<$BlogRSDUrl$>

2005-02-03

Fór á tónleika Lúðrasveitar Reykjavíkur í gærkvöldi, voru haldnir klukkan 10 um kvöldið. Hélt þeir yrðu stuttir úr því þeir voru svona seint, en nei, ekki búnir fyrr en undir miðnætti, hlé og allt.

Fyrrihlutinn var svolítið þunnur í roðinu, ósköp skemmtilegt og fjörlegt en ekki sérlega innihaldsríkt. Eftir hlé lifnaði yfir dagskránni, verk eftir systkinin Báru og Lárus Grímsbörn. í verki Báru, Skinnpilsu (sic) var mikil stemning, áhrifarík notkun á slagverki og ýmsum effektum, án þess þó að þeir væru aðalatriðið. Enda fjallaði verkið um draug. Hefði trúlega þurft heldur meiri æfingu, samt, pínu óöruggt á köflum. Verk Lárusar, Óður II var mikið stuðstykki og vel spilað, sér í lagi af sólistanum, Berglind Maríu Tómasdóttur. Heyrðist vel að tónskáldið á rætur í poppinu.

Svo mætir maður á Sinfó í kvöld, bara verð að heyra Venite ad me á tónleikum. Það verk hefði átt heima í Tónlistarverðlaununum í gærkvöldi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?