<$BlogRSDUrl$>

2005-02-23

Það er flókið að vera bara á einum bíl.

Fimmtudagarnir eru verstir. Þá þarf Jón Lárus að hafa drossíuna þar sem hann fer með litla gutta í víólutíma klukkan kortér yfir tvö. Þegar hann er búinn er brunað með stráksa aftur í leikskólann, Freyja sótt í skólann, ég hingað heim, Jóni skutlað aftur í vinnuna, ég og Freyja inn í Sporthús þar sem hún er í jassballett og ég í ræktinni á meðan. Að því loknu sækjum við Freyja Finn aftur í leikskólann, skutlum Fífu í kór inn í Langholtskirkju (þessum lið mætti reyndar sleppa, Fífa getur alveg tekið strætó, en þetta er bara alveg í leiðinni) og að síðustu sækja Jón í vinnuna.

Á morgun flækist málið enn frekar þar sem ég á að mæta á kennarafund í Suzukiskólanum klukkan 9, á sama tíma og Finnur mætir í leikskólann. Ég er ekki enn búin að finna út úr því hvernig við leysum þetta. Leigubíll, trúlega...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?