<$BlogRSDUrl$>

2005-06-02

Herra Finnur spilaði á víóluhátíðinni í dag með hópnum sínum, kannski hafið þið séð hann í fréttunum. Var ógnar utan við sig, notaði m.a. bogann sinn sem skóhorn þegar hann mátti setjast niður (í lögunum tveim sem hann spilaði ekki í), ég sat á gólfinu rétt hjá honum og þurfti að pota í hann nokkrum sinnum til að fá hann til að makka rétt, en að langmestu leyti gekk þetta bara ósköp vel hjá honum. Náði einu laginu nærri öllu upp á vídeó, verst að ég er ekki með heimasvæði til að geta sýnt ykkur. Get amk komið með eina mynd, kannski ég geri það á eftir.

Hátíðin annars í fullum gangi. Sinfóníutónleikar áðan, Júrí Basmet stjórnaði og spilaði sóló, ekkert SMÁ flott! Sjostakóvitsj toppurinn, fannst mér, ég sat gersamlega agndofa og hlustaði. Enda voru undirtektirnar eftir því.

Fór síðan seinnipartinn í dag að æfa, ég er að fara að spila slagara á vorhátíð Austurbæjarskóla eins og í fyrra. Stelpurnar eiga að vera annarsvegar pönkari (Fífa) og barn frá sjötta áratugnum (Freyja). Keypti köflótt pils á Freyju en annars er ég eiginlega lens með föt. Liggur einhver inni með stórköflótt vesti eða sportsokka á 9 ára og hárkollu og öryggisnælur sem þarf ekki að setja í í alvöru, heldur klemma í nef/eyru...?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?