<$BlogRSDUrl$>

2004-10-31

Hef ég misst af einhverju? Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort stelpurnar mínar eiga að mæta í skólann í fyrramálið eða ekki. Ekki orð um það á mbl.is, amk finn ég það ekki. Einhver sem veit, eða er ekki búið að ákveða þetta ennþá?
Verulega gaman í gær! Fyrst tónleikar hjá Dómkórnum, nýtt verk eftir Bob Chilcott, stjórnað af honum sjálfum. Flott og áhrifamikið stykki. Var boðið upp eftir tónleikana, en þurfti að flýta mér heim, þannig að það gat ég ekki þegið. Leiðinlegt, ég hefði gjarnan viljað hitta Chilcott.

Vorum síðan með matarboð í gærkvöldi, mega skemmtilegt lið. Tveir bloggarar af listanum mínum, meira að segja, Imba og Jónas. Fuku nokkrar rauðvínsflöskur, mesta furða hvað maður er hress...

Og nú er bara ansi hreint fínt hjá okkur, algjör skylda að bjóða fólki í mat af og til, snarbætir ástandið á íbúðinni ;-)

2004-10-30

Heimabíómagnarinn var vígður í gærkvöldi, Óli kom með mynd sem okkur hafði lengi langað að sjá, Hallveig og Jón Heiðar komu líka. Hljóðið á myndinni var alveg að fara með okkur yfir um, dempast og dettur út sekúndubrot í einu. Ekki gaman, sérstaklega við stórmyndir með flottri músík. Ég var að harma það að hafa ekki farið í gær og keypt hátalarana út á yfirdráttinn þegar Óli stakk upp á því að við næðum bara í hátalarana frá græjunum í stofunni og tengdum þá við magnarann! Þvílíkur ROSALEGUR munur!

Hlakka nú samt til að fá heimabíóhátalarana.

2004-10-29

Tók til í fataskápnum mínum í gærkvöldi. Þar voru nú ljótu druslurnar! Hvað er maður að geyma svona, ég bara spyr. Hef ekki getað lokað skápnum í marga mánuði. Fullur ruslapoki af ónýtu, hálfur af hreinu og heilu sem verður farið með í Sorpu. Þorði ekki að henda óléttubuxunum mínum, gæti orðið til þess að ég þyrfti að nota þær. Ha, ég, hjátrúarfull?

Nú er amk hægt að loka skápnum og jafnvel kaupa sér ný föt, Ég niður á Laugaveg! Keypti annars spariskó á Fífu áðan, mig langar í eins, bara fjólubláa...
Jæja, spennandi hvort skólarnir byrja á mánudaginn. Kominn tími á það. Vonandi er tillagan nothæf! Spurning með vetrarfríið hér í Reykjavík, ég er viss um að allir eru óþreyjufullir að byrja að kenna aftur. Þekki samt fólk sem var búið að kaupa sér rándýrar ferðir til útlanda í vetrarfríinu, planlagt síðan í vor, frekar súrt að missa það! Kemur í ljós...

2004-10-28

Svei mér þá ef ég er bara ekki ennþá þreytt síðan í gær...

Söng með kammerkór Dómkirkjunnar við jarðarför í dag, kórinn er bara mjög fínn. Ég er alls ekki í þessum kór, en það var verið að jarða ömmusystur Jóns Lárusar, við þekktum hana vel. Þannig að ég tróð mér í kórinn frekar en að sitja úti í kirkju. Kom sér reyndar vel, þar sem einn sópraninn hafði ruglast á kirkjum og var í Kópavogskirkju í stað Neskirkju. Kristín Björg var að syngja líka.

Alltaf gott að syngja með nýjum hópum, komast á lista yfir þá sem er hringt í ef vantar fólk...

2004-10-27

úúúfff!

Það er nú alltaf gott að koma heim úr vinnu en aldrei eins gott og nú. Búin að kenna í 7 tíma, næstum því straight í dag, ein klukkutíma "pása" sem fór í að taka saman draslið í Hafnarfirði, sækja Freyju í Garðabæ, keyra heim á Njálsgötuna, gleypa í mig einn disk af tómatsúpu og koma mér upp í Suzuki til að kenna síðustu tvo tímana.

það er nærri því of erfitt að hreyfa puttana hérna á lyklaborðinu.

2004-10-26

ekkert að mínum tönnum, nú bara að vita hvernig ástandið er á börnunum...

Freyja sagði mér nokkuð góða sögu áðan.

Hún og Finnur gistu hjá tengdagenginu föstudag til laugardags, byrjaði á því að tengdamamma sótti þau, Freyju hingað heim og Finn á leikskólann. Nema hvað hún er að bogra við að sækja skóna hans Finns undir bekk, óæðri endinn upp í loft, þegar vinkona mín, sem er líka með barn á Grænuborg, kemur inn á deildina. Sú sér sér leik á borði, læðist aftan að tengdó og rassskellir hana. Segir svo: Hildigunnur, ég ætla rétt að vona að þetta sért þú. Tengdamamma lítur upp...

þið getið ímyndað ykkur framhaldið. Sem betur fór hafði tengdamóðir mín alveg húmor fyrir þessu. Það hafði vinkona mín hins vegar ekki.

Við Jón Lárus og Fífa vorum nærri dáin úr hlátri þegar Freyja sagði okkur frá þessu.

2004-10-25

Æfing á Sinfódæminu áðan, við þurfum að syngja eins og óperukór! haha, ekki vaninn hjá okkur. En þetta verður ekki smá gaman, hlakka til. Bara tvær æfingar eftir hjá okkur og svo tvær með hljómsveitinni. Þetta er ekki snúið en flott verður það. Meira plögg er nær dregur.
Helgin var yndisleg, við gerðum næstum ekki neitt. Gott að slappa svona af, stöku sinnum. Enda sést það á blogginu, tala bara um það sem Fífa var að gera...

2004-10-24

Tónleikarnir flottir hjá krökkunum, hann Kári er ekki smá skemmtilegur. Allar sveitir stóðu sig vel. Skil ekki í Suzukiskólanum að senda enga nemendur, muna að skamma liðið á morgun. Sama með fleiri skóla, Garðabær mætti ekki, til dæmis. Misstu af miklu.

Endalausar lækna- og tannlæknaheimsóknir í næstu viku, gaman gaman ;-)
Fer á tónleikana hjá Fífu klukkan 2. Hún er að vandræðast með skó, á enga spariskó greyið, þeir síðan í vor orðnir of litlir og við náðum ekki að fara og kaupa nýja í vikunni. Ekki getur hún verið á strigaskónum á tónleikunum. Humm? Reynum að redda þessu.

Vona annars að tónleikarnir séu ekki eins langir og á síðasta strengjamóti, vel tveir tímar með engu hléi! Ætla að minnsta kosti ekki að taka litlu krakkana með. Freyja var að tryllast síðast :-)

2004-10-23

Finnur ræfillinn er lasinn með hita. Svo sem búið að vera smám saman að koma hjá honum, var pirraður í leikskólanum í gær og fyrradag, vildi ekkert spila í víólutímanum. Nú er hann kominn í mömmurúm og fær trúlega stíl á eftir. Litla greyið!
Hringdi í Fífu og hún skemmtir sér konunglega á námskeiðinu. Þau úr Tónó eru svo sem ekkert mikið að blandast við krakkana úr hinum skólunum, en ef þetta hristir saman þeirra hóp er félagslega tilganginum svo sem náð. Hörkugóð æfing líka, spila eitt stykki Mozart sinfóníu og svo lög úr söngleikjum, með bassa og trommum og þannig. Hlakka til að heyra þetta, á morgun.
Fífa vonandi farin að sofa í vinnuherbergi kennara í Hýrumúsa... neineinei Mýrarhúsaskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík var heppinn (nema þetta hafi verið snobbið) og fékk herbergi til að gista í, ansi hreint margir skólar gista: Fyrir utan stofur, vegna þess að að sjálfsögðu má ekki fara inn í stofur kennara í verkfallinu!

Aðalfundi Hljómeykis lokið í ár, alltaf gott þegar stjórn hefur skilað af sér. Stjórnin kosin einróma áfram, að mestu almenn ánægja með stefnuna og nýjan stjórnanda, þótt ýmsir söknuðu þess gamla líka, hvurn dauðann er hann líka svosem að þvælast í Færeyjum? Alltaf velkominn til baka, Benni minn, ef þú ert að lesa ;-)

Fjör á fundi, miklar umræður að venju og mikið drukkið af rauðvíni, bjór og hvítvíni. mmm!

2004-10-22

Fífa er að fara á strengjasveitarmót á Seltjarnarnesi, verður alla helgina. Ekki fengum við neinar svona ferðir þegar ég var að læra á fiðlu hér í den! Maður sáröfundaði alltaf lúðrasveitarkrakkana, endalaust á mótum og æfingabúðum og svoleiðis. Alltaf svo mikið fjör. Svo fengu þau líka að spila alls konar hressa músík á meðan við spiluðum Mozart, Bach og Händel. Ekki það að klassíkin hafi ekki staðið fyrir sínu, en stundum hefði verið fjör að fá að spila smá big band músík líka...

Víða erlendis líta þeir sem eru í sinfóníupakkanum afskaplega niður á lúðrasveitir, ekki til í dæminu að þeir sem spila í áhugamannasinfóníuböndum taki niður fyrir sig og spili líka í lúðrasveit. Sem betur fer er þetta nær óþekkt hérna. Leiðinlegir svona flokkadrættir!

2004-10-21

Minntist á það um daginn að ég hefði farið í matarboð til Olgu vinkonu um síðustu helgi. Það var skemmtilegt og vel heppnað eins og alltaf hjá Olgu. Svo skemmtilegt að þegar talið barst að söngvurum tók ég eina Diddúarroku, hápunktinn úr Faðirvorinu, einu aðal jarðarfarahittinu með minni bestu óperusöngkonuröddu.

Nema hvað, Olga hringir í mig í gær, og þá hafði fólkið í næsta raðhúsi bankað upp á hjá henni og spurt hvort þau mættu fá lánaðan diskinn sem hún var að hlusta á! Hélt ég yrði ekki eldri. Þau höfðu slökkt á útvarpinu, steinþagnað og hlustað andaktug...

rotfl
hér bætist farfugl á listann líka. Engan tók ég nú út í staðinn í þetta sinn.

2004-10-20

skipti á Daníel Bjarnasyni og Daníel Frey á tenglalistanum mínum, minn Danni ekki skrifað síðan fyrsta apríl en Daníel Freyr hörkubloggari.
Hef fengið athugasemd þess efnis að kommentakerfið mitt virki ekki nógu vel, frjósi þegar reynt sé að kommenta. Hafi fleiri lent í þessu, látið mig endilega vita í kommentakerfinu ;-)

eða kannski bara senda póst á mig hér
Hlustaði á gagnrýni Halldórs Haukssonar í Víðsjá áðan (á ruv.is, sko) hann var að tala um Sweeney, meðal annars. Fannst sýningin mjög flott og vel heppnuð, en líkt og músíksnobbarakollegi hans á Fréttó setti hann spurningamerki við verkefnavalið. Þó ekki eins, hann fordæmdi þetta ekkert sem siðlaust jukk eins og hinn, margtók fram að þetta væri skemmtileg og frábær sýning. Hann hefði hins vegar viljað sjá Wozzeck eftir Alban Berg, en láta söngleikjasýnendum öðrum eftir Sweeney.

Tvær athugasemdir get ég gert við þetta. Sweeney er ég ekki viss um að nyti sín eins vel með söngleikjaröddum, ég held að í þessi hlutverk þurfi lærðar raddir, þrátt fyrir að það sé söngleikjabragur að tónlistinni eru hlutverkin mjög greinilega ætluð óperuröddum.

og Halldór... WOZZECK?

hljómsveitin í Wozzeck er nærri hundrað manns. Ekki fræðilegur að setja hana upp í Gamla bíói, sama hvernig maður reyndi. Ég væri sannarlega til í að fara að sjá hana, ekkert smá flott músík. Og nei, það er ekki til útgáfa fyrir minni hljómsveit, því miður. Þetta stórvirki verður ekki sett upp hér fyrr en Björgólfur fer að dæmi Mærsk McKinney Møller og gefur okkur eitt stykki óperuhús...
Hananú, kom að því. Hósta- og hálsbólgustuðull orðinn of hár. Nú verð ég heima í dag. Sit við tölvuna í náttfötum, ullarsokkum og flíspeysu með sítrónute. Og vorkennið mér nú ;-)
Ekki tekst mér að vera veik, hvað sem ég reyni!

Of samviskusöm til að sleppa vinnunni. Ætlaði að borga fyrir það með því að skrópa á hljómsveitaræfingu í kvöld. Sit á fremsta púlti í fyrstu fiðlu. Hringi í konsertmeistarann til að biðja hana að skila því að ég sé lasin. Þá var hún hundveik, lá í rúminu og drakk engiferte (OJJJ). Semsagt veikari en ég. Engiferte fer ekki inn um mínar varir. Þannig að ég harka af mér og dríf mig á æfingu. Ekki það, ég hafði gott af því, frétti hluti sem ég þurfti að frétta og kom af mér hlutum sem ég þurfti að koma af mér, fyrir utan að það er svolítið mál að spila þetta prógramm, endalaus rúbató og fermötur (arghh!)

Sitthvað hefur maður á samviskunni, líka! Ég ákvað að láta hljómsveitina spila Flugeldasvítuna eftir Händel á jólatónleikum. Nema hvað, í Flugeldasvítuna þarf pikkólótrompet. Hann Jón, fyrsti trompet hjá okkur varð þetta litla spenntur, velti fyrir sér hvar hann gæti fengið lánaðan góðan pikkóló, komst að því að um þetta leyti árs væri það borin von, þannig að hann pantaði sér rándýrt hljóðfæri. Er nú á leiðinni frá Japan með DHL...

2004-10-19

vúhú!

við erum líklega að fara til Köben upp úr miðjum nóvember. Frípunktatilboð, sko! Eigum alveg glás og dobíu af punktum og þurfum að fara að nota þá. Fáum að vita á morgun hvort séu laus sæti.

Get vel hugsað mér að heilsa upp á dönsku vini okkar, kíkja á jólamarkað í Tívolí og svo framvegis.

þá er bara spennan fram á morgundaginn...
Nýju hálsbólgunni minni líður bara vel, þakka ykkur fyrir!

Hvernig stendur á því að maður fær alltaf fyrstu pestina þegar veturinn dettur inn? Eitthvað sálrænt? Annars vildi ég að ég væri nógu lasin til að hafa samvisku í að hringja mig inn veika, það hef ég bara ekki. Þetta eru ekki nóg særindi í hálsinum. Eins og mér myndi ekki veita af deginum í tónsmíðar. En sem sagt, fullheiðarleg og samviskusöm...

Er að hugsa um að bjóðast til að skutla Jóni Lárusi í vinnuna. Talandi um samvisku, ég hef ekki samvisku í að láta hann húka úti í þessu roki og bíða eftir strætó.

2004-10-18

er að leggja lokahönd á einn kaflann í Vídalínsmessunni, það er að segja kórpartinn, vantar enn slatta í hljómsveitarpartana. Þau langar bara svo til að fara að geta lært eitthvað af þessu. Spennandi.

Mér sýnist haustið hafa kvatt og veturinn sé mættur. Hefði keyrt Finn í leikskólann í morgun nema vegna þess að við erum bara með einn bíl næstu tvær vikur. Fáránlega flókið að vera bara á einum bíl. Hefði nú bara labbað inn í Sóltún núna á eftir, en nenni því ómögulega í þessu veðri, er að hugsa um að taka bara bíl...

2004-10-17

Erum að reyna að horfa á Star Wars hérna, og hljóðið er alltaf að detta út. DVD spilarinn minn og sjónvarpið tala nefnilega ekki almennilega saman. Súrt að horfa á heimabíómagnarann en geta ekkert notað. Get ekki beðið eftir að hafa efni á að kaupa hátalarana líka...
Oj hvað þetta var leiðinleg færsla!!!
Tókum slátur í gær með tengdó, alltaf gott þegar það er búið. Stelpurnar hjálpuðu til, Freyja ætlaði nú ekki að fást til þess en var svo mjög dugleg þegar hún byrjaði. Hélt opnum keppunum fyrir blóðmörinn eins og hetja. Þetta tók allan fyrri hluta dagsins, þar sem tengdamamma hafði ekki náð að flýta fyrir með því að sauma vambirnar, eins og hún er vön. Fluggekk hins vegar, þegar það var búið.

Fórum síðan í matarboð til Olgu vinkonu okkar, þar var ooofboðslega góður kjúklingaréttur, (muna, fá uppskrift!) og ómælt freyðivín og rauðvín, sveimérþá ef maður er ekki bara pínu þunnur! Freyja gisti, þurfum fljótlega að ná í hana og bílinn.

2004-10-16

Fyndnasta sms skilaboðasería hingað til, í minn síma!

Hér hjá honum Gunna uppi í risi hjá okkur var mjög greinilega verið að rífast um aldamótin, sem, eins og allir vita (sem vit hafa í kolli) að voru áramótin 2000-2001 ;-) Ekki hafa allir í partíinu uppi vit í kolli, greinilega, því enn var verið að rífast.

Ég sendi: 2000-2001! Og thegid thid svo!

Gunni: Tad er alveg rétt hjá tér Maggi minn og fyrirgefdu lætin :)

Ég: Maggi???

Ég aftur: Bara ad reyna ad sofna hér nidri - iii, djók!

Gunni: Já, vid erum líka ad fara :)

Ég: Er reyndar ad blogga um thessa lífsreynslu rotfl!

Gunni: Skál

Ég: Hikk

2004-10-15

Vá hvað ég er ósammála Finni Torfa í Fréttablaðinu (menningarsíðunum, sko). Sweeney Todd sýningin er púra snilld, tær og hrein. Jú jú, svolítið splatter, en músíkin flott og að langmestu leyti mjög vel flutt, sviðsmyndin glæsileg, greinilega ekkert til sparað, trikkin flott og uppfærslan almennt mjög sannfærandi. Textaþýðingin er kapítuli út af fyrir sig, salurinn hló og hló.

Hljómsveitin pró og fín, ekkert upp á það að klaga, enda valinn maður í hverju rúmi.

Kórinn glæsilegur, kórparturinn greinilega hunderfiður, sópraninn upp á þrístrikað dís (það er nokkuð fyrir ofan háa c-ið, slagar upp í Næturdrottningu).

Sólósöngvarar langflestir mjög góðir, allir nema einn, reyndar. Þorbjörn brillerar náttúrlega með sína sweenslega háu Assessorstóna, minn fyrrum nemandi, (ókei, kom víst bara í 3-4 tíma) Ágúst er gífurlega flottur Sweeney, Ingveldur Ýr glæsileg og fjölhæf Lóett, Snorri Wium - ja Snorri fannst mér eiginlega bestur. Ég var hins vegar hreint ekki hrifin af Maríusi, var alveg út úr kú þarna, raddbeitingin bara náði engan veginn upp í hina. Mjög sætur, lék vel, heyrðist hvert einasta orð sem hann sagði, en hann var píndur á háu tónunum, greinilega míkrófónsöngvari, örugglega flottur á sínu sviði, en kemur ekki vel út í samanburði við þessar þjálfuðu raddir sem hann syngur á móti hérna.

Mikið ROOSALEGA langar mig til að taka þátt í svonalöguðu! Næsta haust skal ég syngja fyrir í kórinn, sama hvað ég verð með margar pantanir á verkum!
tek það fram að mér er hreint ekki illa við Fréttablaðið, það batnar sífellt, ég er mjög glöð með nýju menningarsíðurnar þeirra :-)
Hei, ég er ekkert smá sár :-(

Nú stendur í Fréttablaðinu að það sé úti að segja skjáumst við fólk sem maður reiknar með að hitta næst á skjánum. Þetta orð fann ég nebbnilega upp fyrir svona 3-4 árum. Ekki finnst mér útilokað að fleirum hafi dottið það líka í hug, en ég nota þetta slatta ennþá og margir fengið svona kveðju frá mér.

Ég get ekki alveg tekið undir að þetta sé eitthvað ópersónuleg og leiðinleg kveðja, enda dettur mér ekki í hug að segja þetta nema að ég viti að næsta samtal verði í tölvupósti eða msn. Og ég get vitnað um að tölvusamtöl þurfa hreint ekki endilega að vera neitt ópersónuleg. Hvernig á maður annars að kveðja á msn? Verðum í bandi? Nei, var það ekki líka bannað af Fréttasnepli?

Hrumpfff!

skjáumst, öll (nema ef við sjáumst eða heyrumst fyrst)
Fífa og Freyja, ásamt Sunnu vinkonu Freyju sitja niðri og spila Pictionary. Minnir mig á að fara að koma á spilakvöldi.

Fífa er orðinn algjör lestrarhestur í verkfallinu, ég er ekki smá ánægð með það. Hún hefur yfirleitt ekki verið mikið fyrir að lesa, en er núna á þessum að verða 3 vikum búin að hakka í sig sex eða sjö bækur, vildi til að hún átti slatta sem hún hafði ekki lesið. Þetta er reyndar ekki mikið miðað við mömmu hennar á þessum aldri, ég var vön að taka 12-15 bækur á skólabókasafninu og koma síðan með þær lesnar til baka daginn eftir til að ná í næsta skammt...
aaa, minns þreyttur

Finnur var erfiður í nótt, fyrst þurfti ég að sækja hann inn í herbergi, síðan var hann alltaf að vakna. Ég var svo þreytt í morgun að ég keyrði niður í bæ að borga skattinn minn og í staðinn fyrir að skokka upp fyrstu 4 hæðirnar hjá tollstjóra, (og fara aðeins hægar upp þá fimmtu) tölti ég þetta. Hefði örugglega tekið lyftuna nema vegna þess að ég er bara búin að fara einu sinni í ræktina í vikunni og hafði samviskubit.

En veðrið er snilld, yndislegt peysuveður, logn og svona 6-7 stiga hiti, mig langar að vera úti í dag. Kannski get ég laumast út í göngutúr á eftir.

2004-10-14

plöög plöög

Kíkti loksins í glænýju búðina hennar Esterar, vinkonu minnar. Snilldarfornbúð, staðsett í kjallaranum heima hjá henni, Skipasundi 82. Þar fæst hið fínasta postulín, bæði gamalt og nýtt, handskorinn kristall og dúkar frá Ungverjalandi, ásamt ýmsu öðru skemmtilegu. Búðin heitir Amma Ruth og er opin á bilinu 14.00 til 18.00 hversdags, en einnig eftir samkomulagi. Hvet að sjálfsögðu mína kæru lesendur til að koma við í Skipasundinu og kíkja á herlegheitin :-)

2004-10-13

Finnur fór í málþroskamat áðan, hann er heldur fyrir ofan meðallag samkvæmt aldri, þannig að ekki þarf maður að hafa áhyggjur af því. Góðar fréttir, þar sem fyrir hálfu ári var hann í neðri mörkunum, hvernig verður hann eftir hálft ár aftur? Við erum ekki búin að vera að gera neitt sérstakt, bara tala eðlilega við barnið!

Siggi Marteins vann enn einu sinni í rauðvínsklúbbnum í vinnunni, vinningar hafa skipst afskaplega ójafnt síðan við byrjuðum í fyrrahaust. Tveir hafa unnið þrisvar, og fullt af liði aldrei. súrt! (þó ekki fyrir þessa tvo!)

2004-10-12

Hvað er þetta með þessa löngu daga hjá mér? Annar dagur frá 7 til 22.30 Og morgundagurinn lítið skárri!

Og þó, það er vel þess virði til að sleppa við að kenna fimmtudaga og föstudaga. Einhvern tíma verð ég nú að finna tíma til að skrifa. Ræktin situr algerlega á hakanum þessa daga. Hef bara ekki efni á þessum tveim tímum sem fara í hana, þó ekki sé nema þrisvar í viku. Súrt (eða ekki, reyndar)

Foreldrafundur í Gradualekórnum, þau stefna á Spánarferð - tja, reyndar Baskalandsferð í júní. Mjög spennandi fyrir þau. Verður bara að fara að safna peningum...

2004-10-11

Finnur og Nanna 

bestu leikskólavinirnir!

Finnur er ekki alltaf sá auðveldasti, hann er yndislegur, en þrjóskur. Maður þarf að kunna á hann. Við erum orðin nokkuð flink, leikskólakennararnir/leiðbeinendurnir líka. Kunna að notfæra sér allt sem þau þurfa, meðal annars Nönnu. Allir kallaðir inn að borða. Finnur: Ég vil ekki borða. Leikskólakennari: Nanna mín, farðu nú til Finns og segðu honum að koma inn að borða. Nanna: Finnur, komdu inn að borða. Finnur: Já já! Þau leiðast inn. End of story!

sætt?

Finnur og Nanna
Originally uploaded by hildigunnur.
laaaangur daaaagur!

Vaknaði fyrir allar aldir (les kortér fyrir 7), upp á bloggrúntinn og myndasögurnar, síðan vinna. Finnur þurfti að fá morgunmat og smástund í tölvuna fyrir leikskóla (maður kann á sinn mann, sko), köttsa með í leikskólalabbitúr. Heim aftur, reka Freyju úr tölvunni, hamast á hljómborðinu og Finale fram að hádegi eða svo, undirbúa kennslu, hjálpa Fífu að æfa sig, kenna frá 3-7, bruna í Blómaval og kaupa ferska salvíu (sem fannst síðan ekkert bragð að í matnum - amk ekki þekkjanlegt), sækja Fífu á hljómsveitaræfingu, heim, Jón Lárus heima í vondu skapi. Það þarf ótrúlega mikið til að koma til að hann sé í vondu skapi, en það tókst í dag, pannan brenndi sig fasta við plastpoka, engin salvía til (hence the Blómavalsferð), Finnur eiturpirraður og Freyja sífrandi. Úff. Tók loforð af Fífu og Freyju að vera góðar við pabba meðan ég færi á kóræfingu. Rauk út kortér fyrir 8, tveir kórfélagar í Njálsgötu-Breiðholtsstrætó með viðkomu í Skipholti, kóræfing, æfðir kaflar úr Messíasi, nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson og snert á einum kafla úr Voices of Light. Kjartan raddbrjótur, mér illt í hálsinum. Gerist næstum því ALDREI. Farþegunum í Breiðholtskirkju-Njálsgötustrætó fjölgaði um tvo á leiðinni til baka. Nú viðkoma í Skipholti, á Brekkustíg og Garðastræti, lox heim.

rauðvín, blogg!
Sweeney Todd fær hina fínustu dóma í mogga í dag! Hlakka ekkert smá til að fara á sýninguna á föstudaginn :-) Þorbjörn bróðir fær meðal annars dóminn: Þorbjörn Rúnarsson var feiknagóður í hlutverki Assessorsins, og skapaði í litlu hlutverki sínu heilsteyptan karakter. Ekki sem verst! Langflestir dómarnir eru í stíl við þetta!

Fáið pottþétt úttekt á laugardaginn, promise.

Litla gleraugnadyrid! 

Eins og sjá má fann ég myndavélarsnúruna, hafði gengið frá henni á einum af þessum góðu stöðum sem maður finnur venjulega ekki aftur.

Finnur er ógurlega duglegur að vera með gleraugun sín, held hann sé búinn að ná því hvað hann sér mikið betur með þeim. Verður samt þreyttur með þau, greyið, fær að taka þau af sér á kvöldin. Fyrsta kvöldið spurði hann hvort hann þyrfti nokkuð að sofa með þau...

Litla gleraugnadyrid!
Originally uploaded by hildigunnur.

2004-10-10

Fjölskylduferð á Dýrin í dag, þvílík snilldarsýning. Mörg lög af fyndni, eins og á að vera á barnasýningum. Ætlaði ekki að verða eldri við að heyra síðustu útgáfu af Piparkökusöngnum.

Var búin að týna leikfimitöskunni minni, hringdi í Hallveigu til að spyrja hvort hún væri nokkuð í bílnum hennar, nei, ekki kannaðist hún við það. Veltum vöngum yfir þessu í smá stund, það er ekki eins og það fari ekkert fyrir svona töskum, nema hvað Hallveig segir: Það er ekki eins og svona töskur geti bara dottið bak við sófa! Ég: Hmmm? Bak við sófa? Var ekki búin að gá þar. Og þar var hún, bak við sjónvarpssófann okkar er nefnilega hellings pláss (rykgildra frá Víti, reyndar) undir tröppunum upp á efri hæðina. Gott að þurfa ekki að endurnýja allt draslið, góðir skór eru til dæmis rándýrir! Takk fyrir hintið, kæra systir :-)

Síðan kom Nanna Franciska, besta vinkona Finns í heimsókn. Aldrei komið áður, löngu kominn tími á það. Mamman kom með, svona í fyrsta skiptið. Myndi birta með þessu mynd, nema ég finn ekki tengisnúruna úr myndavélinni yfir í tölvuna, er nokkuð viss um að hún fór ekki með þegar tölvan fór í viðgerð. Hmmm! Hlýt að finna hana, eins og leikfimitöskuna.

2004-10-09

Aumingjaskapurinn í manni!

Fórum í matarklúbb, elsta af þremur, vinir Jóns Lárusar frá í MH. Mikið hrikalega er maður orðinn slappur. allir orðnir dauðþreyttir og geispandi klukkan kortér yfir ellefu. Ojjbara. Aldurinn að segja til sín? Fengum far með bandaríska sendiherrabílstjóranum/lífverðinum í bæinn.

Ekki einu sinni vandamálið að það væri ekki gaman, ónei. Kannski vegna þess að í mann var dælt fyrst fullt af bjór, þá fullt af mat og fullt af hvítvíni. Úff. Mig langar amk mest bara að hrynja í rúmið!

Leitar huggunar í því að maður hélt út til klukkan fjögur um daginn. Ekki fullkomlega dauður úr öllum...

2004-10-08

aaaahhhhhh (sælubros)

Loksins búin að tengja hljómborðið aftur við tölvuna og get farið að setja kraft í þessar tónsmíðar. Þið trúið ekki hvað það er leiðinlegt að nota simple entry tool við að slá inn. Elsku sæta litla Evolution hljómborðið mitt.

Gat þetta nærri alveg sjálf, en Skúli Ædolstjarna veitti mér móralskan stuðning og fékk súpu og Alamos rauðvín fyrir :-) Jón Lárus var í partíi hjá Jónum transporti en þegar hann heyrði að það væri búið að opna Alamos flöskuna kom hann heim prontó! Ég ætti kannski að sækja um einkaleyfi á þessari hugmynd við að lokka heim maka úr makalausum vinnupartíum ;-)
Spurning hvort maður eigi að skipta um nafn...

My very British name is Imogen Garside.
Take The Very British Name Generator today!
Created with Rum and Monkey's Name Generator Generator.

2004-10-07

Ógyssla gaman á tónleikum. Aldrei heyrt þessa rússnesku jarðarfarartónlist eftir Britten, bara brass og slagverk, mjög flott. Kindertotenlieder og Óli Kjartan klikkuðu ekki (Tóta, ætlaðir þú ekki að lána mér diskinn með hljómsveitarútgáfunni?) en hápunkturinn var nú samt Sjostakóvitsj. Fékk 50% afsláttarmiða á tuttugastaogsjötta bekk fyrir okkur Fífu, en spottaði þessi fínu auðu sæti á aftasta bekk fyrir framan gang, færðum okkur þangað eftir hlé. Sjosti var sem sagt beint í æð, bæði lætin og þetta örveika og fíngerða. Var eiturpirruð á hryglukenndum hóstara á bak við mig, sá síðan eftir tónleikana að viðkomandi vantaði svolítið í efri deildina, þannig að ég hætti við að kyrkja hann ;-) Hann var svo sem ekkert sá eini, reyndar, næ ekki hvers vegna fólk reynir ekki að takmarka hóstann við háværu kaflana og hættir að trufla öll örveiku flottu mómentin! Fífu fannst líka mjög gaman, best að finna diskinn með sinfóníunni fyrir hana.
skutl.is í dag.

fram og til baka úr reykjavík í kópavog í reykjavík í kópavog og til baka til reykjavíkur. enn meira en á venjulegum fimmtudögum. stefni svo á sinfóníutónleika í kvöld, tvö af mínum uppáhalds verkum á efnisskrá, kindertotenlieder eftir mahler og svo 5. sinfónía sjostakóvitsj. snilld. fífa kemur með.

hmmm

ég er að verða pirruð á þessu sjálfskipaða hástafaleysi. kannski maður fari að snúa við blaðinu?

2004-10-06

gleraugun hans finns loksins komin. voða sætur lítill glámur. tek örugglega mynd af honum fljótlega og birti...
úff hvað mér er kalt, hér við tölvuna

þarf að fara að drífa mig niður í guðstein og kaupa mér rúllukragaboli, þá get ég líka farið að nota fína ponsjóinn sem mamma heklaði á mig, mmm!
úpps, held ég hafi misst úr dag, hérna! maður bara að slappast:

einn góður sem ég fékk sendan:


"Cajun Divorce"

The Boudreauxs are driving along a highway doing
a steady forty miles per hour. Marie is behind the wheel.

Boudreaux suddenly looks across at her and speaks
in his clear cajun voice.

"Darlin'," he says. "I know we ben' married for twenty
years, but I want a divorce."

Marie says nothing, keeps looking at the road ahead
but slowly increases her speed to 45 mph.

Boudreaux speaks again. "I doan want you to try to tok
me out of it," he says, "'cause ah ben havin' anaffair wit
you best friend, Tu-tutt, an' she's a far betta' lover den
you are."

Again Marie stays quiet, but grips the steering wheel
more tightly and slowly increases the speed to 55.

He pushes his luck. "I want duh house", he says
insistently.

Up to 60...

"I want duh car too," he continues.

65 mph...

"An'," he says. "I'll have duh bank accounts, all duh
credit cards an' duh boat."

The car slowly starts veering towards a massive
concrete bridge. This make him a wee bit nervous,
so he asks her, "Isn't dere anyting' you want?"

Marie at last replies -- in a quiet and controlled voice.
"No, I got everyting I need," she says.

"Really?" he inquires with a smile, "so what you got?"

Just before they slam into the wall at 75 mph, Marie
turns to him and smiles. " Duh airbag!"

2004-10-04

hljómeykisæfing áðan, það bókstaflega hellast yfir okkur spennandi verkefni. glás að gerast í vetur. meira síðar.

hljóðneminn á símanum mínum er bilaður, ef þið sjáið konu gangandi um með símann í hendinni en talandi í handfrjálsa búnaðinn þá er það trúlega ég. fer sjálfsagt og tékka á því hvað kostar að gera við svonalagað, en eftir allt hitt dótið, líst mér ekki á að kaupa nýjan í bili.

sem minnir mig á að gleraugun hans finns eru ekki ennþá komin, nú eru meira en tvær vikur síðan þau voru pöntuð. best að hringja í brillubúðina í fyrramálið.

stefnir í læti á tónfræðakennarafundi í fyrramálið, einnig meira síðar :-)

2004-10-03

fór á nýsköpunarkeppni grunnskólanna með fífu, rakel og petru í dag, bara fínt, fengu reyndar ekki verðlaun, en gaman samt. hitti önnu alltaf gaman að hitta netkunningja í eigin persónu. verðlaunaveitingin dæmigerð, nokkrar stuttar tölur, eitt skemmtiatriði (frístældanshópur), síðan verðlaun afhent og jón svavars tók myndir, alls staðar er hann nú! síðan kom einhver slysavarnarálfur með skemmtiatriði, það var þokkalega misheppnað reyndar. hugmyndin ekki slæm en svona helmingi of langt, að minnsta kosti. ég var reyndar orðin stressuð, klukkan orðin margt og ég að verða of sein á æfingu fyrir tónleikana sem við vorum með áðan.

já, meira að segja steingleymdi að plögga þá, sinfóníuhljómsveit áhugamanna var með tónleika áðan, einn rossiniforleikur, ein beethovensinfónía og svo dúett eftir bo holten fyrir túbu og slagverk, alveg hljómsveitarlaust. gekk bara nokkuð vel, eitthvað af feilnótum, ekki margar vitlausar innkomur, en flutningurinn líflegur og músíkalskur. mjög skemmtilegt að spila með í grúppunni.

er annars loxins búin að negla prógrammið um jólin, þegar ég fæ að stjórna:

Händel: Flugeldasvítan
Scarlatti: Jólakantata fyrir tenór, strengjakvartett og sembal
hlé
Mozart: Exsultate jubilate
Hildigunnur R: Jólasaga

eins gott að ég klári þá jólasöguna á tíma (glúbb)!
árshátíð samskipa í kvöld. það er þokkalegasta samsafn ósamstæðs fólks. bara gaman samt, hef ekki hitt samstarfsmenn jóns á tölvudeildinni fyrr, hvað þá þeirra maka. lítið um partí í þeirri deildinni. örn árna veislustjóri, pállóskar og margréteir að skemmta, eyvi og stebbi hilmars að skemma...

2004-10-02

kisa búin að læra á lúguna, hlaut að koma að því.
fórum í heimilistæki og keyptum okkur heimabíómagnara áðan. ekki nýtist hann nú strax, þar sem við þurfum fyrst að safna fyrir hátölurunum :-) nad magnari, T743, stefnan er síðan sett á dali hátalara, bara fínir og ekki ljótir, aldrei þessu vant, hátalarar eru yfirleitt ekki það fallegasta sem maður sér.
vel pirrandi að maður er alveg steinhættur að geta sofið út.

malvél uppi í hjá okkur í morgun, ekkert smá notalegt. skil ekkert í okkur að vera ekki búin að fá okkur kött fyrir lifandis löngu! ekki það, það eru svo sem ekki allir kettir svona blíðir og mannelskir, ég átti einu sinni kött (tja, einn af mínum fyrrverandi átti hana nú eiginlega); hún var hundleiðinleg. mátti ekki klappa henni eða neitt.
maður með sáþbítsj matarboð, bara svindlað á hvítvíninu og pínu jarðarberjasjeik úr blandaranum. ekki slæmt, en árshátíð á morgun, glúbb! var verið að lofa manni spennandi tónleikum tvöþúsundogsex, saynomore ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?