<$BlogRSDUrl$>

2004-07-26

talandi um að kveikja í húsinu þá er þetta í þriðja skiptið sem hefur verið nálægt því að kvikna í hérna. fyrsta skiptið var þegar við vorum tiltölulega nýflutt, ég setti þvottavél af stað og við fórum að sofa. morguninn eftir var tengillinn á þvottavélinni brunninn yfir og hálfur bráðnaður. úff!

seinna skiptið vorum við að hrynja í flensu og vorum niðri í rúmi. freyja kom til okkar og spurði hvort hún mætti fá sér brauðsneið. jú jú, farðu bara upp og fáðu þér var viðkvæðið. já, en það er svo mikill reykur...! þá hafði finnur litli (eins og hálfs árs) verið búinn að fara upp og kveikja á eldavélarhellu, bróðir jóns hafði verið að passa kvöldið áður og ekki athugað að setja barnalæsinguna fyrir takkana. vildi til að brauðbrettið okkar lá ofan á hellunum UNDIR pizzukössunum sem lágu þar líka (afskaplega lítið vinnupláss í eldhúsinu mínu, allt unnið á eldavélinni)

verðum við ekki bara að vona að allt sé þá þrennt sé?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?