<$BlogRSDUrl$>

2005-05-28

Búin að veiða einn góðan bassa (hmm, baritón, reyndar) í kórinn í haust, tveir sem eru að fara út í nám. Ætti að banna þetta! En þessi sem ég fann er mjög fínn, áhugasamur og amk samkvæmt því hvað hann mætir vel á æfingarnar fyrir sumaróperuna líka samviskusamur. Og hefur fína rödd. Hvað getur maður beðið um meira?

Það er hins vegar ekki alveg nógu góð mæting á sumaróperukóræfingarnar. Lítið hægt að segja, þar sem kórinn fær ekki borgað fyrir, en ég skil samt ekki hvað fólk er að setja sig í svonalagað og mætir svo ekki. Á æfingunni í dag og á fimmtudaginn mættu ekki nema tveir altar, af átta eða níu, og enginn hringt til að afboða sig. Næ heldur ekki að fólk láti sig bara hverfa, sé búið að lofa að vera með í einhverju, hættir síðan við en segir engum frá því. Algjör skortur á kurteisi og sjálfsaga í gangi hjá sumu fólki.

Ákveðinn góður kjarni þarna sem mætir vel, þetta verður örugglega fínt. En ef þið vitið um einhverja alta, tenóra eða bassa sem langar á svið og eru tilbúnir í æfingar (þetta er ekki flókið), talið endilega við mig, ekki of seint enn. Nóg af sóprönum, hins vegar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?