<$BlogRSDUrl$>

2005-03-12

Tosca afgreidd

Ekkert smá gaman að heyra og sjá. Hef aldrei farið á sýningu á henni án þess að vera að spila sjálf, þó að ég eigi náttúrlega músíkina á diski.

Söngvarar, hljómsveit og uppsetning allt saman mjög flott, en það er alveg satt hjá Jónasi, það er dósahljóð í hljómsveitinni. Hörkuband, mjög vel skipað og Kurt er fínn stjórnandi þannig að það hlýtur að vera húsið. Synd, sérstaklega vegna þess að Puccini notar hljómsveitina best af stóru óperutónskáldunum. Maður þolir frekar að heyra úmpapaið í Verdióperunum úr gryfjunni heldur en þessa safaríku hljómsveit sem einkennir Puccini.

Einhvern veginn man ég ekki eftir þessari svakalegu notkun á rörklukkum í upphafi 3. þáttar. Annaðhvort var þeim hreinlega bætt inn í, eða þá ýktar stórkostlega. Ég hef reyndar aldrei séð þessa túlkun á þessum kafla, yfirleitt er þetta ungur hjarðmaður að syngja til stelpu sem hann er skotinn í. Sniðugt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?