<$BlogRSDUrl$>

2005-02-18

var í tómu rugli niðri á Laugavegi áðan. Fór til að kaupa sængurgjöf handa litla stráknum hennar Rúnu sem syngur með mér í Hljómeyki. Byrjaði í Vínberinu, keypti fínan konfektkassa handa foreldrunum. Borgaði með mínu eigin korti í stað Hljómeykiskortsins. Nú, jæja, lítið mál að leiðrétta það. Fór svo niður í DPAM til að kaupa eitthvað á litla guttann. Þar var afgreiðslan í tómu rugli, sló inn vitlaust og gleymdi að láta mig borga í sitt hvoru lagi (keypti líka náttföt handa Freyju og kórinn á víst ekki að borga þau) Nú þarf ég sem sagt að fara að reikna, + útskýra fyrir gjaldkera kórsins hvað allar þessar færslur fram og til baka á reikningnum þýði eiginlega.

Á leiðinni milli Vínbersins og DPAM gekk ég annars fram á tvær konur, önnur faðmaði hina að sér, með skelfingarsvip og þegar ég gekk framhjá heyrði ég hana segja :Guð minn góður. Drama út um allt í kring um mann án þess að maður hafi hugmynd um...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?