<$BlogRSDUrl$>

2004-06-23

smá pása frá málningu; það rignir, sko! ekki mjög mikið reyndar, en erfitt að finna stað fyrir málningardollurnar þannig að ekki rigni ofan í þær. við annars búin með alla glugga og hurðir á tveimur hliðum hússins og hluta af einni enn, hreint ekki slæmt. reyndar bara fyrri umferð...

skruppum með stelpurnar á hamborgarabúllu tómasar í hádeginu, tær snilld. nó nonsens borgarar, franskar og kók, engin gráðostasósa eða guacamole eða neitt, bara feikigóðir gamaldags borgarar í passlega sjabbí umhverfi, matseðlarnir handskrifaðir og heftaðir upp á vegg. emmsé dónalds og börgerking, eat yr hearts out, þið eruð slegnir langt út af kortinu :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?