<$BlogRSDUrl$>

2004-09-30

hér er nýi fíni fáninn okkar allra
AAARRRGHHHHHH! hannes hólmstein sem háskólarektor...

þennan möguleika var ég ekki búin að sjá fyrir. eigum við að veðja, einhver?
ekki koma gleraugun hans finns ennþá, naumast tími sem þetta tekur. pantaði á mánudaginn í síðustu viku.

hann er ekkert smá fyndinn drengurinn. gengur bara voða vel í víólutímunum, getur spilað kópavogurhoppstopp á lausan streng, geri aðrir betur. held það hafi verið 4 krakkar sem byrjuðu á suzukivíólu í haust, það er að ég held bara kennt í suzukiskólanum, gæti verið í kópavogi líka, reyndar. nema hvað, ein af þessum þrem fyrir utan finn er stelpa á deildinni hans. sé þau fyrir mér spila víóludúett á jólaskemmtun leikskólans, fjögurra ára kríli. verð illa svikin ef þið fáið ekki að sjá mynd af því, um jólaleytið.

2004-09-29

og jónsteinar orðinn hæstaréttardómari

það lá að...

2004-09-28

jón lárus setti upp kattalúgu niðri um daginn og í morgun minnkaði ég rifuna á svefnherbergisglugganum þannig að núna kemst hún ekki þar inn. kattarkjánanum gengur nú ekkert allt of vel að fatta hvar hún á að fara, er frekar illa við lúguna. til að byrja með var hún ekki komin með segulinn á sig þannig að hún komst ekki nema aðra leiðina, og er ekki farin að ná því að nú þarf hún ekki nema að ýta aðeins með trýninu á lúguna til að hún komist.

2004-09-27

ein af afmælisgjöfunum okkar var blandari. vorum hikandi hvort við ættum að opna eða skila en enduðum á því að opna. í gærkvöldi var svo útbúinn þessi líka ljómandi góði karamellusjeik með banoffeetoffee sósu. sjáum held ég ekki eftir því að ákveða að eiga græjuna.

annars kom einn af gefendunum í heimsókn einmitt í gær, hann var hálfþvingaður til að vera með í þessari gjöf. ætlaði að gefa okkur útvarpssendi á ipodinn, þannig að maður geti sent músíkina í græjurnar, bæði heima og í bílnum. þetta má víst ekki selja hér á landi, stangast á við fjarskiptalög, gat nú verið. held þetta drífi svona 4-5 metra. náttúrlega skelfilega hættulegt drasl! verð að viðurkenna að mig hefði langað meira í sendinn en blandarann.

2004-09-26

pistillinn hans guðbergs aftan á fréttablaðinu í dag er bara snilld!
búin að fá þetta fína uppkast að jólasögu frá honum jóni guðmunds, snjöll hugmynd þar í gangi. á eftir að skerpa hana smá og hefla til. en fínt að fá, ekki veitir af að vinna smá, innan við tveir mánuðir í deadline...

2004-09-25

fórum í skiptileiðangur í dag með nokkrar afmælisgjafir, skiptum dýrum vínum út fyrir önnur dýr vín, salt- og piparkvörnum út fyrir pönnu og barsett og síðast en ekki síst forsætisráðherrabókinni út fyrir ensk-íslensku orðabókina. áttum gjafabréf í kringlunni upp á 7500 kall, nýttist í orðabókina, hún er talsvert dýrari en forsætisráðherrabókin. góð skipti allt saman.

krakkarnir hjá tengdó, ég reyna að vinna smá.

2004-09-24

freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra eyra. nú gefst ég upp á þrjóskunni og fer til hómópata. getur amk ekki skaðað. þetta er endalaust hjá henni, greyinu. heyrt of margar sögur um horfnar krónískar eyrnabólgur og lungnabólgur og þannig lagað.

ég er skelfilegur skeptíker á allt svona samt.

fífa komin upp í gradualekórinn úr undirbúningsdeildinni, snilld. enda kom hún ljómandi eins og sól af æfingunni í gærkvöldi, loxins virkilega gaman í kór. ekki það að það hafi ekki verið gaman í fyrra en nú hefur hún eitthvað að kljást við. freka mamman fór á þriðjudaginn eftir æfingu og spurði hvort ekki stæði til að flytja hana upp, hún væri alveg tilbúin í erfiðari verkefni. jónsi sagðist alveg vita það, en hann var hikandi með að taka svona unga krakka inn út af erfiðri ferð sem þau væru að fara næsta sumar, til spánar. hafa víst oft lent í því að krakkar fái ógurlega heimþrá og gráti eftir mömmum sínum þegar pressan verður of mikil. fífa er hins vegar mjög sjálfstæð og hefur farið á foreldralaus námskeið, reyndar ekki í útlöndum en samt erfið og krefjandi (allt hjá lilju hjaltadóttur, fyrrverandi fiðlukennararnum hennar er erfitt og krefjandi, sko!)

2004-09-23

meiri sims

skírði eina stelpuna Elviru og hvað haldið þið? barnið er píanósnillingur. þetta finnst mér fyndið.


líst ekki á ef verkfallið verður langt, alveg burtséð frá vondum áhrifum á börn og kennara. ég á nefnilega mjög erfitt með að einbeita mér að tónsmíðum með stelpurnar heima. einhvern veginn hrúgast vinirnir hingað líka, trúlega vegna þess að hér er einhver heima...

2004-09-22

það er eiginlega eins gott að stelpurnar eru í verkfalli, svo mikið að gera með að fara með börnin í læknaheimsóknir, hljóðfæratíma og tékk ýmis konar ;-)

finnur fór í heyrnarmælingu í dag, ekkert að heyrninni hjá honum, mesta furða! gleymdi að nefna það um daginn að honum er líka hætt við að fá lungnabólgu. erum á leið til tannlæknis, má alveg vera í góðu lagi með tennurnar á honum líka, reyndar í okkur öllum, nóg samt.

fífa fór í bíó í dag með vinkonu sinni, verkfallstilboð í kringlubíói. víst hægt að vera stanslaust í bíó frá tólf til hálfsex, ekki nennti hún því nú samt. ein mynd dugði, enda var hún að fara í fiðlutíma klukkan 4. tók fiðluna með sér og tölti frá kringlu upp í tónlistarskólann, í skipholtinu. sagðist nærri hafa villst á leiðinni, eins gott ég sagði henni frá aðal kennileitunum á leiðinni, henni fannst henni vera borgið þegar hún sá amerikan stæl skiltið...

2004-09-20

gaman á kóræfingu í kvöld (ekki það að það sé ekki alltaf gaman!) vorum að byrja á sinfó verkinu, lásum það í gegn. ekkert svakalega erfitt, engar erfiðar nótur, stundum þarf að halda háum tónum lengi og sterkt, verður svosem ekkert mál en má ekki æfa mjög lengi.

altsólóið fer upp á g'' þarf þokkalega altsöngkonu til að ná því. kannski verður það bara sópran sem syngur það sóló...
finnur þarf að fá gleraugu, ræfillinn litli, ekki nóg með að vera eyrnabarn, þá er hann líka augnabarn. mínus 3,5 á öðru, það auga er latt, gæti lagast eitthvað, mínus 1,75 á hinu. búin að panta og borga gleraugu, ugh, tuttuguogáttaþúsundogeitthundrað. ekki smá kostnaður þar. september nógu þungur fyrir, þarf að borga hljóðfæranám, kór, dans, hljóðfæraleigu, bilaða tölvu og nú gleraugu. ugggh. svo er bara að vona að hann týni þeim ekki!

2004-09-19

jæja þá.

þrefalda teitið okkar búið, ofurammli í gærkvöldi, 80 nöfn í gestabókinni, örugglega einhverjir gleymt að skrifa líka. heppnaðist afskaplega vel. ætluðum að kaupa einhverjar veitingar og gera restina sjálf, endaði á því að við keyptum ekki neitt, mamma og pabbi, tengdamamma/pabbi og systur okkar jóns boðin og búin að hjálpa okkur. eigin lagnir í rauða drykknum, langbesta vínið okkar hingaðtil, ekki spor heimabruggsbragð, mmm! bjórinn var dýrastur, keyptum 8 1/2 kassa af krusoviçe, ekki smá góður bjór

fengum lánaðan gjeeeðveikan kókkæli hjá svila mínum, alvöru kistil frá miðri síðustu öld. vorum reyndar smá stressuð með hann, kunnum ekki við annað en að breiða yfir hann (það sést sko inn í salinn frá gangi), þvílíkt eftirsóttir þessir kistlar, einu sinni reyndi einhver gaukur hjá kók að stela kælinum, meira að segja, eftir að svilinn neitaði að selja hann. að sjálfsögðu settum við kók í litlum glerflöskum ofan í hann, annað hefði verið þvílíkt stílbrot. ókei, bjórinn fékk að fljóta með ofan í.

ein ræða (lofræða um undirritaða) og tvö músíkatriði, fjölskyldukórinn og svo hinn kórinn sem var einu sinni fjölskyldukórinn minn en er hættur að vera það núna. ég fékk ekkert að syngja með, það er súrt. mikið meira gaman að syngja með en hlusta. reyndar var kafli í einu laginu hummaður og þá laumaðist ég að syngja með, hehe!

síðustu þrír dagar hafa ekki verið neitt smá þéttraðaðir, endalausar reddingar fyrir eina svona veislu. helga vinkona okkar bauðst til að hjálpa okkur að skreyta, það kom ekkert voða illa út heldur. allt í kremuðu og limegrænu. nú verð ég alltaf að skreyta allt í læmgrænu, keypti svo mikið skreytidót í litnum, kertastjaka ossoleis. humm, hefði kannski verið gáfulegra að skreyta í fjólubláu.

eitt finnst mér samt skrítið. við vorum með boðið í SEM salnum, á sléttuvegi. á föstudaginn, þegar ég fer að sækja lyklana og ganga frá greiðslu segir umsjónarkonan svona eins og í framhjáhlaupi: "já, og svo veistu að salurinn er bara leigður út til klukkan eitt" HAAA? segi ég, nei, það vissi ég nefnilega ekki neitt um. var ekki nefnt við manninn minn þegar hann pantaði salinn. hún: "hann hefur þá ekkert spurt að því" ég: "hvernig á manni að detta í hug að spyrja að því?" sko, ég skil þetta ákvæði í sjálfu sér mjög vel, þetta er efsta hæðin í íbúðablokk og ekki nema eðlilegt að það séu ekki partí með músík og látum fram á miðjar nætur. hins vegar þegar eru einhverjir annmarkar á leigu á svona sal get ég ekki skilið annað en að leigusali hljóti að taka það fram af sjálfsdáðum. við hefðum nokkuð örugglega ekki leigt salinn hefðum við vitað af þessu.

kom reyndar ekki að sök, langflestir voru að tínast í burtu milli tólf og eitt, restina tókum við með okkur heim og héldum áfram. ekki margir, en gaman samt. fyrrnefndur svili hóaði í gutta sem vinna fyrir hann og fékk þá til að sækja okkur á sléttuveginn og skutla heim til okkar á chevrolet suburban sem hann á, limo týpa, svona fbi bíll. lúxusinn, maður minn! dvd spilari, skjárinn rennur niður úr loftinu, þráðlaus heyrnartól, kremuð leðursæti, ekki nema tvö á breiddina, ekkert verið að troða eins mörgum sætum og hægt er. dökkar hliðarrúður, júneimit. mig laaaanngaaar í þennan bíl. bara fimm millur.

ég fattaði hins vegar hvers vegna ég hef aldrei getað horft á friends. ég nefnilega þoli ekki dósahlátur. grænar ferkantaðar bólur milli tánna.

hvað á það fyrirbæri líka eiginlega að þýða? eru brandararnir ekki nægilega fyndnir til að maður fatti þá sjálfur og fari að hlæja? ef þarf að segja fólki hvenær það á að hlæja hlýtur það að þýða að framleiðendur vantreysti húmornum sjálfir.

dagurinn í dag fór í a) þynnku, b) frágang c) borða afganga d) fundur með söguhöfundi jólasögunnar, e) drekka flöskurnar sem var búið að opna en ekki drekka í gær, f) blogga. ókei, e og f samhliða. best að snúa sér að e aftur.

2004-09-18

gögnin mín í höfn. snilld.

hringdi í gaurinn í gær, hann sagði að hann væri búinn að ná þessu mestöllu. spurði hvort ég þyrfti allt saman, ég sagði nei, bara finale skjölin, myndirnar, word og excel skjölin. fínt, sagði hann, annars yrðu þetta svo margir diskar. lagði á. hringdi strax aftur: heyrðu, börnin mín yrðu voða glöð ef þú settir líka inn sims skjölin...

2004-09-17

var að fá nýja fína rauða netbankadebikortið mitt. haha, nú hætti ég að fá ljótar úttektarrukkanir! netbankinn rokkar. nú hljóta hinir bankarnir að fylgja á eftir, amk er mikil ásókn í þessi kort. við jón lárus sóttum bæði um í síðustu viku; ég fékk strax svar, líklega vegna þess að ég er þegar með reikning hjá þeim, en jón lárus er ekki búinn að heyra neitt frá þeim ennþá.

en um að gera að skipta, þó hinir bankarnir fylgi á eftir. alltaf að styðja svona frumkvöðladæmi, við til dæmis kaupum helst eingöngu bensín hjá atlantsolíu!

2004-09-16

er að lesa tvær bækur þessa dagana. báðar bandarískar en talsvert ólíkar

dude, where's my country eftir michael moore. á köflum bráðfyndin, allan tímann sjokkerandi (hvernig segir maður það annars eiginlega á góðri íslensku?), stundum trúir maður varla eigin augum. corporate america ekki á kafi í góðum hlutum. ekki það að maður hafi ekki vitað það, en samt...

hin bókin er eftir dave barry, hiaasen style, lofar góðu. ég er ekki komin mjög langt í henni, en þetta er mjög góður penni. ég les pistlana hans vikulega og hef gaman af.

nú er ég hins vegar búin að fá tölvuna aftur þannig að kannski hægist örlítið á bókalestrinum.
aaahhh! komin með elsku litlu tölvuna mína aftur. nýi harði diskurinn minn murrar á borðinu, væri reyndar til í að losna við það hljóð, kannski nóg að setja mottu undir, skrifborðið mitt tekur nefnilega undir murrið.

er ekki enn búin að heyra af gögnunum mínum, en nú er bara að fara að hlaða inn forritunum upp á nýtt. diskurinn mun stærri en sá gamli, vorum bara með 20 gíg en núna 120. ekki slæmt.

2004-09-15

tölvan á leiðinni heim með nýjan harðan disk. sá gamli kominn í hendurnar á kraptaverkamanni úr hafnarfirði, hann sagði að ef hann næði þessu ekki myndi hann geta sent diskinn til englands, þeir myndu pottþétt ná gögnunum af honum, það yrði þó dýrara.

ég sagði að mér væri nokk sama um það.

þessa dagana virðumst við ekki gera annað en að fara með börnin (já, og tölvuna) til læknis. freyja til eyrnalæknis um daginn, allt í skralli, fór í aðgerð í morgun, heima í allan dag, þarf að fara í tékk eftir viku, finnur er að fara til augnlæknis og í heyrnarpróf og málþroskamat í næstu viku. vona hann þurfi ekki að fá gleraugu, sé guttann minn fyrir mér týna svona einum á viku. hef hins vegar ekki áhyggjur af hinu, held hann heyri fínt og málið er allt að koma, miðað við eyrnabólgusjúkling!

jæja, farin að kenna tótu og finnboga og eydísi tónheyrn. meira á morgun.

2004-09-14

eymingjans ræfilsins tölvan mín sem á bráðum fimm ára afmæli fór að hökta í morgun, búhú! fór með hana inn í apple imc í viðgerð, aldrei þessu vant er ekki margra vikna bið, má tékka á morgun.

það var surg í harða diskinum, vonandi er hann ekki farinn. held það séu svona 3 mánuðir síðan ég tók síðast backup. ekki skamma mig, ég er búin að því sjálf.

2004-09-12

veislurnar hér 3 kvöld í röð, tengdamamma átti afmæli í gær, þar eru alltaf þvílíkar megaveislur, stórhættulegt, dælt í mann mat og víni eins og hver vill og stundum mikið meira. reynir amk verulega á átaksþolið. kannski maður stígi bara ekkert á vigtina í ræktinni á morgun, tíhí

svo var mamma með kvöldmat í kvöld, þar er maður svosem heldur ekki vanhaldinn. hún hefur þó ekki bæði desert og köku og líkjör. eins gott, nóg með hinar tvær svallveislurnar um helgina...
í gær fórum við til að skipta um tryggingafélag, eins og ég held ég hafi nefnt í pistli hér fyrr.

tryggingarnar okkar fara að tínast út hver af annarri, þeir hjá verði sjá um að afskrá okkur þegar gjalddagarnir detta inn á dagatalinu. gott mál. eina sem við skiljum eftir er líftryggingin, enda er hún til margra ára.

eitt svolítið skondið. við mætt þarna inn í gamla ibm hús við skaptahlíð, uppi á annarri hæð að tala við gunnar sölumann. nemahvað, hann er í vafa um eitthvað sem við spyrjum um, og kallar - hei, siggi, hvað segirðu um...? nemahvað, siggi sveins skýtur upp kollinum, sest við næsta skrifborð og svarar spurningunni, ásamt fleiri vafaatriðum. ekkert sosum merkilegt við það, nema þegar við erum búin að ljúka frágangi okkar mála labbar inn pétur ormslev og sest við innsta skrifborðið.

ég hálfsé eftir því að hafa ekki spurt gunnar að því í hvaða boltaíþrótt hann hafi verið í landsliðinu. greinilega skilyrði til að fá ráðningu þarna.

2004-09-11

i dag vorum við að hjálpa vinkonu okkar að flytja, alltaf gott þegar þannig verkefni eru búin. skotgekk, fullt af fólki að hjálpa, við vorum rúma þrjá tíma að þessu. þá var búið að flytja allt og setja allt saman sem þurfti og meira að segja raða inn í fataskápa og eldhússkápa að hluta. hreint ekki slæmt. nokkrar vinkonur vinkonunnar komu svo og hömuðust að þrífa gömlu íbúðina, það er hjálp sem ég hefði getað þegið þegar ég flutti síðast! hundleiðinlegt að þrífa undir skil.

síðdegis tókum við rúnt í hljómtækjabúðir, erum að spá í heimabíó. þið ykkar sem komið í afmælið mitt, gjafakort í heimilistækjum væri vel þegið (blikk, blikk) einn nad magnari sem við erum svolítið skotin í...

2004-09-10

jibbííí, við unnum rauðvínsklúbbinn hans jóns! hlaut líka að vera, úr því við áttum afmæli!

vorum með grillaðar lambalundir, pönnusteiktar kartöflur, klettasalat með feta og vínberjum og dijon-hunangssósu í matinn og svo chateau beauregard. ofurnammi.

farin í síðasta rauðvínsglasið. bless í bili.
fór niður í bæ til að borga skattinn minn. líkamsrækt dagsins felst í því að skokka viðstöðulaust upp allar hæðirnar fimm hjá tollstjóra, ég sé ekki fram á að finna annan tíma fyrir ræktina í dag

er að fara með freyju í fyrsta sellótíma ársins, fæ að kippa henni út úr tíma í skólanum, snilld. svo á hún tíma hjá eyrnalækni á eftir, það á það til að dragast ansi heiftarlega að komast þar að. vonandi þó ekki mjög. síðan erum við að fara að skipta um tryggingafélag, fara úr sjalmennum í vörð. munar trúlega um tuttuguþúsundkalli á ári, þó við skiljum líftryggingarnar eftir.

eftir þetta allt saman gæti ég neyðst til að fara að setja einhverjar nótur niður á tölvuskjá.

bæðevei eigum við fimmtán ára brúðkaupsafmæli í dag. gaman að því.

2004-09-09

Finnur og violan 

er hann ekki flottur, litli gaurinn minn?
Finnur og violan
Originally uploaded by hildigunnur.
nú er finnur búinn í fyrsta víólutímanum, voða gaman þó það sé náttúrlega erfitt að vera kyrr svona lengi. hann lærði að gera kanínu með bogahendinni og æfði kópavogurhoppstopp.

nú eru þrjú börn sem þarf að fylgjast með heimaæfingum hjá.
rændi þessum af síðunni hennar önnu:

idiot.jpg


besta sem ég hef séð lengi!
algerlega ósammála fýlulega pistlinum hennar elísabetar brekkan aftan á fréttablaðinu í dag.

hvað gerir það eiginlega til þó maður segist vera í bandi frekar en í sambandi? er tungumálið ekki hreyfanlegt? eigum við að halda dauðahaldi í eitthvað gullaldarmál?

veit ekki betur en enginn spyrji lengur hvort vinurinn vilji vera samfó. krakkar spyrja heldur ekki lengur hvort vinkonan vilji vera memm. kannski festist þetta band í stað sambands í málinu og kannski ekki.

eitthvað af þessum tungumálstískubólum sitja eftir, núna heitir strætisvagnaþjónustan strætó bs, er það svona skelfilegt? hvað segja málfræðingarnir hér?

2004-09-08

blogger ekki búinn að vera neitt smá erfiður í dag. loxins komst færslan í gegn (þurrk af enni með feginssvip).

ekki hjálpaði þetta við þreytunni. ég sofnaði nú ekki fram á borðið, en dagurinn var samt svolítið erfiður.
orkuleysi des mortes

ég skil ekki hvers vegna ég verð svona rosalega orkulaus eftir ræktina! allir (amk flestir) aðrir segjast fyllast fítonskrafti og vera miklu duglegri að öllu. ekki hún ég. búin að prófa að borða á undan og ekki borða á undan, drekka fullt af vatni eða sleppa því, finn voða lítinn mun.

verð að spyrja frömuðinn þarna í baðhúsinu að þessu. er almennt við mjög góða heilsu bara og yfirleitt alls ekkert orkulaus, með ágætis þol og svo framvegis

mega skrítið.

og 5 tíma kennsla í dag, dottandi ofan í borðið!

2004-09-07

fyrsti kennsludagur búinn og meira til. náði ekki neinu af skólasetningunni, liðið var á útleið þegar ég kom. fékk samt tímana fyrir finn og freyju, finnur fer í fyrsta víólutímann sinn á fimmtudag, ekkert smá spennandi. dauðsé eftir því að vera ekki með hann sjálf, en pabbinn má. quality time með drengnum.

svo hljómsveitaræfing í kvöld, þrælast í gegn um beethoven fjórðu, ég er ekkert smá að farast úr þreytu. einn bjór fyrir svefninn, snilldin ein.

kötturinn minn étur saltstangir.
ekki er nú reynslan eins hjá mér í dag og hallveigu í gær, frekar allt of margir krakkar í tímana heldur en allt of fáir. til dæmis komin með 14 skráð börn í tímann klukkan 3 en hef bara 12 borð í stofunni. mættu 11 og einn er í útlöndum, vona að hinir verði ekki í þessum tímum. mjög erfitt að kenna tónfræðina (aðallega þó tónheyrnina) svona stórum hópum. 10 er í lagi en allt upp fyrir það erfitt ef á að gera þetta almennilega. hóparnir í suzuki frá 5 upp í svona 8, ídeal.

skólasetning þar á eftir, ætli maður reyni ekki að ná í skottið á henni.
búin á foreldrafundum, tókst að láta kjósa mig bekkjarfulltrúa fyrir fífu bekk, ekki það að ég hafi nógan tíma en ég hef það svo sem aldrei :-) hef aldrei verið bekkjarfulltrúi fyrir bekkinn hennar áður þannig að trúlega var kominn tími á mig. minnir endilega að ég hafi nokkur skipti að hausti sagt - ég skal vera næsta ár, hef ekki tíma núna.

ekkert smá sem rignir, maður!

svo er kennslan að byrja á eftir, arrgh. ekki það að ég búist við mörgum börnum í tímana, maður er alltaf 2-3 vikur að trekkja í gang. hallveig byrjaði í gær og hjá henni mættu 2, 2, 3 og 2, ef ég man rétt. kemur í ljós.

2004-09-06

prentaði út fyrsta skammt af afmælisboðskortum áðan, kóræfing í kvöld. eins gott að bjóða kórnum og hljómsveitinni svo það verði nú einhver skemmtiatriði ;-)

ef einhver veit af góðri veisluþjónustu sem maður fer ekki algerlega á hausinn af að skipta við má láta mig vita. er að huxa um snittudæmi eða þannig lagað. eins gott þegar maður er með sal sem tekur 80 og býður 130 að hafa standandi borðhald.
hver ætli birtist hjá mér í gættinni nema hann þorbjörn bróðir minn, óvænt ánægja. er í bænum til að æfa næstu söngleikjasýningu sem ég mun plögga, sweeney todd eftir stephen sondheim. sýnd í óperunni í haust.

það eru víst þegar byrjaðir einhverjir stjörnustælar á æfingum, saynomore!

ræktin í morgun og að sjálfsögðu er ég að deyja úr syfju.

2004-09-05

heví dagur. stóðum á haus í hreingerningum og sorpuferðum, náði ekki einusinni að fara með verðlaunin fyrir númer þrjátíuká á teljaranum, sorrí björn. reynum að finna út úr því!

í gær fórum við í fyrsta skipti á markaðinn fræga í mosfellsdal, tók reyndar talsverðan tíma að finna hann, þar sem við rugluðumst og beygðum of snemma til hægri, semsagt eins og upp að reykjalundi. en hann fannst og þar fengum við þessar líka fínu næpur, mmmm! mæli með þeim.

2004-09-04

i bjorgunarbat 

jæja, viðeyjarferð lokið og við í höfn. það var nú alveg slatti af fólki þrátt fyrir rigninguna, og eiginlega var varla hægt að kvarta yfir veðrinu, þrátt fyrir stöku skúrir var sjórinn að heita spegilsléttur og alls ekki kalt. klikkuðum reyndar á vettlingum, það hefði verið hægt að notast við svoleiðis græjur, en okkur var annars ekkert kalt. leit út eins og asni, í skærappelsínugulum túristaponsjó utanyfir björgunarvestið, hoho.

skipstjórinn á ársælsbátnum var kúl, skipstjóri í landhelgisgæslunni að aðalstarfi, hef ekki hitt svoleiðis gaur fyrr.

í viðey voru biðraðir í grillaðar pylsur með öllu nema hráum, ein vinkonan sem er vön að vera matvönd prófaði í fyrsta skiptið sinnep, steiktan og remúlaði og féll náttúrlega fyrir því, ekki furða. varð smá afgangur af pylsum, gosi og sósum, ég hélt á stórum blautum kassa, hálfum af pylsum og sósubrúsum til baka í bátinn, það var erfitt! kassinn við það að leysast upp. gott að losna við hann.

ekki sá ég önnu í ferðinni, þarf ekki að vera að marka, þarna var hellingur af fólki.

og mikið skelfilega var gott að komast heim í heitt bað með rauðvínsglas á barminum. rassblautur og handkaldur

í björgunarbát
Originally uploaded by hildigunnur.
úff, það er hellirigning, gæti fækkað eitthvað í viðeyjartúrnum miðað við þá sem höfðu skráð sig

við fífa, rakel og petra förum samt galvaskar. bara regnhlífar og stígvél (ho ho, glætan að ég komi dóttur minni í stígvél!)

Nyskopunarkeppni 

hér eru petra, fífa og rakel að byrja að búa til plakötin. vinnusmiðjan er haldin uppi í foldaskóla. ekkert smá spennandi fyrir þær. svo verður sýning á plakötum og prótótýpum í smáralind, gæti þýtt að maður neyddist til að fara þangað ;-)

á eftir er svo grill í viðey fyrir allan hópinn, þangað mætir maður. skemmtilegt!

Nýsköpunarkeppni
Originally uploaded by hildigunnur.

2004-09-03



var að setja niður boðslistann í ammlisveisluna

hélt ég væri að bjóða svona áttatíu en listinn hljóðar upp á hundraðogþrjátíu

og ég sem var að hugsa um að bjóða tenglalistanum mínum með. sorrí folks, einhvern tímann seinna :-)
grrrr

ég er að reyna að fá botn í kortin sem maður fær upp á símavefnum

sorrí mávur, þetta er bara DRASL

maður getur hvorki stækkað né minnkað, fídusinn virkar ekki.
við íkonin koma ekki skýringar, stoppi maður örina yfir þeim
skýringar vantar á hvar póstnúmerin eru, það eru ekkert allir sem vita það

ókei, kortin koma reyndar fram, lengi vel kom alltaf: heimilisfang finnst ekki!

en samt

grrrr
tók smá til á listanum mínum, fólk sem er steinhætt að blogga og bloggletingja sem ég er nokkuð viss um að kíkja aldrei á síðuna mína þó þau tengi við hana. hörður mar, fríða, mótmælið ef þið sjáið þetta ;-)
jibbí! freyja fékk sellótíma á föstudagsmorgnum, ég má kippa henni út úr skólanum, koma í tíma, keyra til baka aftur í skólann.

þetta auðveldar nú ýmislegt í vetur.
loxins tengill á hana önnu og kominn tími á það fyrir lifandis löngu!
jæja, vorum að negla sal fyrir ammlisveisluna miklu, við jón lárus eigum stórafmæli (garg) með tæplega árs millibili og höldum upp á það um það bil miðja vegu. fimmtán ára brúðkaupsafmæli líka, þannig að við höfum fullt af ástæðum til að halda partí. var eiginlega viss um að fá fíh salinn, en það gekk ekki, það er verið að gera hann upp, átti að vera tilbúinn í lok ágúst en það gekk bara óvart ekki upp, hann er bara fokheldur núna! þannig að við sátum allt í einu uppi með planað partí en engan sal, úff. en nú búið að redda málum, þurftum þó að hnika til dagsetningu.

þá er bara að fara að senda út boðskortin ossoleis :-)
nú nálgast þrjátíuþúsundin á teljaranum mínum ansi hratt. á ég ekki að hafa verðlaun eins og síðast og þarsíðast?
hoho

hver haldiði sé utan á séðu og heyrðu núna, nema hann skúli vinur minn (ókei, aðallega vinur hennar hallveigar en líka minn). hann er sko kominn áfram í ædol. kemur kannski ekki neitt ógurlega á óvart, verulega hæfileikaríkur.

humm, hvar á ég nú að læða mér inn til að horfa á (fyrsta) þáttinn hans? ekki að ræða það að ég kaupi ztöð zwö!

2004-09-02

veit einhver hvar maður getur (og hvort maður getur) fengið keyptar næpur? mér finnast næpur betri en rófur og hnúðkál, en hef hvergi séð þær í búðum. hef frétt af því að það sé víst hægt að kaupa þær á flúðum, en ég er nú ekki viss um að ég nenni að keyra þangað upp eftir, alla leið eftir þeim.

maður er búinn að vera að spila sims smá, ekki alveg eins gaman og ég hélt, þannig að ég hef svo sem alveg hemil á tímaeyðslunni. í dag leið mér eins og sim, rauða línan komin í botn bæði í hungri og orku, en náði að leggja mig í hálftíma þannig að ég fékk smá orkusprautu og mjakaðist upp í grænt, var hins vegar algerlega að fara yfirum af hungri í tvo tíma í viðbót. hafði engan tíma til að borða.

eitt asnalegt við sims, þar eru aldrei helgar, skóli og vinna á hverjum degi, alveg endalaust!
jæja, guttarnir farnir, verður söknuður hjá stelpunum. þetta var bara gaman, en gott að fá sjónvarpsherbergið aftur í notkun, samt! við höfum aldrei verið svona host family áður. gæti orðið meira um það, fífa er í gradualekórnum og freyja talar um að hana langi í kór líka.
hoho

bound and gagged nokkuð gott í dag!

2004-09-01

tónleikarnir hjá drengjakórnum ekkert smá flottir, hefði mátt vera þyngra prógramm fyrir minn smekk (rutter, spirituals og broadway) en hörkufjör og kórinn verulega góður. mér finnast drengjakórar toppurinn á bandarískri kóramenningu, engir warbling sopranos eins og flestir þeirra blönduðu kórar hafa í miklu magni.

afhenti eintak af messunni, væri verulega gaman ef þeir tækju hana. virkuðu spenntir, kemur í ljós :-)
þreyttur, þreyttur, þreyttur.

ég verð alltaf svona þegar ég fer í líkamsrækt, eftir tíma er ég hreinlega að deyja úr syfju. manni er alltaf sagt að maður eigi að vera svo hress allan daginn eftir að vera búinn að hamast; sorrí, það bara hreinlega virkar ekki svoleiðis í mínu tilfelli. enginn skilur neitt í þessu.

gæti orðið snúið ef ég ætla að reyna að fara í ræktina fyrripartinn og semja síðdegis, ekki mjög sniðugt að sitja hér við tölvuna og dotta ef ég ætla mér að koma einhverju í verk í vetur

og það þarf ég víst að gera.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?