<$BlogRSDUrl$>

2004-08-23

ekki munum við syngja mozart requiem í þetta skiptið, kannski næsta ár. tókst ekki að ná saman öllum endum sem þurftu að snertast til að þetta yrði að veruleika í ár. leist heldur ekki á að æfa bara þrisvar.

verkefnin fyrir haustið eru þá: upptaka á mínum verkum + tónleikar í bænum, sungið með sinfó, tónlist eftir richard einhorn samin við myndina the passion of joan of arc eftir carl dreyer. þrælflott músík. síðan jólatónleikar, voru vel sóttir í fyrra og góður rómur gerður. við ekki búin að raða niður verkefnum fyrir vorönnina enn þá. humm, þarf að tala við helgu ingólfs og athuga hvort búið sé að ráða framkvæmdastjóra sumartónleika í skálholtskirkju, verður að fara að athuga með staðartónskáld fyrir næsta ár.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?