<$BlogRSDUrl$>

2005-02-16

Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldórsdóttur spila yfir prógrammið sitt, sem hún flytur á 15.15 tónleikum í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var (klukkan hvað? jú, 15.15, hehe) Hvet fólk til að mæta, flott prógramm og fínn flutningur hjá henni. Ekki skaðar að hún er að frumflytja eftir mig lítið verk, Rondo burlesco, tekur um 6 mínútur.

Hitt á efnisskránni er Telemann fantasía (hmm, var það Es-dúr? man ekki), Bach partíta í d-moll (þessi með stórkostlegu Chaconnunni), þessi tvö verk eru spiluð á barrokkfiðlu, síðan eftir hlé er mitt verk og svo Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson, ekkert smá magnað verk. Var skíthrædd um að litla verkið mitt yrði eins og krækiber í helvíti innan um þessa stórlaxa, en eiginlega er það bara ágætis brú frá barrokkinu yfir í Hafliða - eða það finnst mér :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?