<$BlogRSDUrl$>

2005-03-13

Tónleikar gengu fínt, nærri fullt hús og það er talsverður fjöldi, Neskirkja er stór.

Guðrún Anna spilaði eins og engill, áslátturinn mjúkur og Mozarttilfinningin í toppi. Held að okkur hafi ekkert tekist svo illa upp heldur, örfáir smá klúður staðir en það er nú bara viss passi hjá dílettantabandi. Ekkert mjög skrítið.

Verð hins vegar ekki með á næstu tónleikum, finnst prógrammið ekki nægilega spennandi, satt að segja. Eitt verk eftir Charpentier sem ég væri reyndar alveg til í að spila, en svo verða þetta svona silkihúfuóperuaríutónleikar. Og það finnst mér satt að segja ekki sérlega skemmtilegt. (það er að segja ef ég er ekki að syngja aríurnar, sko ;-)

Líka bara ágætt að vera heima næstu 5 þriðjudagskvöld, tja, fer reyndar á tónleika á þriðjudaginn kemur, en 4 þriðjudagskvöld eftir það amk...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?