<$BlogRSDUrl$>

2005-03-06

ég er hér enn, Rýninum tókst ekki að hrekja mig í burtu ;-)

Allt Rúnarsslektið fór um helgina til Akureyrar um helgina til að sjá Óla bróður í Óliver. Sýningin bráðskemmtileg, flott uppsetning, svolítið mikið slapstick kannski. Óli flottur að sjálfsögðu en Ólafur Egill á nú samt þessa sýningu eins og hún leggur sig. Ekkert smá talent i þeim dreng.

Við leigðum ekkert smá flotta íbúð sem Stéttarfélag verkfræðinga á, beint á móti hinni frægu Brynjuísbúð. Maður neyddist náttúrlega til að fá sér ís, hann er hreint ekki svo vondur þessi ís hjá þeim. Þolir samt ekki dýfuna, ísinn var miklu betri þegar hún var frá. Sleppi henni næst.

Borðuðum á Greifanum fyrir sýningu, 19 manns á einu langborði. Þannig að við tókum Akureyrarpakkann eins og hann lagði sig. Leikhús, Brynja, Greifi, já, líka sund. Snilldarhelgi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?