<$BlogRSDUrl$>

2004-08-21

smá pása frá menningarröltinu, heima til að hátta guttann og koma í ró, síðan stingum við pabbi hans af en stelpurnar passa. snilld að vera með innibyggða pössun.

við fífa fórum í göngutúrinn með birnu þórðar klukkan tvö, þvílík mergð af fólki, átti að fara bakgarða og kattaleiðir en ég held hún hljóti bara að hafa hætt snarlega við það, þar sem við gengum bara um göturnar, það er að segja að týsgötunni þar sem við stungum af. göngutúrinn reyndar mjög skemmtilegur en það var bara of margt fólk til að njóta þess almennilega.

náði að tína tvö kíló af rifsberjum (nei, það sést enn ekki högg á vatni á runnunum - hvað er þetta með allt þetta fólk sem ég var búin að bjóða í rifstínslu?) við undirleik útburðarvæls mikils sem barst neðan af laugavegi einhvers staðar frá, ara í ögri, kannski. það voru nú ljótu lætin!

við jón lárus fórum síðan á vínuppboðið á holtinu, steingrímur sigurgeirs röggsamur uppboðshaldari og seldi flestar flöskurnar á eina fyrir tvær. við nældum reyndar í eina, en verðið á vínunum fór langt upp fyrir það sem maður fær þær á í búðum.

heim að borða en töltum síðan aftur niður í bæ, smökkuðum á grillaða nautinu, ætluðum síðan að hlusta á happy end liðið á café óperu en það reyndist þá bara vera fyrir matargesti, frekar zúrt. en kva? ætlum á sýninguna á morgun þannig að ekki missir maður alveg af þessu. líka trúlega minni truflun af brjáluðu reykjavíkurstuði, annað kvöld.

kíktum í iðu í staðinn, aldrei komið þangað áður, snilldarpláss. ég dýrka súpermann/batmanlopapeysurnar í glugganum. iðunn steinsdóttir var að lesa, en finnur var orðinn pirraður þannig að við entumst ekki til að hlusta neitt. hefði viljað heyra í birnu önnu, en hún átti að vera tveim-þrem lesurum seinna þannig að slepptum því.

röltum heim í rólegheitunum, með innliti á hina ýmsu staði, kom líka við í nonnabúð og keypti mér loksins bolinn sem ég er búin að vera að bíða eftir í margar vikur, fjólublár með frímerki framan á. jón lárus hótaði því að ræna honum af mér, og það versta er að trúlega verður hann mun flottari á honum en mér.

jæja, koma drengnum í náttfötin og bursta tennur, stefnan sett á einn guinness í bænum og hvað veit maður?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?