<$BlogRSDUrl$>

2005-03-13

Plögg dagsins:

í dag, sunnudag, klukkan 17.00 verða haldnir þessir líka fínu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Tónleikarnir verða í Neskirkju sem þrátt fyrir nafnið er ekki úti á Seltjarnarnesi.

Á efnisskrá verður forleikurinn að Cosi fan tutte og Píanókonsert # 17 eftir Mozart, einleikari á píanóið Guðrún Anna Tómasdóttir. Eftir hlé verður Ófullgerða sinfónía Schuberts. Allt saman yndisleg músík og ef okkur tekst vel upp ætti þetta að verða bara mjög skemmtilegt.

Stjórnandi er hinn bráðefnilegi Daníel Bjarnason.

Allir að mæta...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?