<$BlogRSDUrl$>

2004-07-30

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu yfirlæti hjá þorbirni og co. gistum á hótel eddu nesjum, við höfn, vorum nærri búin að missa herbergið í hendur latra tjaldbúa sem ekki nenntu að sofa í tjaldinu sínu, tja, reyndar ekki, en þegar við vorum við útidyrnar á hótelinu var hringt í okkur þaðan til að vita hvort við ætluðum pottþétt að taka herbergið. höfðu verið stanslausar hringingar í þau frá niðurrigndu tjaldfólki.

en við gistum semsagt þar, ljómandi fínt herbergi, góð þjónusta og morgunmatur og bara hreint ekki svo dýrt. mælum með því :-)

veðrið fínt hérna núna, léttskýjað og gola, eitthvað annað en í gær! þoka og rigning megnið af leiðinni, stytti upp á rangárvöllum en öðrum landshlutum sáum við ekki mikið af. ég er ekki viss um að þetta jökulsárlón sé til í alvörunni, er það ekki bara einhver þjóðsaga?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?