<$BlogRSDUrl$>

2004-08-09

heim í gær eins og áður segir, ferðin gekk mjög vel. lögðum af stað frá egilsstöðum um hálffjögur leytið á laugardag, þegar jarðarförin var búin, keyrðum án stopps alla leið að mývatni, borðuðum þar nesti. ætluðum reyndar aldrei að finna stað, ekki skil ég hvers vegna það eru ekki útskot með bekkjum svona á kílómeters fresti fram hjá mývatni! þetta líka frábæra útsýni og yndislega svæði! þá var brunað að goðafossi, skylduskoðun enda flottur. slepptum dettifossi í þetta skiptið, úr því við vorum svona seint á ferð, annars hefði maður nú skotist þangað niður eftir, ég hef aldrei séð dettifoss, bara heyrt í honum. eigum það bara eftir.

gistum síðan hjá maju frænku og sigurjóni manni hennar við háuhlíð á sauðárkróki, þvílíkar móttökur eins og við mátti búast. þau eru alveg frábær, fáránlegt hvað maður er óduglegur við að halda sambandi. ég hef bara einu sinni hitt hann áður. þetta stendur sko til bóta. risa frændgarður hjá mér í föðurættina en óhemju lélegt við fjölskyldutengslin. krakkarnir smullu saman, sérstaklega var finnur hrifinn af jónasi frænda sínum, hann á eitthvað svo margar frænkur en hreint ekki eins mikið frændaúrval. krakkarnir fengu að vaka fram yfir miðnætti en fullorðna gengið sat á spjallinu til hálfþrjú.

í gær"morgun" var síðan farið í berjamó, háuhlíðarliðið þarf ekki langt að fara, alveg svona 3 mínútu göngufæri við bláberjamó. vorum enga stund að fylla boxin sem við komum með. ekki stór, en dugar þó vel í bláber með rjóma í kvöld...

tengdó bauð síðan upp á svínakótilettur þegar við komum í bæinn, snilld.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?