<$BlogRSDUrl$>

2005-07-11

æ hvað það er annars gott að vera heima hjá sér og þurfa ekki að vera að þeytast upp í Skálholt. Kunnugleg hljóðin berast neðan úr sjónvarpsherbergi, (krakkarnir að horfa á teiknimynd), rigningin bylur á glugganum og við að fara að pakka fyrir Ítalíuferðina. Þvo, já ég þarf að þvo.

Maðurinn minn er ekkert sérlega þvottavélarheftur, þó hann skilji reyndar ekki alveg hvernig stendur á að takkinn til að kveikja á vélinni sé ekki merktur Play. Fékk þó gott komment hjá honum um daginn áður en ég fór austur. Þar sem ég sé yfirleitt um þvott á fötum (hann er með umsjón með gólfþvottum og sópun í staðinn sko, fín verkaskipting) var ég að biðja hann um að sjá til þess að það yrði nú samt ekki allt grútskítugt þegar ég kæmi heim, ekki mjög mikill tími þar til við færum út. Hann var náttúrlega með hið fullkomna svar: Sko, þau á leikskólanum vita að litli fataböðullinn er hjá pabba sínum í tvær vikur; það gerir örugglega ekkert til að hann fari í sömu fötunum allan tímann...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?