<$BlogRSDUrl$>

2005-05-25

Fór annars með litla gaur til eyrnalæknis í gær, átti tíma klukkan 11.45, þurftum að bíða í 40 mín (grr). Allt í lagi með eyrun, nú á hann bara að koma í eftirlit á hálfs árs fresti.

Það var hins vegar ekki það sem ég ætlaði að segja frá.

Á eftir var ég búin að lofa honum að fara upp á Stjörnutorg og kaupa hádegismat. Hann pantaði náttúrlega hamborgara og þar sem ég nennti ómögulega að standa í tveimur biðröðum fékk ég mér bara Makk Dé líka. Ákvað að prófa þennan Big Tasty sem er verið að auglýsa. Á að vera með grillbragði og ógurlega góður.

Ef ykkur dytti í hug að fá ykkur svoleiðis - well, don't! Hamborgarinn hefði ekki verið vondur reyndar, nema fyrir það að ég held að grillbragðið hafi verið búið til með því að sprauta uppkveikilegi yfir fjárans borgarann. Ojbara.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?