<$BlogRSDUrl$>

2004-08-31

enn meira rifs 

sko, þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa, folkens! berin eru ennþá stór, dökkrauð og hellingur af þeim. boðið stendur enn, spurning hvað berin nýtast fuglunum núna þegar við erum komin með kött í húsið!
enn meira rifs
Originally uploaded by hildigunnur.
hún vinkona mín er nú fyndin

alveg án þess að vera að hugsa það neitt sérstaklega er hún alltaf á skjön við alla aðra

nú vonast hún til þess að það skelli á kennaraverkfall

þá þarf hún ekki að vakna svona skelfilega snemma til að moka dótturinni í skólann

ég var ekkert að segja henni að mín eldri dóttir er iðulega vöknuð, búin að fá sér morgunmat, smyrja nesti, pakka niður og lögð af stað í skólann áður en við förum á fætur. dugnaður í fífunni minni!
nýr tengill á tannsmiðinn carolu brýt hérmeð regluna um að tengja bara á þá sem tengja á mig, þetta er bara OF fyndið. hún er reyndar ekki með neina tengla, þannig að maður þolir að það sé ekki tengt á mann!
strákarnir bara kurteisir og skemmtilegir, fífa og rakel halda þeim selskap, smella saman. brill að fá rakel hingað, hún er svo opin og talar náttúrlega pottþétta ensku, fífa hefði örugglega bara verið feimin ef hún hefði átt að sjá um þá ein og þá hefðum við þurft að hafa fyrir þeim. líka fín æfing fyrir enskuna hjá fífu.
fór í ræktina áðan, er algerlega búin. fyrramálið trúlega harðsperrur dauðans, ójæja. á morgun mæti ég með ipodinn til að gera mér dvölina þolanlega, þetta er ekki uppáhaldsiðjan nema síður sé. maður getur mætt með heyrnartól og tengt sig við sjónvörp sem voru í gangi, en í dag voru í þeim britney spears, lou reed og íþróttaþáttur. takk, en nei takk! ég og poddinn erum góðir vinir :-)

jæja, klukkan að verða 6, best að fara að undirbúa soft tacos til að gefa familíunni, bandarísku strákunum og vinkonu hennar fífu...
nú koma gaurarnir á eftir, í rigninguna. hefðu átt að koma fyrir 2-3 vikum frekar. tónleikarnir þeirra uppi í hallgrími annað kvöld klukkan 20.00 ég held að aðgangur sé ókeypis. þetta er víst einn af fínustu drengjakórum bandaríkjanna, verður spennandi að vita hvernig þeir hljóma og ekki síður hvaða prógramm þeir eru með.

maður ætti kannski að henda í þá einu-tveimur verkum? gáfulegt.

2004-08-30

keypti mér árskort í baðhúsinu áðan, nú skulu þessi 10 síðustu fá að fjúka

hehe, ein bjartsýn! það má nú samt alveg reyna. við hallveig ætlum saman, förum í kílóakeppnina miklu. eina vitið að fara með einhverjum sem maður getur keppt við, annars gerist ekki neitt.
jæja, þá er ég búin að fá flöskuna sem ég keypti á uppboðinu á menningarnótt. hún er alveg tilbúin, þannig að nú er bara að finna eitthvert gott tilefni!

snilld, snilld.
stóra púsluspil í dag

vona það gangi vel, fífa er að fara í fyrsta fiðlutímann hjá nýjum kennara í dag og ég vildi svo gjarnan fylgja henni. sif kennir heima hjá sér og fífa er smá stressuð að finna staðinn og banka upp á hjá einhverjum sem hún hefur bara hitt einu sinni. skiljanlegt. hallveig verður reyndar með mér að raða og ef við verðum ekki búnar að rúlla þessu upp klukkan fyrir þrjú, getur hún kannski klárað...

en fyrst kennarafundur í suz, verður nú bara gaman að hitta fólkið, flesta hefur maður ekki séð síðan í london. líka alltaf svo fínar veitingar á kennarafundum, ómældar snittur, mmm!

2004-08-29

snilldarkvöld í gær, gestirnir stóðu vel undir lýsingunni hjá mér. dagurinn síðan verið iiindæll, meira að segja sólbaðsveður á pallinum síðdegis, ísferð með ungana, frábært.

ekki á morgun heldur hinn fáum við gesti, tveir guttar úr philadelphia boys choir koma hingað og gista tvær nætur, drengjakór reykjavíkur er að taka á móti þeim og þar sem drengirnir þar eru eitthvað færri en 30 en gestirnir um áttatíu þurfti að fá vini og vandamenn kórfélaga til að redda gistingu líka. þessir tveir sem koma hér eru tólf og þrettán ára, vonandi skemmtilegir. fífa og rakel vinkona hennar ætla að sjá um þá á þriðjudagskvöldinu. spennandi.

2004-08-28

jæja, við jón, finnbogi og eyvi, ásamt börnum og ketti búin að slátra fullt af reyktum laxi á klettasalati, kálfi parmiggiano og créme brulée, mmm! krakkar farnir að sofa ööö, nei, þau eru niðri að horfa á pétur pan. kannski maður fari að slökkva á varpinu! ein vinkona að gista, var verulega spennt fyrir créme bruléinu en var svo ekki hrifin af hörðu skorpunni þegar til kom, talandi um perlur fyrir svín! vanillubúðingurinn rauk nú tiltölulega auðveldlega niður

best að koma sér til baka í partíið, bless í bili :-)
eyvi og finnbogi eru að koma í mat, það verður örugglega gaman að gefa þeim að borða, annáluð átvögl báðir tveir ;-)

2004-08-27

er að hlusta á voices of light, stykkið sem við eigum að syngja með sinfó, þann 11 nóv. ekkert smá flott, ég hlakka þvílíkt til að fara að vinna það. ekkert af því er neitt mega erfitt þannig að ég hugsa að við þurfum ekki að byrja á því alveg strax, en það er það langt að það verður töluverð vinna við það. en vá hvað ég hlakka til að byrja að æfa það með hljómsveitinni!

mér sýnast jólatónleikarnir okkar verða af bandarísku sortinni, jinga ling dæmið, gaman að því, svona til tilbreytingar. best að bjóða benna (stjórnanda í tímabundnu fríi) á tónleikana, held hann verði á landinu þá :-)
flugeldasýningin á menningarnótt var alveg flott eins og hún á vanda til, en eins og erna segir hjá sér, var hún meira tilviljanakennd heldur en hönnuð.

ég sá einu sinni flugeldasýningu sem hlýtur að hafa verið hönnuð og útfærð af algjörum snillingi. þetta var úti á lignano, og ég var að mig minnir 12 ára. þar komu á himin myndir af blómum og höllum og dýrum, allslags þannig. alltaf þegar ég sé flugeldasýningar, svona við upphöf ólympíuleika og þannig er ég að bíða eftir einhverju þvílíku, en þetta eru bara alltaf sömu búmmin hingað og þangað um loftið. hélt að ég hefði bara ímyndað mér þetta og fór að tala um það við pabba um daginn. nema hvað, hann mundi bara líka vel eftir þessu og hafði oft hugsað það sama (líka að hann hefði trúlega misminnt þetta allt saman)

þetta er sem sagt hægt. og úr því að þetta var hægt þarna fyrir, humm, tja, 28 árum, ætti það að ganga núna, með öllum þessum tölvustýri- og kveikibúnaði!

2004-08-26

jæja, hehe, búin í skannanum, þetta var reyndar þokkalega sannfærandi, verið að reyna að selja manni einhvern life pack vítamínpakka til að vinna á móti free radicals sem þvælast um líkamann og eyðileggja dnaið í manni. ég trúi alveg á að þeir séu ekki hollir og að maður þurfi fullt af andoxunarefnum en hins vegar hefði ég viljað vita aðeins betur um þennan skanna, það er þokkalega auðvelt fyrir scammara að prógrammera skannann þannig að hann sýni einhvers staðar á bilinu tólf til tuttuguogtvöþúsund (maður á helst að vera yfir þrjátíu að minnsta kosti). síðan er boðið upp á prufukeyrslu, þriggja mánaða skammt af vítamíntöflum (þennan life pack, sem sagt), og tölurnar eiga að hækka á þessu tímabili. þá er voðavoða lítið mál að endurstilla hann þannig að hann sýni á milli þrjátíu og fjörutíuþúsund í staðinn. smáa letrið neðst á blaðinu sem við fengum er svolítið fyndið. þar segir meðal annars:

The Pharmanex Biophotonic Scanner is not intended to be used for medical purposes. It is not a medical device or diagnostic tool of any kind...

sort of says it all, doesn't it?

er að fara í heilsuskönnun í kvöld, vinkona mín að dobla mig í eitthvað tékk, maður á að láta lýsa á hendina á sér einhverju skannaljósi í þrjár mínútur og þá eiga þeir að geta sagt manni hvernig varnarstaða líkamans er.

as in glætan!!!

er bara að gera þetta fyrir hana, hún þarf að safna 10 nöfnum í þessa skönnun. ég reyndar veit af því að mig vantar eitt ákveðið vítamín, kannski maður trúi þessu ef það verður útkoman.

framhald á morgun.
ég er alveg hætt að koma mjólk, smjöri og eggjum fyrir í ísskápnum mínum, ég get svo svarið að hann er að fyllast af sultu! nú erum við komin með rabarbara, rifs, bláberja, sólberja, krækiberja og hrútaberjasultur (nei, ég gerði þetta ekki allt), ásamt rabarbarachutney. síðan á maður náttúrlega bæði apríkósu- og appelsínumarmilaði úr búð, og gott ef ekki leynist ein four fruit sultukrukka frá st dalfour þarna inni einhvers staðar.

þá er bara að steypa sér í vöfflubakstur og lambalærin, sulta með öllu (ekki þó komin út í steikta fiskinn og - hvað var það nú aftur sem þú varst að segja mér frá, þorbjörn?)

2004-08-25

oooo!

gleymdi tónleikunum hjá ísafold í gærkvöldi, náði ekki að lesa fréttablaðið fyrr en í dag og það er semsagt fullseint. súrt. getið sjálfum ykkur um kennt danni og kristján að vera svona miklir aumingjabloggarar og minna mann ekki á þetta, hehe!

mig langaði verulega á þá og hefði örugglega plöggað líka, sem sagt fullseint :-(
hér með auglýsist eftir jóla- eða aðventusögu sem hentar öllum aldri

má vera heimasmíðuð (smá stefgjöld í boði) eða þá ef einhver man eftir góðri sögu úr bók, má líka mjög gjarnan vera svolítið spennandi.

verkefnið mitt fyrir sinfóníuhljómsveit norðurlands er nefnilega einmitt að skrifa tónlist við jólasögu. ég bara er ekki búin að finna neina sem höfðar til mín :-(

2004-08-24

monti mont!

fífa var tvær af þeim 57 sem komust áfram í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, inn komu 2517 hugmyndir og fífa átti sem sagt tvær af þeim. önnur hugmyndin í samvinnu við tvær vinkvenna sinna en hina átti hún alveg sjálf. þær eru boðaðar í vinnusmiðju snemma í september til að útfæra hugmyndirnar betur.

flottar stelpur :-)
þá er maður búinn að gera sig að fífli á spunanámskeiði, bara fínt ;-) framhald eftir einn og hálfan mánuð, þá eiga allir að mæta með einn eða fleiri nemendur með sér og setja á svið kennslustund eða smá tónleika fyrir hópinn. þar ætti ég nú að hafa afsökun, þar sem ég kenni ekki einkatíma, varla fer ég að koma með heilan bekk með mér!

sitjum annars bara hér í tónlistarskólanum og bíðum eftir að fá stundatöflur úr tveim skólum í hafnarfirði til að geta klárað að raða niður tímunum í vetur. ég á eftir að finna einn til tvo bekki fyrir mig.

líst illa á miðvikudaginn hjá mér, sýnist ég verða að kenna nokkurn veginn streit frá hálftvö til sjö, engar pásur, sem þýðir undirbúning frá svona 10 um morguninn; síðan verður foreldratími í suzuki um kvöldið, sé fram á að verða þokkalega þreytt á miðvikudagskvöldum, argh!

2004-08-23

ekki munum við syngja mozart requiem í þetta skiptið, kannski næsta ár. tókst ekki að ná saman öllum endum sem þurftu að snertast til að þetta yrði að veruleika í ár. leist heldur ekki á að æfa bara þrisvar.

verkefnin fyrir haustið eru þá: upptaka á mínum verkum + tónleikar í bænum, sungið með sinfó, tónlist eftir richard einhorn samin við myndina the passion of joan of arc eftir carl dreyer. þrælflott músík. síðan jólatónleikar, voru vel sóttir í fyrra og góður rómur gerður. við ekki búin að raða niður verkefnum fyrir vorönnina enn þá. humm, þarf að tala við helgu ingólfs og athuga hvort búið sé að ráða framkvæmdastjóra sumartónleika í skálholtskirkju, verður að fara að athuga með staðartónskáld fyrir næsta ár.
í dag var verið að raða upp stundatöflu í hafnarfirði, ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í. reyna að finna tíma fyrir krakkana, erum með stundatöflur og þurfum að raða - tja, 3-400 krökkum í tónfræði. ekkert smá erfitt púsluspil vorum allt síðdegið að þessu og gátum ekki einu sinni klárað, þurfum að mæta aftur í fyrramálið og reyna að rúlla þessu upp.

í morgun var reyndar bráðskemmtilegt spunanámskeið hjá sigurði flosasyni, framhald í fyrramálið, þannig að við þurfum að mæta snemma í stundatöflugerðina. ég sé fram á að þurfa að minnka við mig um einn tíma, frekar súrt, en það eru bara engir krakkar sem geta mætt klukkan 2 núorðið, bannsett einsetning skóla, grrrr!
ÓGYSSLA gaman á happy end, að ég skilji hvers vegna þetta er ekki hit sumarsins! flott sjó, alvöru söngvarar, eitthvað annað en feim og hárið, einhverjar týpískar crowdpulling sýningar, hrumpf! viðurkenni að ég er búin að mæla með sýningunni tvisvar áður án þess að vera búin að sjá hana, bara fyrir það að tvö systkina minna eru að syngja. núna sá ég hana og get mælt með henni heils hugar. bráðskemmtileg, sem sagt, söngvarar flottir, lögin og söguþráðurinn skemmtileg, hljómsveitin fín, hei, bara drífið ykkur, verðið ekki fyrir vonbrigðum! weill/brecht bara klikka ekki.

2004-08-22

nei, ég er ekki búin að vera í sims í allan dag ;-)

vaknaði klukkan 8 í morgun að venju, þrátt fyrir að hafa setið við sukk og svínarí (amk sukk) til hálffjögur eða svo, sem betur fer gat ég sofnað aftur, gat sofið til 11, þvílíkt gott. óli bróðir og lizzie, kærastan hans skutluðu mér síðan upp að iðu, þar sem bíllinn var í viðgerð, hann er semsagt kominn heim heill heilsu, þessi elska. tja, reyndar fyrir utan að það er komið smá gat á pústið einhvers staðar þannig að hann er pínu hávær. þarf að kíkja á það. en hann gengur eins og hugur manns aftur og það er jú fyrir öllu

lítill skriftatími núna, er á leiðinni á happy end, um leið og mamma og pabbi mæta á svæðið. hlakka ekkert smá til!

svo vinna á fullu í fyrramálið, búhú.

2004-08-21

ó já, gleymdi að plögga:

tveir fyrir einn á happy end á morgun

allir að mæta!
smá pása frá menningarröltinu, heima til að hátta guttann og koma í ró, síðan stingum við pabbi hans af en stelpurnar passa. snilld að vera með innibyggða pössun.

við fífa fórum í göngutúrinn með birnu þórðar klukkan tvö, þvílík mergð af fólki, átti að fara bakgarða og kattaleiðir en ég held hún hljóti bara að hafa hætt snarlega við það, þar sem við gengum bara um göturnar, það er að segja að týsgötunni þar sem við stungum af. göngutúrinn reyndar mjög skemmtilegur en það var bara of margt fólk til að njóta þess almennilega.

náði að tína tvö kíló af rifsberjum (nei, það sést enn ekki högg á vatni á runnunum - hvað er þetta með allt þetta fólk sem ég var búin að bjóða í rifstínslu?) við undirleik útburðarvæls mikils sem barst neðan af laugavegi einhvers staðar frá, ara í ögri, kannski. það voru nú ljótu lætin!

við jón lárus fórum síðan á vínuppboðið á holtinu, steingrímur sigurgeirs röggsamur uppboðshaldari og seldi flestar flöskurnar á eina fyrir tvær. við nældum reyndar í eina, en verðið á vínunum fór langt upp fyrir það sem maður fær þær á í búðum.

heim að borða en töltum síðan aftur niður í bæ, smökkuðum á grillaða nautinu, ætluðum síðan að hlusta á happy end liðið á café óperu en það reyndist þá bara vera fyrir matargesti, frekar zúrt. en kva? ætlum á sýninguna á morgun þannig að ekki missir maður alveg af þessu. líka trúlega minni truflun af brjáluðu reykjavíkurstuði, annað kvöld.

kíktum í iðu í staðinn, aldrei komið þangað áður, snilldarpláss. ég dýrka súpermann/batmanlopapeysurnar í glugganum. iðunn steinsdóttir var að lesa, en finnur var orðinn pirraður þannig að við entumst ekki til að hlusta neitt. hefði viljað heyra í birnu önnu, en hún átti að vera tveim-þrem lesurum seinna þannig að slepptum því.

röltum heim í rólegheitunum, með innliti á hina ýmsu staði, kom líka við í nonnabúð og keypti mér loksins bolinn sem ég er búin að vera að bíða eftir í margar vikur, fjólublár með frímerki framan á. jón lárus hótaði því að ræna honum af mér, og það versta er að trúlega verður hann mun flottari á honum en mér.

jæja, koma drengnum í náttfötin og bursta tennur, stefnan sett á einn guinness í bænum og hvað veit maður?
vínsmökkunin í gærkvöldi var mjög flott, við mættum snemma og höfðum vínþjóninn sem sá um kynninguna út af fyrir okkur nærri allan tímann sem við vorum. smökkuðum 8 vín, eitt rósakampavín frá veuve clicquot til að kveikja í bragðlaukunum, þá 3 bordeauxvín, öll frá tveimur mismunandi árum, engir algjörir hákarlar en ljómandi góð vín samt, grand cru, annað yrki þetta fínasta. í lokin var boðið upp á sauternes vín, suduiraut, árgang '85 það var ekkert smá gott. hlakka til að fara á uppboðið á eftir, ekki svo sem víst að við bjóðum í neitt - amk ekki víst að við kaupum neitt en þetta er samt mjög spennandi :-)
að sjálfsögðu tókst mér ekki að standast að prófa sims, þetta gæti orðið enginn smá tímaþjófur - kannski minnkar bloggið smá ;-) eina sem ég hef tíma til að minnka! humm, gæti líka hætt að kenna eða eitthvað...

bíllinn verður trúlega tilbúinn á morgun, en glætan að mér takist að fá einhvern til að keyra mig upp í biskupstungur til að sækja hann á menningarnótt! ekki það, þarf svosem ekkert að nota hann fyrr en á sunnudag hvort sem er. allt í göngufæri á morgun.

2004-08-20

jæja, þá er að mæta á fyrsta fund vetrarins, arrgh

vælið í manni ;-)

skemmtilegra í kvöld, þá ætlum við jón lárus á vínsmökkun á holtinu og svo á uppboðið á morgun, gaman.
fífa keypti sér sims leik í gær

ég ætla ekki að byrja, nei, nei, og aftur nei. þá næði ég örugglega ekki að standa við deadlines á verkunum mínum. stórhættulegur andskoti!

2004-08-19

jæja, tímareimin er ekki ónýt en strekkjarinn virkar ekki, þarf að skipta um pakkann en ekki taka vélina upp, það var nú ágætt! vonandi get ég sótt bílinn á morgun, það væri tær snilld.
er að hlusta á mugison, klipp af plötunni lonely mountain. ekkert smá flott músík, langar í þessa plötu.
engar fréttir enn af bílnum, nema að tímareimin sjálf virðist ekki vera farin, ég skildi ekki útskýringuna hjá viðgerðarmanninum, eitthvað með vitlausan tíma eða stillingar, vonandi kemur þetta í ljós í dag.

kisa elti okkur finn aftur í leikskólann en sneri við hjá krambúðinni, sniðugt hjá henni. hún er komin heim aftur núna.

2004-08-18

þjóðarhneykslið komið í hús

dæmigert að þetta skuli ekki gerast í riðlakeppni heldur vináttulandsleik. gæti verið vegna þess að ítalirnir voru ekki að leggja mikið í sölurnar, en samt, ítalir ættu samkvæmt fjöldatölum að eiga amk 4-5 lið til að rúlla upp litla íslandi

maður bara fyllist þjóðarstolti ;-)
HAAAA? tvönúll í hálfleik í vitlausa átt? þetta gæti stefnt í þjóðarhneyksli á ítalíu!
rúm mínúta í sanctus kaflanum á vídalínsmessunni komin í tölvuna

góð samviska, setjast út í garð í smástund :-)
og það kom að því

inn um lúguna duttu tvö bréf, annað frá tónlistarskólanum í hafnarfirði og hitt frá suzukiskólanum. boðun á kennarafundi, vinnudaga og skólabyrjun. talsvert ólíkt, byrjum núna á föstudaginn í hafnarfirði, kennsla hefst þann 27, fyrsti fundur í suz er ekki fyrr en 30. ágúst og kennsla hefst 7. september. þarna munar því að hafnarfjarðarbær hefur staðið við samninga sem gerðir voru við okkur fyrir fjórum árum en reykjavíkurborg hefur staðið í stappi um útfærslu og smátt letur í samningunum; þar höfum við ekki fengið þær hækkanir sem við töldum okkur hafa samið um. reykvísk börn fá sem sagt um mánuði styttra tónlistarnám á ári en víðast hvar annars staðar.

ekki það, ég vildi nú eiginlega frekar að hafnarfjörður hefði ekki staðið við samninginn og ég hefði enn þrjár vikur í að byrja að kenna þar. ekki finn ég mikið fyrir þessum aurum sem við hækkuðum um, að minnsta kosti...
fór með finn í leikskólann hann var eiturfúll. vona hann hafi jafnað sig. erfitt að byrja aftur, þó maður sé ekki hár í loftinu. trampaði upp á grænuborg í flíspeysu og gallabuxum og var gersamlega að bráðna.

maður á eftir að muna eftir megasumrinu tvöþúsund og fjögur.

og þó, það er alltaf verið að segja að við þurfum að bíða 50-100 ár eftir næsta svona hitakasti en kom þetta ekki í kjölfar fellibyls við írland? og er ekki líka alltaf verið að segja að veðurhæð um allan heim sé að verða meiri, kannski verða bara fellibyljir við írland sumarlegt fyrirbæri...

2004-08-17

loppa fundin :-) var enn uppi við leikskóla og rataði ekki heim

léttir mikill!

loppa 

ó NEEEEIIIII! nú er kötturinn líka týndur! hefur ekki sést hér heima síðan í morgun, elti fífu þegar hún var að fara með finn í leikskólann. gerir það oft en hefur aldrei þorað svona langt... sást síðast elta eitthvað barn í átt frá grænuborg.

hún er ekki með ól, nýbúin að týna henni en hún er eyrnamerkt og skráð okkur.

allir mega spyrjast fyrir um hana fyrir okkur, þó við höfum ekki ætlað okkur að taka kisu þykir öllum hér ógnar vænt um hana nú þegar :-(

loppa
Originally uploaded by hildigunnur.
arg arg arg, komin úr skálholti, gaman á námskeiði en bíllinn bilaði, er enn uppfrá, viðgerðarmaðurinn segir tímareimina farna, þokkalega óskiljanlegt þar sem það er innan við ár síðan við létum skipta um hana og við erum ekki búin að keyra hundraðþúsund kílómetra síðan þá!

fréttum af greyinu upp úr hádeginu á morgun, súri pakkinn :-(

2004-08-15

aaahhh, gott að komast "heim" blogger kominn í lag

ég held ég sé orðin full háð blogginu mínu ;-)

ekki sveik gærdagurinn, svo er maður orðinn svo vanur þessu veðri að það er stórskrítið að vakna í morgun og engin sól.

við freyja förum í skálholt á eftir, sellónámskeið fram á þriðjudag, verður gaman. ég er búin að vera svo mikið í skálholti í sumar að það liggur við að ég sé að hugsa um að flytja lögheimilið austur á sumrin!

kláraði well of lost plots samdægurs þarna um daginn, finnst hún ekkert síðri en þær tvær fyrri, hló og hló. veit ekki hvort ég get beðið með að kaupa þá síðustu, verð bara að þola að eiga flokkinn í mismunandi stærðum. kemur í ljós.

2004-08-14

mega partí! gaman í kvöld nema að einu leyti, finnur ræfillinn kominn með eyrnabólgu á hástigi í fyrsta skipti, take an aspirin and call me in the morning, s.s. gáfum ræflinum stíl og förum á læknavakt í fyrramálið, hef mega samviskubit að afpanta tíma hjá einari sindra í dag; átti bara að tékka á stöðu, finnur ekki neitt vandamál lengi, bara rútínudæmið, freyja fékk pensilín fyrir rúmum mánuði og átti að skoða stöðuna; um miðnætti fer finnur ræfillinn að orga á okkur og það lekur úr hægra eyra, smárinn í fyrramál :-(

2004-08-13

dýrðin búin.

gátum setið smá úti en gáfumst síðan upp, erum búin að vera að mála húsið, fríska upp á græna litinn á grunninum. passið ykkur ef þið labbið hér fram hjá ;-)

fífa var að koma heim með uppskeruna úr skólagörðunum, passlega lítið í ár, þar sem hún og tvær vinkonur deildu einum garði. ekki hætta á að mikið skemmist í ár, við náðum ekki að nýta allt í fyrra.
aðeins farið að kólna, ætlunin samt að veiða nokkra sólargeisla í dag, gæti vel verið síðasta sólbaðsveður sumarsins. hljómeykispartí hjá mér í kvöld, verður gaman að hitta liðið og skoða myndir frá skálholti. er að hugsa um að hlaða myndunum aftur inn á vélina til að geta sýnt þær í sjónvarpinu í staðinn fyrir á tölvuskjánum, skemmtilegra svoleiðis, ef ég finn út úr því hvernig á að gera það. reyndi að fá skjávarpa en gekk ekki :-(

partí þýðir reyndar þrífa, kominn tími til. húsið var orðið VERULEGA lítt geðslegt. ekkert sem jafnast á við að bjóða fólki heim, maður neyðist til að gera þokkalegt í kring um sig.

2004-08-12

vá, datt út! geðveikt að gera í gær, finna til dót til að fara í skálholt, gista í tjaldi, fyrst fjölskylduboð hjá mömmu og pabba, beint þaðan að hlusta á fífu, gekk fínt hjá henni, þar á undan - tja bara of gott veður til að blogga, sådan er det bare! keyrðum 3 gellur úr skálholti, yappið stoppaði ekki á bakaleiðinni. síðan grillpartí beint úr skálholti, komum við heima til að gefa kisu og ná í eina rauðvín, rauðvín drukkið í ómældu magni í grillpartíinu, komin í vatnið, úff! meira á morgun, gnótt.

2004-08-10

önnur harpa mætt í listann, lengist enn. gaman að því.

rifs 2004 

svona er útlitið þar sem ég lyfti upp hvaða grein sem er á risarifsrunnanum mínum, nærri ýkjulaust! tíndi 3 kíló í dag, sér ekki högg á vatni. bún að sjóða, komst varla í stóra pottinn minn. nú rennur safinn af og í fyrramálið fer þetta á krukkur, mmm! þarf víst samt að kaupa sykur...
rifs 2004
Originally uploaded by hildigunnur.
enn bætist við tengill, hér finnið þið hörpu
þvílíkt og annað eins veðurlag!

skelltum litla gutta á njálsgöturóló með nesti, hann alsæll. við jón lárus og freyja löbbuðum síðan niður í bæ, ætluðum á hereford en þar var bara lokað, töltum fram hjá hinum og þessum veitingastöðum en enduðum á galileo. þar sátum við úti og fengum kálfasnitsel og pizzu og bjór og gos, þökkuðum fyrir hvern andvara sem barst fyrir hornið. ekki oft svona í miðbæ reykjavíkur, ónei.

heim aftur, kom við í eymundson og keypti well of lost plots, sá reyndar þá nýjustu en keypti ekki, enda var sú í enn annarri stærð. fyrstu tvær í millistærð, well of lost plots í venjulegu vasabroti en sú nýja stór. á sjálfsagt eftir að smækka. hrrikalega pirrandi að geta ekki haldið sig við sömu stærð af bókum í svona seríum :(

komin heim með blöðru undir öðrum fæti, borgun fyrir gelluháttinn að vera í nýju sandölunum. tja, ætlaði jú ekki að ganga svona langt ;-) út í garð með nótnapappír og skriffæri, ekki séns að maður sitji inni við tölvuna núna.
júhú, við unnum útilegutjald í kókómjólkurleiknum :-D

verst hvað mér finnst leiðinlegt í útilegu!
best að henda inn tengli á hann bjössa hann er búinn að lofa grein um halldór ásgrímsson. get ekki staðist það, þó drengurinn hafi verið hálfgerður aumingjabloggari hingað til. stendur þó til bóta, segir hann!

2004-08-09

fífa farin í skálholt

rifsið á rifsrunnunum mínum er gersamlega að sliga greinarnar. vantar einhvern rifs?
heim í gær eins og áður segir, ferðin gekk mjög vel. lögðum af stað frá egilsstöðum um hálffjögur leytið á laugardag, þegar jarðarförin var búin, keyrðum án stopps alla leið að mývatni, borðuðum þar nesti. ætluðum reyndar aldrei að finna stað, ekki skil ég hvers vegna það eru ekki útskot með bekkjum svona á kílómeters fresti fram hjá mývatni! þetta líka frábæra útsýni og yndislega svæði! þá var brunað að goðafossi, skylduskoðun enda flottur. slepptum dettifossi í þetta skiptið, úr því við vorum svona seint á ferð, annars hefði maður nú skotist þangað niður eftir, ég hef aldrei séð dettifoss, bara heyrt í honum. eigum það bara eftir.

gistum síðan hjá maju frænku og sigurjóni manni hennar við háuhlíð á sauðárkróki, þvílíkar móttökur eins og við mátti búast. þau eru alveg frábær, fáránlegt hvað maður er óduglegur við að halda sambandi. ég hef bara einu sinni hitt hann áður. þetta stendur sko til bóta. risa frændgarður hjá mér í föðurættina en óhemju lélegt við fjölskyldutengslin. krakkarnir smullu saman, sérstaklega var finnur hrifinn af jónasi frænda sínum, hann á eitthvað svo margar frænkur en hreint ekki eins mikið frændaúrval. krakkarnir fengu að vaka fram yfir miðnætti en fullorðna gengið sat á spjallinu til hálfþrjú.

í gær"morgun" var síðan farið í berjamó, háuhlíðarliðið þarf ekki langt að fara, alveg svona 3 mínútu göngufæri við bláberjamó. vorum enga stund að fylla boxin sem við komum með. ekki stór, en dugar þó vel í bláber með rjóma í kvöld...

tengdó bauð síðan upp á svínakótilettur þegar við komum í bæinn, snilld.

2004-08-08

komin heim.

minns þreyttur, koma börnunum niður, rauðvínsglas, sofa.

meira á morgun

2004-08-07

og hér smá plögg:


sumaróperan frumsýnir í kvöld happy end eftir weill/brecht. dauðsé eftir að vera ekki í bænum, missi af af frumsýningunni en stefni á næstu helgi. frábært stykki og flottir söngvarar, kolbrún halldórs leikstýrir, bogomil font er tónlistarstjóri. mæli með þessu fyrir alla.
þá leggjum við í hann í dag, ekki þó fyrr en svona hálffjögur eða svo. í bæinn á morgun. búið að vera frábært frí en það er nú alltaf gott að koma heim. vona við séum ekki orðnir of súrir gestir hjá þorbirni og þeim (mjólk og gestir súrna eftir 3 daga, ekki satt - og við búin að vera 8 daga, úff)

2004-08-06

í gær fór hún tóta litla og hennar bóndi með okkur í göngu um trjásafnið á hallormsstað, ekkert smá gaman að ganga þar um með einhverjum sem þekkti svona vel til og þekkti öll trén og runnana, heilmikið af mismunandi kvæmum sem við hefðum aldrei vitað skil á nema fyrir kunnáttufólkið. snilld. fengum síðan kaffi og meððí hjá tótu, takk fyrir okkur.

og enn er veðrið ljómandi, ekki spáð neitt sérstöku en það þarf ekki að vera að marka, ekki víst að rigning nái hingað uppeftir þó hún sé niðri á fjörðum. kannski samt spurning um að drífa sig í sveppamó, síðasti séns í bili.

2004-08-05

finnur kom upp í í nótt og var greinilega stilltur á kick mode. úff, við þreytt. hljómar eins og sólbað í dag. þurfum reyndar að keyra freyju í heimsókn til vinkonu sinnar sem er í sveit hér nálægt og ætlum síðan upp á hallormsstað í hinn gæded túrinn. gaman. en smá tími ætti nú að nást í flatmögun samt, veðrið eins og í gær, semsagt snilld!

2004-08-04

vá, það var mikið maður komst inn! loksins að blogger opnaði.

þarf þokkalega að láta hendur standa fram úr ermum þegar ég kem heim, nú var sinfóníuhljómsveit norðurlands að hringja og panta verk fyrir aðventutónleikana, strengir, tvöfalt tré, einfalt brass, kannski maður geti notað það sem fyrsta verk á áhugamannatónleikana sem ég er að fara að stjórna fyrir jólin, humm! en snilld að fá pöntun, verst að ég á ferlega erfitt með að minnka meira við mig kennslu úr þessu.

svo er ég að fara að syngja við jarðarför á laugardaginn, verð að fá lánað eitthvað svart hjá helgu mágkonu, ekki bjóst ég við að þurfa að taka með vinnufötin hingað austur :-(
snilldardagur, fórum niður á borgarfjörð (segir maður ekki Á borgarfjörð eystri en Í borgarfjörð fyrir sunnan). árni vinur okkar er þar alltaf mikinn hluta sumars að gæda og gaf okkur dag, fórum í breiðavík, frábær fjara og bráðfalleg leið, yfir gagnheiði (hittum samt ekki ragnheiði sem rammvilltist...) fórum síðan aðra leið til baka, skoðuðum hvítserk og gengum að urðarhólatjörn, árni og jón lárus skiptust á að bera finn á háhesti.

verst að vera ekki með tengisnúruna úr myndavélinni í tölvuna til að geta sýnt ykkur myndir, þegar ég kem heim skal ég!

2004-08-03

komst inn á síðuna hjá tollinum og fann númerin, málið leyst. síðan var niðri áðan, annars hefði þetta ekki verið neitt mál, svosem :-)
arg og garg! ætlaði að fara að borga skattinn minn, skeiðaði í landsbanka staðarins, gjaldkeri kannaðist ekkert við eyðublöð fyrir skattinn, við heim, hringi í tollstjóraembættið (sem innheimtir skattinn, ef einhver ekki veit) til að fá uppgefna kennitölu og bankanúmer fyrir heimabankann. fimm mínútna bið í símanum hjá tollinum og síðan fékk ég annað hvort uppgefin vitlaus bankanúmer eða þá hefur mér tekist að taka vitlaust eftir, því bankinn er harður á því að reikningur sé ekki til. og ég sem nenni engan veginn að liggja aftur í símanum til að fá númerin. kennitalan er rétt, ég fletti henni upp. ætli sé hægt að hringja í bankann og fá töluna þar? humm?

2004-08-02

freyja datt af hjólinu hennar frænku sinnar í gær, fékk gat á hausinn(jú, hún var með hjálm) þurfti að fara á vaktina hér á egilsstöðum og láta líma saman gatið. það tók hana og pabba hennar álíka tíma að keyra niðureftir, láta líma sig og komast til baka eins og það hefði tekið þau bara að keyra niður á slysó í fossvogi, nevermænd biðtímann þar. ekki að ég sé að kvarta yfir fólkinu niðri á slysó, sigfús og villi og allir hinir þar eru alveg frábærir og gera sitt besta en það er bara fáránlegt hvað biðtíminn gengur út í öfgar. sumt er bara betra úti á landsbyggðinni.
í dag var farið til reyðarfjarðar í bryggjudorg, fífa veiddi einn fínan þorsk sem er nú flakaður og kominn í frysti, ásamt lerkisveppunum sem við náðum í í gær, þetta verður síðan sent á eftir okkur í flugi eftir að við komum heim. búin að rúlla upp fönixreglunni í þriðja skiptið, ætli sé ekki kominn tími á minette walters. alveg að verða búin með allar bækurnar sem ég ætlaði að lesa og enn er fullt eftir af fríinu. veðrið mjög fínt uppi á egilsstöðum, en það var vottur af austfjarðarþoku niðri á reyðarfirði.

2004-08-01

gengum inn í hjálpleysu í dag, reyndar náðum ekki alla leið, eins gott, þar sem jón þurfti að geyma litla gutta á háhesti meiripart leiðar til baka. það var annars gaman á leiðinni til baka, en súrt þangað, upp í móti á móti talsverðri golu, ekki minn díll. verður alltaf svo illt í eyrunum í roki, gekk uppeftir með putta í eyrum, ekki gaman.

mér finnst annars yfirleitt gaman í göngutúrum - svona eftirá, á meðan á þeim stendur er ég alltaf að hugsa um hvers vegna ég láti alltaf draga mig í þetta. er víst ekki neitt sérlega mikil útivistartýpa.
lestrarfríið mikla

rúllaði upp paradís eftir lizu marklund í gær, var að hugsa um að byrja á disordered minds eftir minette walters en frestaði því og er í staðinn að lesa order of the phoenix í þriðja skiptið. veðrið fínt, sat úti og las í gær (hehe)

en í dag stendur til að fara í gönguferð en ekki lesa allan daginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?