<$BlogRSDUrl$>

2005-02-13

Tókst loksins að horfa á allar LOTR myndirnar í einni lotu, lengdu útgáfurnar. Tók um 11 tíma, 11 1/2 með einni pizzupásu. Snilldin tær og hrein.

Vinur okkar á mega heimabíó sko, skjá sem er megnið af stofuveggnum, hágæða myndvarpa og hljóðkerfi DAUÐANS. Við sátum þar til við vorum aum í afturendum, stóru stelpurnar sofnuðu í lokin. Skildum reyndar yngri krakkana eftir hjá ömmu og afa, þau hefðu aldrei haldið þetta út.

Gerir maður varla aftur. Annars væri ég til í annað skipti án texta. Var að reyna að fá þetta textalaust en fékk ekki í gegn, út af stelpunum. Ekki að Fífu hefði ekki verið sama, marghorft á myndirnar og mjög góð í ensku, en dætur vinarins ekki eins vel undirbúnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?