<$BlogRSDUrl$>

2005-03-06

Veðrið var alveg fáránlega gott fyrir norðan. Örugglega 10 stiga hiti, sól og logn. Maður fór út um allt á þunnri peysu, meira að segja langt fram á kvöld. Var ekki nema pínulítið kalt að ganga heim frá leikhúsinu. Algjör sumarauki.

Vorum 4 1/2 tíma heim, langaði svolítið að koma við hjá Hörpu sníkja kaffi og rukka um rabarbaravínflöskuna mína, en fólk var ekki alveg í nógu góðu stuði fyrir 40 km útúrdúr. Hefðum trúlega skroppið ef við hefðum verið bara tvö hjónin en krakkarnir voru of þreytt. Seinna, seinna :-)

Maður er annars algerlega óvanur því að keyra þessa leið í svona lítilli umferð. Alltaf vanur að vera í þéttri umferð frá Borgarnesi í bæinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?