<$BlogRSDUrl$>

2005-03-03

Mér líkar vel við þetta nýja verðstríð. Rúmlega 3000 kall fyrir 4 fulla poka í Krónunni. Og ekkert verið að spara þannig, pakki af kókópöffsi rataði meira að segja í körfuna. Og það þó það séu hvorki jól né páskar og enginn eigi afmæli. Tja, ég á nú reyndar afmæli bráðum en ég efast stórlega um að það verði neitt eftir af pakkanum þá, ef ég þekki mitt fólk rétt. Klárast um helgina, eldri deildin ekki síður dugleg við kókópöffs en sú yngri. Og það þótt Villi Vonka segi það vera ydd með kakóbragði...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?