<$BlogRSDUrl$>

2005-06-19

búin að eyða síðasta klukkutímanum eða svo í að senda bloggurum sem ég les komment til að reka þau í mikkavefjarveitu. Trúlega hef ég misst af einhverjum, er búin að fara nokkurn veginn í gegn um tenglalistann minn, á eftir bookmarks fólkið. En fyrir þá sem ég missti af (ekki viljandi, lofa ykkur því) eru skilaboðin hér:

viltu plíís skrá þig á mikkavefjarveituna? ég er að missa af færslunum hjá þér aþþí ég kíki bara á mikkasíðuna mína til að fylgjast með hvaða færslur eru nýjar. Og það finnst mér alveg voðalega slæmt...

svo getur maður búið sér til þennan fína lista hjá mikka yfir þá sem maður vill lesa sjálfur án þess að fletta í gegn um listann, best virkar þetta fyrir fólk sem skrifar ekki mjög oft en maður vill ekki missa af færslunum þá sjaldan þær koma. Þetta kostar ekki krónu, maður fær ekki borgað heldur, ekkert spam á netfangið manns, engar auglýsingar á síðuna manns, bara plúsar og enginn mínus.

takk fyrir snilldarþjónustu Hallur og þið hinir hjá mikkavef.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?