<$BlogRSDUrl$>

2005-07-07

Já og hér er ég sem sé komin inn á plögger - æ, afsakið blogger. Tónleikarnir á laugardaginn verða ekki smá skemmtilegir, verkin hennar Jórunnar afskaplega aðgengileg og við verðum ekki orðin eins þreytt í röddunum eins og ég var annars orðin hrædd við (það eru margir háir og langir staðir í tveimur verkanna þannig að ef við hefðum þurft að taka upp fram á nótt á morgun hefði mér ekki litist á blikuna).

Tónleikar laugardaginn 9. júlí klukkan 15.00 í Skálholti, Ekki kannski alveg landsliðið eins og um síðustu helgi en slagar hátt upp í það samt. Flottur hópur í Hljómeyki núna, sko...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?