<$BlogRSDUrl$>

2004-08-06

í gær fór hún tóta litla og hennar bóndi með okkur í göngu um trjásafnið á hallormsstað, ekkert smá gaman að ganga þar um með einhverjum sem þekkti svona vel til og þekkti öll trén og runnana, heilmikið af mismunandi kvæmum sem við hefðum aldrei vitað skil á nema fyrir kunnáttufólkið. snilld. fengum síðan kaffi og meððí hjá tótu, takk fyrir okkur.

og enn er veðrið ljómandi, ekki spáð neitt sérstöku en það þarf ekki að vera að marka, ekki víst að rigning nái hingað uppeftir þó hún sé niðri á fjörðum. kannski samt spurning um að drífa sig í sveppamó, síðasti séns í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?