<$BlogRSDUrl$>

2004-07-17

rifsberin mín ættu að roðna vel þessa dagana. stóri runninn kolbrjálaður, hef aldrei séð annað eins magn af berjum á einum runna ever. ef veðrið helst ætti ég að geta búið til hlaup áður en ég fer austur, ekki vandamálið. eigum líka hörkuuppskrift að rifsberjakjúklingi, verður sett á matseðil næstu eða þarnæstu viku, sýnist mér. kannski maður hendi henni inn á uppskriftalistann sem hefur verið frekar dauflegur undanfarið svo ekki sé meira sagt

annars er ég búin að sjá að það er hægt að lesa kommentin sem birtast ekki, það eiga allir að geta smellt á - edit comments - neðst í kommentaglugga, þá eru þau þarna. ég hélt að það væri bara síðueigandi sem kæmist inn á það, en svo er ekki. hins vegar reikna ég með að það sé bara ég sem get breytt kommentunum eða strokað út, eins gott mar!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?