<$BlogRSDUrl$>

2005-06-13

Sumarhátíð í leikskólanum hans Finns í dag. Og að sjálfsögðu var búið að troða mér á fund á sama tíma. Dauðsé eftir að hafa sagst vera laus. Kannski næ ég í seinnipartinn af hátíðinni. Þetta er svo dæmigert að ég geti ekki farið í neitt á leikskólanum, yfirleitt allt á vinnutíma hjá mér. Þau hljóta að halda að ég sé afleit móðir sem hafi engan tíma fyrir börnin mín :(

neinei, þau halda það reyndar ekki neitt. En það er samt leiðinlegt að komast ekki.

Á fundinum á ég að úthluta um 400 þús krónum til þeirra sem hafa staðið sig vel í að semja eða panta nýja íslenska kirkjutónlist. Og ég hef enn ekki hugmynd um hvern ég á að plögga...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?