<$BlogRSDUrl$>

2004-07-29

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, var nærri hætt við að fara þar sem ég hafði eiginlega ekki tíma til þess en dreif mig nú samt. flottasta verkið fannst mér litaníur eftir jehan alain, nýtti möguleika orgelsins út í hörgul. hef aldrei heyrt um þetta tónskáld, sjálfsagt liggur ekki mikið eftir hann, hann náði ekki að verða þrítugur. en flott var þetta. dubois stendur alltaf fyrir sínu og liszt líka, svolítið skrítin fantasía yfir allegri og mozart.

ólíkt tónleikunum í gær var fullt af kollegum að hlusta, ég sá að minnsta kosti 6 organista og þar sem kirkjan var þokkalega full hafa sjálfsagt verið fleiri, þó ég hafi ekki séð þá.

ágætt að ég lofaði ekki að þessir væru ókeypis, það voru þeir nefnilega ekki ;-)

en nú er ég farin að klára að pakka. næsta færsla verður sjálfsagt frá egilsstöðum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?