<$BlogRSDUrl$>

2005-02-28

aldrei hélt ég að ég myndi lenda í þessu!

ég er komin í einkaþjálfarahlutverk fyrir manninn minn. Hann er í Líkami fyrir lífið átaki í vinnunni hjá sér, nýkominn þessi líka fíni líkamsræktarsalur. Jón Lárus er í fínu formi, hleypur mikið og spilar fótbolta en hann hefur aldrei prófað að lyfta. Þannig að þegar þetta átak var sett af stað í vinnunni, sló hann til.

Bara fínt, nema það vantar algerlega inn í þetta teygjurnar. Ekki einu sinni teygjuplakat uppi á vegg. Þannig að þegar hann kom heim eftir fyrsta skipti, spurði ég hann hvort hann hefði nú ekki teygt vel. Svarið var: uuuu... Ég spurði hvort hann hefði teygt eitthvað. Sama svar. Ég spurði hvað hann héldi eiginlega að hann væri að gera! Rak hann í hörku teygjuprógramm, held að ég hafi bjargað lífi hans næstu daga með þessu.

Einn í vinnunni varð að fara heim aftur í dag, hann gat ekki unnið vegna kvala af harðsperrum...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?