<$BlogRSDUrl$>

2004-07-07

þorbjörn, helga og dæturnar farnar aftur austur, ekki náðum við hittingi í þetta skipti :-( jæja, en við erum nú á leið að hitta þau, í byrjun ágúst, það verður gaman.

hreiðar ingi kom til mín í gær, var að ljúka við að tölvusetja nótnakost hljómeykis. úff, þetta er ekkert smá mikið af nótum sem við eigum! reyndar ekki alveg nógu mikið, slatti af nótum sem við höfðum keypt sem liggur einhvers staðar heima hjá einhverju liði sem er ekkert í kórnum lengur. súrt, nótur eru rándýrar. ljósritum helst ekkert, nema við komumst alls ekki hjá því, ekki vill maður brjóta höfundarrétt á fólki, ónei.

nú ætlar hann að setjast niður og slá inn allar upplýsingar um alla tónleika sem við höfum haldið. mætti líka skanna inn myndir af plakötum og svo af okkur sjálfum, stendur til að setja upp heimasíðu, og eitthvað verður nú að vera á henni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?