<$BlogRSDUrl$>

2005-06-24

komin aftur, búin að fara í gegn um öll 140 tölvubréfin, lesa brandarasíðuna, senda bréf sem ég þurfti að senda. Þokkalega gott að vera aftur komin í samband við umheiminn.

Hefði reyndar alveg getað dröslað tölvunni niður á neðri hæð þar sem ég á símatengi en það var bara of mikið vesen, ég varð að hafa vinnuaðstöðuna (les hljómborðið) virka megnið af tímanum. Kláraði að hreinskrifa tvö verk og velja tökur fyrir diskinn minn (með góðri hjálp og láni á minidisk hjá Óla bróður reyndar) Kannski var bara ágætt að vera netlaus í þessa daga...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?