<$BlogRSDUrl$>

2005-06-03

unglingaafmæli byrjað, er í pásu frá að elda soft tacos og singstar komið í gang niðri í sjónvarpsherbergi. Litli gaurinn fór í gistingu en litla systir fékk leyfi til að vera heima - með semingi þó.

stelpurnar komu líka heim með einkunnirnar í dag, Fífa fékki 9,3 í meðaleinkunn og Freyja mjög gott í öllu nema tvennu (hæsta einkunn er MG, þeir eru hættir að nota Á, amk í Austurbæjarskóla). Ekki smá montin af þessum skottum.

Fórum í bæinn áðan og keyptum pönkaradót handa Fífu, öryggisnælur í eyrun, keðju til að hengja á gallajakkann og fleira. Er nú samt búin að banna henni að spreyja hárið á sér svart, treysti því ekki að það skolist almennilega úr. Hún ætlaði reyndar bara að spreyja endana, kannski verður það í lagi. Þarf hvort sem er að snyrta það. Svart naglalakk og breiðan blýant fær hún hjá vinkonumömmu með pönkarafortíð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?