<$BlogRSDUrl$>

2004-08-18

og það kom að því

inn um lúguna duttu tvö bréf, annað frá tónlistarskólanum í hafnarfirði og hitt frá suzukiskólanum. boðun á kennarafundi, vinnudaga og skólabyrjun. talsvert ólíkt, byrjum núna á föstudaginn í hafnarfirði, kennsla hefst þann 27, fyrsti fundur í suz er ekki fyrr en 30. ágúst og kennsla hefst 7. september. þarna munar því að hafnarfjarðarbær hefur staðið við samninga sem gerðir voru við okkur fyrir fjórum árum en reykjavíkurborg hefur staðið í stappi um útfærslu og smátt letur í samningunum; þar höfum við ekki fengið þær hækkanir sem við töldum okkur hafa samið um. reykvísk börn fá sem sagt um mánuði styttra tónlistarnám á ári en víðast hvar annars staðar.

ekki það, ég vildi nú eiginlega frekar að hafnarfjörður hefði ekki staðið við samninginn og ég hefði enn þrjár vikur í að byrja að kenna þar. ekki finn ég mikið fyrir þessum aurum sem við hækkuðum um, að minnsta kosti...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?