2005-07-31
Innsiglingin til Feneyja
þarna var töluverður loftraki eins og sést á myndinni. En fallegt er nú þarna. | enn meiri Feneyjar Originally uploaded by hildigunnur. |
stelpur hjá Tíberíusarbrú
þessi flotta og eldgamla brú er í gamla miðbænum í Rimini. Byggð um árið 20 | stelpur hjá Tíberíusarbrú Originally uploaded by hildigunnur. |
sundlaugin
þarna var trúlega mestum tímanum eytt í ferðinni. | sundlaugin Originally uploaded by hildigunnur. |
tagliatelle bolognese
og gott, maður minn. Trattoria La Bel Fiore, ekki man ég götunafnið. (Via Marsala, kannski). Ef þið komið þangað, ekki panta ykkur vín hússins, frekar af seðli, hins vegar eru desertarnir snilld. Þó var möndlukakan rommbætt fullmikið fyrir okkar smekk. Panna cotta best sem við höfum bragðað, hins vegar. | tagliatelle bolognese Originally uploaded by hildigunnur. |
omg! þvílíkt vínkvöld! og við nýkomin frá stóra (hmm, eitt þeirra stóru) vínlanda. Addi víninnflytjandi dældi í okkur Chiantium og Baroloum og Brunelloum og einum Ástrala, ásamt freyðaranum sem við komum með handa honum frá Talíu. Aldrei að vita hvort hann reynir ekki að flytja hann inn.
En bragðupplifun kvöldsins var samt Amedei súkkulaði. Og okkur sem fannst Thorntons gott, nevermænd Lindt eða Valrhona. Fæst í Yndisauka og stundum í Ostabúðinni. Hvet ykkur til að smakka. Ekki ódýrt en þvílíkt vel þess virði!
En bragðupplifun kvöldsins var samt Amedei súkkulaði. Og okkur sem fannst Thorntons gott, nevermænd Lindt eða Valrhona. Fæst í Yndisauka og stundum í Ostabúðinni. Hvet ykkur til að smakka. Ekki ódýrt en þvílíkt vel þess virði!
Ragnheiður og skinkan
þokkalega stór, ekki satt? Nærri eins stór og stelpan. Fannst í sælkerabúð í Bologna. Mér finnst Bologna frábær. Sælkerakapítal Ítalíu, samkvæmt vínsogmatar sérfræðingi okkar. | Ragnheiður og skinkan Originally uploaded by hildigunnur. |
2005-07-30
Neptúnusarstytta og gosbrunnur
flottasta stytta sem við sáum í Bologna. Mér finnst Bologna frábær borg, þó hótelíerinn skildi ekkert hvers vegna við vildum fara þangað, þar væri ekkert. Fínt bara, ég er alveg til í ekkert... | Neptúnusarstytta og gosbrunnur Originally uploaded by hildigunnur. |
stórt splass
í sundlauginni við hótelið. Ekki smá sem krakkarnir undu sér vel. Finnur þorði varla að fara í kaf fyrir ferðina en nú er það ekkert mál. | stórt splass Originally uploaded by hildigunnur. |
langar einhvern
í stórt glas af Nutella? | langar einhvern Originally uploaded by hildigunnur. |
flöskurnar
þessar sendi hótelstjórinn með okkur heim, vorum að drekka þetta vín í boði hans allan tímann. Ein handa okkur, ein handa Hallveigu og Jóni Heiðari og ein handa Arnari vini okkar og innflytjanda fínna vína. Væri óvitlaust að koma þessu á markað hér heima. | flöskurnar Originally uploaded by hildigunnur. |
Rimini utan frá sjó
fórum út á hjólabát, voða gaman :-) | Rimini utan frá sjó Originally uploaded by hildigunnur. |
hótelið okkar, framan frá
Residence Hotel Astoria. Algjör snilld. Ókei, hef gist á meira lúxushóteli en innbyggður hótelstjóri með freyðivín í bunum slær það nú allt út. | hótelið okkar, framan frá Originally uploaded by hildigunnur. |
flinkar
Gengu þvers og kruss um laugina svona, þ.e. Fífa gekk og Freyja hélt jafnvægi. Flickr er hræðilega seinvirkt núna þannig að ég hinkra með fleiri myndir þar til þeir komast í lag. | flinkar Originally uploaded by hildigunnur. |
Myndirnar komnar á netið, hér eru þær. Hendi einhverjum völdum inn hér, fyrir þá sem ekki nenna í stóra fjölskyldualbúmið mitt (ítalíusettið eru 161 mynd, mest fólkið mitt sko)
mikið gaman að sjá þennan kominn aftur, tengill prontó. Best að henda þá líka inn bróður hans, lengi staðið til.
2005-07-29
Ferðasagan, já...
Við lentum á besta hóteli í heimi, hóteleigandinn þekkir vin okkar Hallveigar, sá var búinn að segja okkur að skila kveðju. Gaurinn bar í okkur fínasta ítalska freyðivín allan tímann (kampavínsgæði, ekkert x@%$ dísætt Asti Spumante)
Hitt og þetta var gert sér til dundurs þarna úti, það er ljóst.
Fórum til Feneyja, fýlan úr síkjunum er stórlega ýkt. Lékum ofurtúrista og fórum í gondólaferð, vorum heppin með ræðara, okkar bæði söng fyrir okkur (tja, raulaði, reyndar, ekkert belgings ósólemíó, en samt...) Hallveig, Jón Heiðar og Ragnheiður ekki eins heppin með sinn, hann var bara fúll, söng ekki neitt og benti þeim ekki einu sinni á merkileg hús eða brýr á leiðinni. Súri gaukur. Við Finnur slepptum göngutúrnum með leiðsögumanninum, hann var svo pirraður af hita og þreytu að það var mun gáfulegra að setjast bara á kaffihús. Kaffihús á Markúsartorgi eru örugglega með þeim dýrustu í heimi, skal ég segja ykkur. Hefði viljað ná á tvíæringinn og sjá verkið hennar Gabríelu, en það var svolítið úr leið, hefðum örugglega kíkt ef við hefðum ekki verið með krakkana.
í Feneyjum varð okkur trúlega heitast í ferðinni, kannski fyrir utan heimferðardaginn.
Kíktum til San Marino, ghastly and touristy eins og hún Ghislaine vinkona okkar lýsti, en hei, vel þess virði fyrir þessar 3 líkjörsflöskur og 4 rauðvín sem við komum með heim (Hallveig hélt á einni, vonandi minnkar ekkert í flöskunni). Þvílíkur sölumaður sem við lentum á, annars, við ætluðum bara að kaupa 1-2 rauðvín og svo flösku af núggalíkjörnum sem við keyptum þar síðast.
Róm og Flórens eigum við inni þar til næst og þarnæst, ekki alveg málið með þann 5 ára. Ég er reyndar líka með safnafóbíu, er allt of óþolinmóð til að standa og dást að listaverkum í óratíma, svo er líka bara sensory overload á þessum gömlu stóru söfnum.
Keyptum okkur viku strandarpassa, nýttum ekki nema hluta af honum, þvílíkur munur að vera með sundlaug við hótelið. Það höfðum við nefnilega ekki þegar við vorum þarna síðast. Þægilegt að leyfa krökkunum að busla að vild, liggja sjálfur og lesa við sundlaugarbarminn, dýfa sér út í þegar hitinn varð óbærilegur. Láta síðan bera í sig freyðivín í ísfötu í boði hússins. Verður það mikið betra? Ja, kannski hefði ég viljað sleppa við að brenna yfir Harry Potter, gleymdi eiginlega að kæla mig þann daginn. Aloe vera hlaupið mitt bjargaði málum.
Heilmikið etið og drukkið að sjálfsögðu, eitt snilldarveitingahús sem við fórum á, Osteria de burg. Gleymdi myndavélinni í þeirri ferð, því miður, þar hefði ég viljað ná myndum af kræsingum. Næst, næst... Skruppum til Bologna í pílagrímsferð að borða tagliatelle bolognese í réttu umhverfi, gert á réttan hátt, sé ekki eftir því. Fundum ógurlega sælkerabúð hvar við keyptum rúmlega kílós stykki af parmiggiano reggiano, nú er bara að finna út hvernig við geymum hann eftir að hann er opnaður. Ætluðum á stóra Nutellabarinn á svæðinu en þá var hann bara lokaður, krakkarnir voru ekki smá fúl. Opnaði bara ekkert aftur, eftir hádegishléið.
keyptum okkur gíga Nutellakönnu, einn lítra, (glass of Nutella, anyone?), krukku með niðursoðnum risarækjum (verður búið til risotto á sunnudaginn), einn pakka af piadinum (langar í pönnu, kaupi svoleiðis þegar við fáum okkur gaseldavélina), bel paese ost (er að verða búinn).
Hóteleigandinn leysti okkur síðan út með sitthvorri flöskunni til að fara með heim.
Heimferðin var ári erfið, eftir langan og mjöööög heitan dag var lagt af stað frá hótelinu okkar þegar klukku vantaði kortér í átta, tínt upp fólk af tveim öðrum hótelum, keyrt í einnoghálfan tíma til Bolognaflugvallar, fáránlega löng röð í innritun (snarbrjáluð ítölsk kerling hellti sér yfir okkur og fararstjórann þegar Hallveig og Jón fengu að tékka sig inn með okkur). Vélinni seinkaði um klukkutíma og kortér, gekt stuð með tvö dauðþreytt fimm ára kríli, bæði farþegar og áhöfn voru síðan orðin dauðþreytt og hundpirruð í fluginu, krakkarnir sváfu sem betur fer eiginlega alla leiðina. Vorum komin heim um hálffimmleytið (hálfsjö að okkar líkamsklukku), vaknaði klukkan níu. Þess vegna sundurlaus frásögn. Er að fara að sofa aftur, sko.
Stærstu kostirnir við að vera kominn heim:
Glaður köttur
Hætt að þurfa að drekka vatn eins og við séum á tímakaupi við það. (held að vatnsbúskapur Ítalíu hafi skaðast illilega á tímabilinu)
Íslenskt vatn úr krananum.
Rúmið mitt.
Baðkarið mitt.
Almennilega hreint hár, ekki síþvalt af svita.
Verslunarmannahelgi þungskýjuð og svalt. (kyrr í bænum að venju)
Myndir fylgja fljótlega, er búin að tæma vélina inn í iPhoto en á eftir að velja úr til að henda á netið.
ps. Jón Lárus rakst síðan á þessa brjáluðu ítölsku úti á horni hjá okkur þegar hann fór út að skokka...
Við lentum á besta hóteli í heimi, hóteleigandinn þekkir vin okkar Hallveigar, sá var búinn að segja okkur að skila kveðju. Gaurinn bar í okkur fínasta ítalska freyðivín allan tímann (kampavínsgæði, ekkert x@%$ dísætt Asti Spumante)
Hitt og þetta var gert sér til dundurs þarna úti, það er ljóst.
Fórum til Feneyja, fýlan úr síkjunum er stórlega ýkt. Lékum ofurtúrista og fórum í gondólaferð, vorum heppin með ræðara, okkar bæði söng fyrir okkur (tja, raulaði, reyndar, ekkert belgings ósólemíó, en samt...) Hallveig, Jón Heiðar og Ragnheiður ekki eins heppin með sinn, hann var bara fúll, söng ekki neitt og benti þeim ekki einu sinni á merkileg hús eða brýr á leiðinni. Súri gaukur. Við Finnur slepptum göngutúrnum með leiðsögumanninum, hann var svo pirraður af hita og þreytu að það var mun gáfulegra að setjast bara á kaffihús. Kaffihús á Markúsartorgi eru örugglega með þeim dýrustu í heimi, skal ég segja ykkur. Hefði viljað ná á tvíæringinn og sjá verkið hennar Gabríelu, en það var svolítið úr leið, hefðum örugglega kíkt ef við hefðum ekki verið með krakkana.
í Feneyjum varð okkur trúlega heitast í ferðinni, kannski fyrir utan heimferðardaginn.
Kíktum til San Marino, ghastly and touristy eins og hún Ghislaine vinkona okkar lýsti, en hei, vel þess virði fyrir þessar 3 líkjörsflöskur og 4 rauðvín sem við komum með heim (Hallveig hélt á einni, vonandi minnkar ekkert í flöskunni). Þvílíkur sölumaður sem við lentum á, annars, við ætluðum bara að kaupa 1-2 rauðvín og svo flösku af núggalíkjörnum sem við keyptum þar síðast.
Róm og Flórens eigum við inni þar til næst og þarnæst, ekki alveg málið með þann 5 ára. Ég er reyndar líka með safnafóbíu, er allt of óþolinmóð til að standa og dást að listaverkum í óratíma, svo er líka bara sensory overload á þessum gömlu stóru söfnum.
Keyptum okkur viku strandarpassa, nýttum ekki nema hluta af honum, þvílíkur munur að vera með sundlaug við hótelið. Það höfðum við nefnilega ekki þegar við vorum þarna síðast. Þægilegt að leyfa krökkunum að busla að vild, liggja sjálfur og lesa við sundlaugarbarminn, dýfa sér út í þegar hitinn varð óbærilegur. Láta síðan bera í sig freyðivín í ísfötu í boði hússins. Verður það mikið betra? Ja, kannski hefði ég viljað sleppa við að brenna yfir Harry Potter, gleymdi eiginlega að kæla mig þann daginn. Aloe vera hlaupið mitt bjargaði málum.
Heilmikið etið og drukkið að sjálfsögðu, eitt snilldarveitingahús sem við fórum á, Osteria de burg. Gleymdi myndavélinni í þeirri ferð, því miður, þar hefði ég viljað ná myndum af kræsingum. Næst, næst... Skruppum til Bologna í pílagrímsferð að borða tagliatelle bolognese í réttu umhverfi, gert á réttan hátt, sé ekki eftir því. Fundum ógurlega sælkerabúð hvar við keyptum rúmlega kílós stykki af parmiggiano reggiano, nú er bara að finna út hvernig við geymum hann eftir að hann er opnaður. Ætluðum á stóra Nutellabarinn á svæðinu en þá var hann bara lokaður, krakkarnir voru ekki smá fúl. Opnaði bara ekkert aftur, eftir hádegishléið.
keyptum okkur gíga Nutellakönnu, einn lítra, (glass of Nutella, anyone?), krukku með niðursoðnum risarækjum (verður búið til risotto á sunnudaginn), einn pakka af piadinum (langar í pönnu, kaupi svoleiðis þegar við fáum okkur gaseldavélina), bel paese ost (er að verða búinn).
Hóteleigandinn leysti okkur síðan út með sitthvorri flöskunni til að fara með heim.
Heimferðin var ári erfið, eftir langan og mjöööög heitan dag var lagt af stað frá hótelinu okkar þegar klukku vantaði kortér í átta, tínt upp fólk af tveim öðrum hótelum, keyrt í einnoghálfan tíma til Bolognaflugvallar, fáránlega löng röð í innritun (snarbrjáluð ítölsk kerling hellti sér yfir okkur og fararstjórann þegar Hallveig og Jón fengu að tékka sig inn með okkur). Vélinni seinkaði um klukkutíma og kortér, gekt stuð með tvö dauðþreytt fimm ára kríli, bæði farþegar og áhöfn voru síðan orðin dauðþreytt og hundpirruð í fluginu, krakkarnir sváfu sem betur fer eiginlega alla leiðina. Vorum komin heim um hálffimmleytið (hálfsjö að okkar líkamsklukku), vaknaði klukkan níu. Þess vegna sundurlaus frásögn. Er að fara að sofa aftur, sko.
Stærstu kostirnir við að vera kominn heim:
Glaður köttur
Hætt að þurfa að drekka vatn eins og við séum á tímakaupi við það. (held að vatnsbúskapur Ítalíu hafi skaðast illilega á tímabilinu)
Íslenskt vatn úr krananum.
Rúmið mitt.
Baðkarið mitt.
Almennilega hreint hár, ekki síþvalt af svita.
Verslunarmannahelgi þungskýjuð og svalt. (kyrr í bænum að venju)
Myndir fylgja fljótlega, er búin að tæma vélina inn í iPhoto en á eftir að velja úr til að henda á netið.
ps. Jón Lárus rakst síðan á þessa brjáluðu ítölsku úti á horni hjá okkur þegar hann fór út að skokka...
Jæja, þá er maður mættur á klakann. Klakar eru góðir. Amk þegar síðasta hitastig var 40°. Oj.
þarf að setja niður ferðapunkta áður en sagan kemur.
þarf að setja niður ferðapunkta áður en sagan kemur.
2005-07-24
her er eg aftur, fann i gaer bokabud sem seldi Potterinn uppi i gamla baejarhlutanum, keypti tvaer, eina fyrir mig og eina fyrir Hallveigu, eg er buin med mina. Hun Joanna er ekkert buin ad tyna thessu. Snilldarbok. Vonandi ekki morg ar i tha sidustu.
Styttist i heimferd, oj
buin med timann, ekki med nema eina og halfa evru a mer. Skjaumst, ppl.
Styttist i heimferd, oj
buin med timann, ekki med nema eina og halfa evru a mer. Skjaumst, ppl.
2005-07-20
aahhh, italia, hiti, is og bjor og raudvin og snilldarmatur, buin ad taka ut feneyjar og san marino, sundlaugin i hotelgardinum stendur fyrir sinu, madur nennir eiginlega ekki ut a strond. Eini gallinn er ad eg er buin med pro-derm solarvornina, eina sem virkar a solarexemid. Klikkadi a birkioskunni sem a ad virka a thad lika.
en hei, thetta er samt tom snilld. Farin ad fa mer is. Kannski kiki eg aftur, kannski ekki (1 1/2 evra fyrir korterid, sko...)
en hei, thetta er samt tom snilld. Farin ad fa mer is. Kannski kiki eg aftur, kannski ekki (1 1/2 evra fyrir korterid, sko...)
2005-07-14
Ítalía, here we come. (já, ég veit að þessi mynd er frá San Marino, fer þangað líka)
Verðum ekki með fartölvu (fartölvueigandinn í fjölskyldunni hnussaði þegar ég spurði hvort hann yrði með tölvuna með) þannig að ég kíki hér við ef ég nenni og rekst á netkaffi. Ekkert víst.
Búin að fá bróður hans Jóns Lárusar til að vera í húsinu á meðan við erum í burtu, þýðir ekkert að reyna að brjótast hér inn og stela kisu, ónei.
Þannig að hafið það gott næsta hálfa mánuðinn. Við Hallveig, Jón Heiðar, Árni Heimir og Farfuglinn ásamt fjölskyldum og vinum verðum að spóka okkur í sólinni. Vonandi verður veðrið gott hjá ykkur hinum líka.
bless í bili
Hlustið endilega á Hlaupanótuna í dag, gæti verið að hún Indra spili bút af Mansöngnum hinum loðna. Gat ekki alveg lofað mér því samt...
2005-07-13
datt inn á skóútsölu í kringlu áðan (alveg óvart, sko, við vorum bara að ná í gleraugun hans Jóns Lárusar, honest, officer!) Sá þessa líka fínu gelluskó á engan pening, keypti þá prontó að sjálfsögðu. Ef þið sáuð konu á Laugaveginum áðan, skrönglast eins og belju á svelli eða drukkna hænu, þá var það ég.
Tilvaldir í matarklúbba og önnur hóf þar sem maður þarf ekki mikið að tölta um...
Tilvaldir í matarklúbba og önnur hóf þar sem maður þarf ekki mikið að tölta um...
Tókst að vera svolítið dónaleg í símann í gær (nei, ekki þannig, dirty minded getið þið verið!)
Gemsinn minn hringir meðan við erum að borða. Þarf að hlaupa niður til að reyna að ná honum, tekst náttúrlega ekki. Kannast ekki við númerið og ætla að fara að hringja til baka þegar fastlinan hringir. Ég í símann. Spurt eftir Jóni Lárusi. Ég held náttúrlega að símtölin séu ótengd, þar sem hann er hvergi skráður sem notandi gemsans míns. Hann tekur símann uppi og meðan hann er að svara - nei takk, ég held ekki - fletti ég númerinu upp á netinu. Engar niðurstöður þar. Ég hringi og þá er þetta sama kona að hringja frá Landsbankanum til að bjóða okkur að koma í viðtal um hvernig við getum nýtt reikninginn okkar betur. Nú var ég orðin svolítið fúl og hreyti í hana hvort hún viti ekki að hún megi ekki hringja í mig, við erum bæði með rautt x við nafnið okkar í símaskránni. Alveg sama þó við séum viðskiptavinir hjá þeim. Hún kemur ekki upp orði, þannig að ég segi bara takk fyrir og legg á.
var með pínu móral yfir þessu í morgun en þetta er samt alveg rétt, hún á að vita að hún má ekki hringja í x rated númer.
Gemsinn minn hringir meðan við erum að borða. Þarf að hlaupa niður til að reyna að ná honum, tekst náttúrlega ekki. Kannast ekki við númerið og ætla að fara að hringja til baka þegar fastlinan hringir. Ég í símann. Spurt eftir Jóni Lárusi. Ég held náttúrlega að símtölin séu ótengd, þar sem hann er hvergi skráður sem notandi gemsans míns. Hann tekur símann uppi og meðan hann er að svara - nei takk, ég held ekki - fletti ég númerinu upp á netinu. Engar niðurstöður þar. Ég hringi og þá er þetta sama kona að hringja frá Landsbankanum til að bjóða okkur að koma í viðtal um hvernig við getum nýtt reikninginn okkar betur. Nú var ég orðin svolítið fúl og hreyti í hana hvort hún viti ekki að hún megi ekki hringja í mig, við erum bæði með rautt x við nafnið okkar í símaskránni. Alveg sama þó við séum viðskiptavinir hjá þeim. Hún kemur ekki upp orði, þannig að ég segi bara takk fyrir og legg á.
var með pínu móral yfir þessu í morgun en þetta er samt alveg rétt, hún á að vita að hún má ekki hringja í x rated númer.
2005-07-12
ég held ég hafi komið einu sinni í Þjórsárdal á ævinni fyrir þetta sumar, amk man ég ekki eftir fleiri skiptum. Fórum tvisvar frá Skálholti í þetta sinn. Tókst í hvorugt skiptið að sjá Heklu né að fara inn í þjóðveldisbæinn. Í bæði skiptin var Hjálparfoss tekinn út samt. Fyrra skiptið með Andrew hobbitatenórnum okkar úr Carminu (mjög impóneraður yfir þessu öllu saman), í seinna skiptið enduðum við nokkrir Hljómeykisliðar í sundlauginni í eyðimörkinni. Frábær staðsetning á laug, maður keyrir fleiri kílómetra í sandauðn með stöku lúpínurunna og svo allt í einu birtist sundlaug með grasbölum í kring.
Nema hvað, við sitjum 3 i heitum potti við laugina, ég, Hallveig og Skúli hinn arabíski, vinur okkar. Smá bakgrunnur hér: Skúli vinnur í kjötborði í Nóatúni, við Hallveig erum miklir gúrmetar og matreiðsluáhugamenn (ef það hefur farið fram hjá einhverjum). Vorum að enda við að ræða um hitastig á nautasteikum, blue, rare, medium og svo þessar ónýtu.
áfram með söguna. Pottarnir eru ekki sérlega vel hitastýrðir, okkar var fínn. Koma ekki tveir bændur, giska á um sextíuogfimm-sjötugs og setjast í hinn pottinn. Sá var víst vel heitur, mælirinn sýndi 45°. Þeir byrja að kvarta um hita þannig að við bjóðum þeim í okkar líka fína 39-40° pott. Þeir þiggja það með þökkum og koma yfir til okkar. Hneykslumst smá á heitum pottum með 45° vatni og ég segi: Ég held maður byrji að eldast um fimmtíu. Annar karlinn lítur á mig svolítið undarlegu augnaráði og segir að það sé nú kannski örlítið fyrr, kannski svona upp úr fertugu. Mér finnst þetta ekki smá fyndið en segi ekki neitt. Karlinn verður alltaf móðgaðri og móðgaðri á svipinn þar til Skúli segir: Hei, ég hélt þú værir að meina að maður byrjaði ekki að eldast, svona eins og kjöt, fyrr en um fimmtíu gráður á celsius. Jú, það var nú einmitt það sem ég meinti.
Karlinn springur úr hlátri, hafði nottla ekki skilið neitt í þessum blammeringum á gömlu karlana þarna.
Ekki að þetta hafi verið nóg, andartaki seinna kallar Daði (annar kórfélagi) utan úr laug: Skúli! komdu og taktu myndir af okkur! myndavélin mín er í Hagkaupspoka við hliðina á pottinum. Skúli nennir þessu eiginlega ekki, er svolítið lengi af stað, þannig að skipunin er ítrekuð: Skúúúúliiii, kommon, ekkert kjaftæði, það er ekkert kalt! Karlgreyið, já þessi fyrrum móðgaði er staðinn upp til að hjóla í myndavélina, hreint ekki skiljandi hvernig í dauðanum Daði vissi hvað hann héti....
Nema hvað, við sitjum 3 i heitum potti við laugina, ég, Hallveig og Skúli hinn arabíski, vinur okkar. Smá bakgrunnur hér: Skúli vinnur í kjötborði í Nóatúni, við Hallveig erum miklir gúrmetar og matreiðsluáhugamenn (ef það hefur farið fram hjá einhverjum). Vorum að enda við að ræða um hitastig á nautasteikum, blue, rare, medium og svo þessar ónýtu.
áfram með söguna. Pottarnir eru ekki sérlega vel hitastýrðir, okkar var fínn. Koma ekki tveir bændur, giska á um sextíuogfimm-sjötugs og setjast í hinn pottinn. Sá var víst vel heitur, mælirinn sýndi 45°. Þeir byrja að kvarta um hita þannig að við bjóðum þeim í okkar líka fína 39-40° pott. Þeir þiggja það með þökkum og koma yfir til okkar. Hneykslumst smá á heitum pottum með 45° vatni og ég segi: Ég held maður byrji að eldast um fimmtíu. Annar karlinn lítur á mig svolítið undarlegu augnaráði og segir að það sé nú kannski örlítið fyrr, kannski svona upp úr fertugu. Mér finnst þetta ekki smá fyndið en segi ekki neitt. Karlinn verður alltaf móðgaðri og móðgaðri á svipinn þar til Skúli segir: Hei, ég hélt þú værir að meina að maður byrjaði ekki að eldast, svona eins og kjöt, fyrr en um fimmtíu gráður á celsius. Jú, það var nú einmitt það sem ég meinti.
Karlinn springur úr hlátri, hafði nottla ekki skilið neitt í þessum blammeringum á gömlu karlana þarna.
Ekki að þetta hafi verið nóg, andartaki seinna kallar Daði (annar kórfélagi) utan úr laug: Skúli! komdu og taktu myndir af okkur! myndavélin mín er í Hagkaupspoka við hliðina á pottinum. Skúli nennir þessu eiginlega ekki, er svolítið lengi af stað, þannig að skipunin er ítrekuð: Skúúúúliiii, kommon, ekkert kjaftæði, það er ekkert kalt! Karlgreyið, já þessi fyrrum móðgaði er staðinn upp til að hjóla í myndavélina, hreint ekki skiljandi hvernig í dauðanum Daði vissi hvað hann héti....
Tiltekt og niðurpakk í fullum gangi (hvernig pakk er annars svona niðurpakk? pakkið á neðri hæðinni? við eigum ekkert svoleiðis, nema ef vera skyldi að sá í neðra sé einhvers staðar á sveimi)
eftir tvo sólarhringa verðum við stödd í troðfullri vél á leið til Rimini. Get ekki beðið.
eftir tvo sólarhringa verðum við stödd í troðfullri vél á leið til Rimini. Get ekki beðið.
2005-07-11
Nú er ég bara pínulítið sár.
Við fengum nefnilega (að mínu mati) óverðskuldað vondan dóm hjá Jónasi í Mogga. Hann talar um að Mansöngurinn (aðalverkið á efnisskránni) hafi verið „leiðinlega loðinn, líkt og kórinn réði ekki við verkið þrátt fyrir nákvæma stjórn...“ Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega, standandi inni í kórnum, hvernig verkið hljómaði úti í sal, en veit það þó að við höfum ALDREI NOKKURN TÍMANN á þessum tuttugu árum sem við höfum sungið á sumartónleikum kunnað verkin svona vel og ráðið svona vel við þau. Fyrir utan að kórinn er í hörkuformi, þá eru þessi verk mjög einföld miðað við það sem við erum vön að fá í hendurnar.
Einn staður er í verkinu þar sem okkur var uppálagt að syngja ekkert of vel eða vandað, á að hljóma eins og alþýðusöngur í baðstofu, hann gæti hafa verið loðinn en þetta var bara svona fimmtándihluti af verkinu. Ætti ekki að dæma allt verkið út frá einni mínútu inni í því.
Einnig lítur út í dómnum sem að Ásgerður Júníusdóttir hafi sungið verkið Séð frá túngli ein, í raun var hennar þáttur í því hreint ekki sérlega stór. (Hún söng sína stuttu hluta samt ljómandi vel og hápunkturinn var glæsilegur hjá henni).
Við erum alveg fólk til að taka slæmum dómum ef þeir eru verðskuldaðir, en samkvæmt hlustendum sem ég hef talað við í morgun virðist Jónas ekki hafa verið á sömu tónleikum og þeir, og við hin.
Ég hvet lesendur til að hlusta á útsendinguna (er að reyna að finna út hvenær þetta verður sent út) og dæma hver fyrir sig.
Við fengum nefnilega (að mínu mati) óverðskuldað vondan dóm hjá Jónasi í Mogga. Hann talar um að Mansöngurinn (aðalverkið á efnisskránni) hafi verið „leiðinlega loðinn, líkt og kórinn réði ekki við verkið þrátt fyrir nákvæma stjórn...“ Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega, standandi inni í kórnum, hvernig verkið hljómaði úti í sal, en veit það þó að við höfum ALDREI NOKKURN TÍMANN á þessum tuttugu árum sem við höfum sungið á sumartónleikum kunnað verkin svona vel og ráðið svona vel við þau. Fyrir utan að kórinn er í hörkuformi, þá eru þessi verk mjög einföld miðað við það sem við erum vön að fá í hendurnar.
Einn staður er í verkinu þar sem okkur var uppálagt að syngja ekkert of vel eða vandað, á að hljóma eins og alþýðusöngur í baðstofu, hann gæti hafa verið loðinn en þetta var bara svona fimmtándihluti af verkinu. Ætti ekki að dæma allt verkið út frá einni mínútu inni í því.
Einnig lítur út í dómnum sem að Ásgerður Júníusdóttir hafi sungið verkið Séð frá túngli ein, í raun var hennar þáttur í því hreint ekki sérlega stór. (Hún söng sína stuttu hluta samt ljómandi vel og hápunkturinn var glæsilegur hjá henni).
Við erum alveg fólk til að taka slæmum dómum ef þeir eru verðskuldaðir, en samkvæmt hlustendum sem ég hef talað við í morgun virðist Jónas ekki hafa verið á sömu tónleikum og þeir, og við hin.
Ég hvet lesendur til að hlusta á útsendinguna (er að reyna að finna út hvenær þetta verður sent út) og dæma hver fyrir sig.
æ hvað það er annars gott að vera heima hjá sér og þurfa ekki að vera að þeytast upp í Skálholt. Kunnugleg hljóðin berast neðan úr sjónvarpsherbergi, (krakkarnir að horfa á teiknimynd), rigningin bylur á glugganum og við að fara að pakka fyrir Ítalíuferðina. Þvo, já ég þarf að þvo.
Maðurinn minn er ekkert sérlega þvottavélarheftur, þó hann skilji reyndar ekki alveg hvernig stendur á að takkinn til að kveikja á vélinni sé ekki merktur Play. Fékk þó gott komment hjá honum um daginn áður en ég fór austur. Þar sem ég sé yfirleitt um þvott á fötum (hann er með umsjón með gólfþvottum og sópun í staðinn sko, fín verkaskipting) var ég að biðja hann um að sjá til þess að það yrði nú samt ekki allt grútskítugt þegar ég kæmi heim, ekki mjög mikill tími þar til við færum út. Hann var náttúrlega með hið fullkomna svar: Sko, þau á leikskólanum vita að litli fataböðullinn er hjá pabba sínum í tvær vikur; það gerir örugglega ekkert til að hann fari í sömu fötunum allan tímann...
Maðurinn minn er ekkert sérlega þvottavélarheftur, þó hann skilji reyndar ekki alveg hvernig stendur á að takkinn til að kveikja á vélinni sé ekki merktur Play. Fékk þó gott komment hjá honum um daginn áður en ég fór austur. Þar sem ég sé yfirleitt um þvott á fötum (hann er með umsjón með gólfþvottum og sópun í staðinn sko, fín verkaskipting) var ég að biðja hann um að sjá til þess að það yrði nú samt ekki allt grútskítugt þegar ég kæmi heim, ekki mjög mikill tími þar til við færum út. Hann var náttúrlega með hið fullkomna svar: Sko, þau á leikskólanum vita að litli fataböðullinn er hjá pabba sínum í tvær vikur; það gerir örugglega ekkert til að hann fari í sömu fötunum allan tímann...
nósjitt! >:-O
2005-07-10
komin heim, ekki smá gott, engin orka eftir. Tónleikarnir í gær gengu mjög vel, ég held við höfum ekki verið svona góð í mörg ár. Jafn og fínn tónn, þaggað niður í sóprönunum (mér, sko) fyrir balans, kirkjan ýtir nefnilega undir háa sviðið. Jórunn var himinlifandi yfir þessu öllu saman. Fíla hana ekki smá vel.
Meiningin að horfa á síðasta Lostþáttinn í kvöld, vonandi hryn ég ekki út af fyrst. Talsverð hætta á því. Meira síðar.
Meiningin að horfa á síðasta Lostþáttinn í kvöld, vonandi hryn ég ekki út af fyrst. Talsverð hætta á því. Meira síðar.
2005-07-07
Já og hér er ég sem sé komin inn á plögger - æ, afsakið blogger. Tónleikarnir á laugardaginn verða ekki smá skemmtilegir, verkin hennar Jórunnar afskaplega aðgengileg og við verðum ekki orðin eins þreytt í röddunum eins og ég var annars orðin hrædd við (það eru margir háir og langir staðir í tveimur verkanna þannig að ef við hefðum þurft að taka upp fram á nótt á morgun hefði mér ekki litist á blikuna).
Tónleikar laugardaginn 9. júlí klukkan 15.00 í Skálholti, Ekki kannski alveg landsliðið eins og um síðustu helgi en slagar hátt upp í það samt. Flottur hópur í Hljómeyki núna, sko...
Tónleikar laugardaginn 9. júlí klukkan 15.00 í Skálholti, Ekki kannski alveg landsliðið eins og um síðustu helgi en slagar hátt upp í það samt. Flottur hópur í Hljómeyki núna, sko...
Upptökum bara lokið, klukkan er 20.39 á fimmtudegi, liggur við að við getum bara gefið frí á morgun. Höfum aldrei nokkurn tímann verið svona snemma tilbúin með tónleikaprógramm laugardagsins. Ekkert nema snilldin tóm. Bara stutt æfing á morgun og svo tónleikarnir á laugardaginn og messa á sunnudag, þá er Skálholtsvinnu þessa sumars lokið hjá mér. Og Ítalía tekur við.
2005-07-06
jæja, tónleikarnir gengu bara ljómandi vel, líka troðfullt út úr dyrum (ég er ekki að ýkja, það var fullt af fólki sem fékk ekki sæti, stóð alla tónleikana).
Smá mont, fengum ekki neitt lítið góðan dóm í mogga í dag. Ríkharður Örn segir neðst í löngum dómi:
„Sveigjanleg stjórn Árna Heimis tryggði og furðumikla fjölbreytni, þó að styrkbrigðaramminn hefði á stundum mátt vera enn víðari en heyrt varð. Engu að síður gátu flytjendur eftir á óhikað státað af músíkölskum stórsigri, því óhemjulangt er síðan jafngömul (og í nútímaeyrum kannski svolítið kyrrstæð) kórverk hafa náð að lifna jafnfallega við í hérlendri túlkun. Ef þá nokkru sinni.“
ekki slæmt, eller hur?
en nú er ég farin að sofa, upptökur á morgun, við sko enn í Skál(!)holti, nú Hljómeyki með tónlist Jórunnar Viðar. Gesvakalega skemmtilegt, músíkin snilld, gæti reyndar ekki verið mikið ólíkari því sem Carmina var með. Talsvert raddlega erfiðari, samt...
stefnum að því að klára upptökur á fimmtudag, efast um að ég komist í tölvu fram á föstudag. We will see to.
Smá mont, fengum ekki neitt lítið góðan dóm í mogga í dag. Ríkharður Örn segir neðst í löngum dómi:
„Sveigjanleg stjórn Árna Heimis tryggði og furðumikla fjölbreytni, þó að styrkbrigðaramminn hefði á stundum mátt vera enn víðari en heyrt varð. Engu að síður gátu flytjendur eftir á óhikað státað af músíkölskum stórsigri, því óhemjulangt er síðan jafngömul (og í nútímaeyrum kannski svolítið kyrrstæð) kórverk hafa náð að lifna jafnfallega við í hérlendri túlkun. Ef þá nokkru sinni.“
ekki slæmt, eller hur?
en nú er ég farin að sofa, upptökur á morgun, við sko enn í Skál(!)holti, nú Hljómeyki með tónlist Jórunnar Viðar. Gesvakalega skemmtilegt, músíkin snilld, gæti reyndar ekki verið mikið ólíkari því sem Carmina var með. Talsvert raddlega erfiðari, samt...
stefnum að því að klára upptökur á fimmtudag, efast um að ég komist í tölvu fram á föstudag. We will see to.
2005-07-03
já og nú má segja frá því. KAMMERKÓRINN (ekki sönghópurinn) Carmina endurtekur tónleika sína frá laugardeginum í Kristskirkju á þriðjudagskvöldið klukkan hálfníu. Þannig að þeir sem komu ekki uppeftir ná þessu núna. Get mælt eindregið með þeim, þessi hópur er algjört æði.
Þessir dagar uppfrá voru annars hinir allra skemmtilegustu. Frábær tónlist, snilldar flytjendur og stjórnandi, æðislegur raddþjálfari og ekki síst skemmtilegur félagsskapur. Hvað getur maður beðið um meira.
uppeftir aftur um hádegið á morgun, Hljómeyki í þetta skiptið. Örugglega ekki síðra, reyndar gæti ég vel hugsað mér að hafa þennan raddþjálfara áfram. Myndi ekki veita af, þessi músík er ekki sú alauðveldasta fyrir raddirnar...
Þessir dagar uppfrá voru annars hinir allra skemmtilegustu. Frábær tónlist, snilldar flytjendur og stjórnandi, æðislegur raddþjálfari og ekki síst skemmtilegur félagsskapur. Hvað getur maður beðið um meira.
uppeftir aftur um hádegið á morgun, Hljómeyki í þetta skiptið. Örugglega ekki síðra, reyndar gæti ég vel hugsað mér að hafa þennan raddþjálfara áfram. Myndi ekki veita af, þessi músík er ekki sú alauðveldasta fyrir raddirnar...
Dýr fæðingin Drottins vors, Jesú Kriste...
nei, ég er ekki að breytast í trúboða á blogginu (guð forði ;-)) en mikið svakalega er nýja lagið hans Huga Guðmunds fallegt. Frumflutt sem stólvers í messu uppi í Skálholti í dag. Hlakka til að syngja það aftur á þriðjudaginn. Hlýtur að verða eitt af kórlagaklassíkerum okkar.
nei, ég er ekki að breytast í trúboða á blogginu (guð forði ;-)) en mikið svakalega er nýja lagið hans Huga Guðmunds fallegt. Frumflutt sem stólvers í messu uppi í Skálholti í dag. Hlakka til að syngja það aftur á þriðjudaginn. Hlýtur að verða eitt af kórlagaklassíkerum okkar.
2005-07-01
plöggplöggplögg
Sönghópurinn Carmina heldur tónleika á Sumartónleikum í Skálholti á morgun (laugardag) Yndisleg músík frá endurreisnartímabilinu, kórinn skipa landslið íslenskra kórsöngvara. Lofa fallegri stund.
Semsagt laugardaginn annan júní klukkan 15.00 í Skálholtskirkju. Passlegur bíltúr í góðu veðri, mætið nú endilega :-)
Sönghópurinn Carmina heldur tónleika á Sumartónleikum í Skálholti á morgun (laugardag) Yndisleg músík frá endurreisnartímabilinu, kórinn skipa landslið íslenskra kórsöngvara. Lofa fallegri stund.
Semsagt laugardaginn annan júní klukkan 15.00 í Skálholtskirkju. Passlegur bíltúr í góðu veðri, mætið nú endilega :-)