<$BlogRSDUrl$>

2004-08-23

í dag var verið að raða upp stundatöflu í hafnarfirði, ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í. reyna að finna tíma fyrir krakkana, erum með stundatöflur og þurfum að raða - tja, 3-400 krökkum í tónfræði. ekkert smá erfitt púsluspil vorum allt síðdegið að þessu og gátum ekki einu sinni klárað, þurfum að mæta aftur í fyrramálið og reyna að rúlla þessu upp.

í morgun var reyndar bráðskemmtilegt spunanámskeið hjá sigurði flosasyni, framhald í fyrramálið, þannig að við þurfum að mæta snemma í stundatöflugerðina. ég sé fram á að þurfa að minnka við mig um einn tíma, frekar súrt, en það eru bara engir krakkar sem geta mætt klukkan 2 núorðið, bannsett einsetning skóla, grrrr!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?