja frá því. KAMMERKÓRINN (ekki sönghópurinn) Carmina endurtekur tónleika sína frá laugardeginum í Kristskirkju á þriðjudagskvöldið klukkan hálfníu. Þannig að þeir sem komu ekki uppeftir ná þessu núna. Get mælt eindregið með þeim, þessi hópur er algjört æði.

Þessir dagar uppfrá voru annars hinir allra skemmtilegustu. Frábær tónlist, snilldar flytjendur og stjórnandi, æðislegur raddþjálfari og ekki síst skemmtilegur félagsskapur. Hvað getur maður beðið um meira.

uppeftir aftur um hádegið á morgun, Hljómeyki í þetta skiptið. Örugglega ekki síðra, reyndar gæti ég vel hugsað mér að hafa þennan raddþjálfara áfram. Myndi ekki veita af, þessi músík er ekki sú alauðveldasta fyrir raddirnar...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?