<$BlogRSDUrl$>

2004-07-28

8 krukkur af rabarbarasultu komnar - tja eða á leiðinni inn í ísskáp, eins gott að bjarga rabarbaranum áður en hann verður úr sér vaxinn. setti ekki rotvarnarefni í sultuna þannig að það er eins gott að við séum dugleg að hafa læri, hrygg og kjötbollur, mat sem rabarbarasultan passar við, og svo baka vöfflur og pönnukökur í massavís. reyndar eru krakkarnir stundum duglegir við að fá sér brauð með osti og sultu, þannig að kannski skemmist þetta ekki. við erum svo sem ekki sérlega mikið sultufólk, annað en tengdapabbi og bróðir jóns lárusar, þeir vilja helst sultu með öllu!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?