<$BlogRSDUrl$>

2004-02-29

útstáelsi hjá okkur þessa helgina, matarklúbbur á föstudagskvöldið og matar- og spilakvöld í gærkvöldi. ágætt að halda sig heima, næstu helgar. fífa passaði í fyrsta skiptið heilt kvöld, á föstudaginn, fékk vinkonu sína með sér. gekk bara fínt. systkinin líka svo miklir englar :-)

öll familían verður hér í næstu viku, óli kemur frá glasgow og þorbjörn og fjölskylda frá egilsstöðum. gerist ekki mjög oft að við erum öll saman komin. gaman. þau verða við frumflutning á "nýja" verkinu mínu, á 15.15 tónleikum þann 6. mars. hallveig systir syngur og caput spilar, hlökkum til. meiri auglýsingar um það, síðar í vikunni.

2004-02-27

ætli þetta sé satt...?

Í háskólanum er ítölskunámskeið og kemur kennari að utan að kenna. Meðal þeirra sem eru á námskeiðinu er Geir nokkur Haarde. Í vikunni gerðist það að kennarinn lét nemendurna þýða fyrirsagnir úr íslenskum dagblöðum og fékk Geir eftirfarandi fyrirsögn til að þýða "Impregilo borgar ekki skatta". Engum sögum fer af því hvernig karlinum gekk þýðingin. Hinsvegar lét sá ítalski í ljós undrun sína á þessari "aulalegu fyrirsögn" og hélt að allir vissu að Impregilo borgar ALDREI NEITT!!!!! Æðstu stjórnendur þar væru úr innsta hring Mafíunnar.........upplitið á ráðherranum var víst einsog á litlum dreng sem gert hefur í buxurnar ... 
er að fara með stelpurnar að spila í bjöllukór, fífa hefur gert það áður, var í bjöllukór í fyrra og spilaði líka smá í sumar á bryanston námskeiðinu. freyja er hins vegar að prófa í fyrsta skipti

ég er líka að skrifa fyrir bjöllur, skálholtsverkið fyrir sumarið, þetta er alvöru bjöllusett 5 áttundir, krómatískt, brilljant! er búin að fá það lánað til að fara með austur :-)

2004-02-26

og bluddy russell crowe er víst með ástralskan ríkisborgararétt, þó hann hafi fæðst á nýja sjálandi, flutti þaðan fjögurra ára eða svo

hmmmm!!! dubioso
neibb, kanada víst rétt, þá rússland og síðan noregur. allar eyjar taldar með.
muuu

mh var svooo nálægt því að slá mr út

:-(

en ég var ekki sátt við spurninguna um xylophone, bæði hef ég nú aldrei séð lamið á hann með hömrum, jú, sleglar, kjuðar, ekki hamrar. hins vegar ef það á að gefa rétt fyrir xylophone, er marimba amk jafn rétt svar

hamra notar maður á rörklukkur, en þær eru ekki úr tré

svo er ég hreint ekki viss með strandlengjuna, vil meina að noregur sé með lengstu strandlengju, allir firðirnir!
í dag ætla ég að deila með ykkur (hafi einhver áhuga) uppáhalds tónlistinni minni. lofa bráðfallegri músík, í þættinum hennar arndísar bjarkar, fallegast á fóninn, á rás 1 í dag klukkan 15.00. væri gaman að heyra hvort einhver hlustar :-)

2004-02-25

lagaði tengla hjá mér, uppáhalds veitingastaðurinn hættur :-( valdi mér annan. pizzutengillinn líka kominn í lag, mmm, eldsmiðjan!
hér um tíuleytið í morgun, um það bil sem búðir opnuðu á laugavegi, birtust hér hjá mér 5 vampírur. dvöldu hjá mér í um kortér, fóru síðan í leiðangur. litlu síðar komu ljón og blómálfur, hurfu skömmu síðar í sömu erindagjörðum. pó var á leikskólanum ásamt dalmatíuhundi, 3 kóngulóarmönnum, einum hulk, einum tarzan og óteljandi línum, prinsessum og barbíum.

og nú er öllum illt í maganum :-(

2004-02-24

fékk bréf frá zúkka, hafði látið hann fá messuna mína til áheyrnar, svolítið stressuð, verð ég að viðurkenna, þar sem hann er mest fyrir flókna nútímatónlist.

en hann er bara nokkuð ánægður með verkið! hrósar vinnubrögðum og mörgum stöðum í verkinu upp í hástert, finnst þó svolítið mikið af endurtekningum sums staðar og hljómamálið mætti vera fjölbreyttara.

hefði viljað birta bréfið, en hann vill það ekki :-( spurði!

annars ekki sem verst!!! :-)
litli ormurinn minn, hann finnur, er þvílíkt efni í tölvunörd! hann er alltaf að breyta hjá mér uppsetningunni; um daginn leiddist honum að þurfa alltaf að fara í system preferences til að breyta upplausninni á skjánum (einn leikur sem hann notar þolir ekki meira en 256 liti) þannig að hann bjó til skjáíkon til að vera fljótari að breyta.

ég hef ekki hugmynd um hvernig hann fór að því! ekki það, ég gæti örugglega fundið það út ef ég reyndi.

hann er ekki orðinn fjögurra ára!

2004-02-23

kaninn er klikk!

núna síðustu daga er búin að vera heilmikil diskussjón á kórlistanum mínum, hvar flestir félagar eru bandarískir kórstjórar.

ansi hreint mörgum þeirra finnst ekki bara í fína lagi, heldur bara sjálfsagt mál að breyta textum, misgömlum, allt frá afgömlum upp í nýlega, finni þeir einhvern vott af non PC sexist language í þeim.

þetta lesist, komi fyrir orðið man, í merkingunni mannkyn

sem betur fer er nú slatti þeirra sem mótmælir harðlega (the few clueful Merkins), og mér sýnist þeir vera að fara með sigur af hólmi í rökræðunni.

en ég er bara búin að sitja hér gapandi yfir sentiments expressed, eins gott að það er vetur, annars væri ég örugglega búin að gleypa nokkrar flugur.
bráðum er að koma út diskur með þrjátíu þjóðlagaútsetningum mínum, gaman. smekkleysa stefnir á apríl, ég lofa engu. en það verður gaman þegar diskurinn kemur út, góðar útsetningar, jahá!

2004-02-22

sunnudagskvöld, hvítvín í glasi, mmm.

erum búin að vera afskaplega dugleg í tilraunaréttunum síðustu daga, 4 tilraunadagar í röð, flestir úr matreiðslubók nönnu, algjör snilldarbók. meira að segja plönuð tilraun á morgun líka, indverskar fiskbollur á bolludaginn. spennandi.

bollukaffi í garðabænum í dag, fuuulllt af rjómabollum, 5 mismunandi fyllingar, mamma og hallveig snillingar.

2004-02-21

fann þetta á síðunni hennar tótu; tær schnilld!

These are entries to a Washington Post competition asking for a rhyme with the most romantic first line but ... the least romantic second line:

Love may be beautiful, love may be bliss
But I only slept with you, because I was pissed.

I thought that I could love no other
Until, that is, I met your brother.

Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.
But the roses are wilting, the violets are dead, the sugar bowl's empty and
so is your head.

Of loving beauty you float with grace
If only you could hide your face

Kind, intelligent, loving and hot;
This describes everything you are not

I want to feel your sweet embrace
But don't take that paper bag off of your face

I love your smile, your face, and your eyes
Damn, I'm good at telling lies!

My darling, my lover, my beautiful wife:
Marrying you screwed up my life

I see your face when I am dreaming.
That's why I always wake up screaming

My love, you take my breath away.
What have you stepped in to smell this way?

My feelings for you no words can tell,
Except for maybe "go to hell"

What inspired this amorous rhyme?
Two parts vodka, one part lime

aaaahhh, hvað var rosalega gaman í gær! fórum á árshátíð nemendafélaga tónlistarskólans í hafnarfirði, reykjavík og sigursveins, kennurum boðið að taka þátt. við slepptum reyndar matnum en komum í tæka tíð til að sjá skemmtiatriði og síðan voru rússíbananarnir að spila. dansað fram á rauða, hefði vel getað haldið áfram. þeir pökkuðu reyndar saman 3 kortérum fyrir auglýst balllok, við vorum ekki alveg sátt við það.

mættu bara 2 kennarar frá hafnarfirði, slappt!

2004-02-20

31% af evrópu

ekki nógu gott!



create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

og færeyjar fá ekki enn að vera með! hmm!
endaði á því að hlusta á mahler í útvarpinu, bara nokkuð flott. ekkert nálægt tónleikaupplifun, náttúrlega, en naut þess samt. lokaði að mér í stofunni, sagði fjölskyldunni að ef þau ætluðu að vera með einhvern hávaða, vinsamlegast að vera á neðri hæðinni! (gott að eiga hlýðin börn :-)

núna er ég komin í þvílíkt mahler stuð, að hlusta á níundu sinfóníuna í augnablikinu. bilað flott!!!

2004-02-19

oooh

mig langar ekkert smá á sinfóníutónleikana í kvöld! ætli sé uppselt?

mahler í uppáhaldi, ójá

2004-02-18

hvað haldið þið að sé komið upp á borð til mín núna???

hann ingvar, aðal- og listrænn stjórnandi sinfóníuhljómsveitar áhugamanna hringdi í mig og bauð mér að stjórna jólatónleikum sveitarinnar á þessu ári, ég má velja mér verkefni og söngvara með.

arrrghhhh!!!

ég er ekki viss um að ég þori þetta. þó ég hafi stjórnað kórum hef ég afskaplega lítið lært að stjórna. en spennandi er það (daníel, fæ ég nokkra tíma hjá þér ;-))

ætla að hugsa mig um samt, í nokkra daga. ætti ekki að verða vandamál með að finna söngvara.

2004-02-17

þátturinn um landsins snjallasta verður endursýndur í dag klukkan 18.30. möguleiki fyrir alla sem enn eru með öndina í hálsinum að sjá mína (og reyndar allra hinna) stórkostlegu frammistöðu! skjár 1, 18.30 :-)
þá er það að tala við arndísi björk, fylla tæpan klukkutíma af spjalli og músík. ég var að hugsa um hvort ég yrði ekki, starfsheiðurs míns sem tónskálds vegna, að koma með þunga tuttugustu aldar tónlist, en ákvað að koma í staðinn með tónlistina sem ég hlusta mest á! það er ekkert smá erfitt að velja hálftíma af uppáhalds tónlistinni sinni, og ég er rétt í þessu að uppgötva að ég er kannski svolítið einsleit, ekkert eldra en 19. aldar þarna, enginn bach, enginn mozart, ekki beethoven, einu sinni. sé mest eftir bach af þeim kumpánum, hefði átt að troða inn einhverju eftir hann

það sem ég er með spannar frá schubert, yfir wolf og mahler yfir í britten, sjálfa mig og anders edenroth. ég er ógurlegur rómantíker i mér. kannski of sjálfhverft að spila sjálfa mig, en ef ég á að vera að gefa mynd af mínum hljóðheimi, get ég eiginlega ekki gert það betur en að sýna hvað ég hef að gefa. þá geta hlustendur líka heyrt hvernig tónlistin hefur áhrif á það sem ég er að gera. vonandi ekki of greinilega, samt :-)

2004-02-16

afsakið bloggfallið, óviðráðanlegar orsakir.

og nei, ég er ekki búin að vera að fagna nýja titlinum mínum stanslaust síðan á föstudagskvöldið :-)

2004-02-13

AUÐVITAÐ vann ég, en ekki hvað ;-)
þá er þátturinn frægi í kvöld, skjár 1 klukkan 21.00

hveeeer skyldi nú verða krýndur landsins snjallasti kennari?

hohoho

allir horfa, ekki satt???

2004-02-12

þetta er nú bara að verða fyndið!

allir fjölmiðlar að tala við mig, og koma mér að. annað kvöld er spurningaþátturinn sem ég verð með í, síðan hringdi arndís björk í mig í gær og vill fá mig til að velja tónlist í þáttinn fallegast á fóninn, á fimmtudaginn í næstu viku. síðast í dag hringir í mig kona frá dagblaðinu og vill vita af hverju ég vilji ekki missa í sjónvarpinu á morgun. einhver spurning dagsins eða eitthvað hjá þeim.

var reyndar svolítið erfitt smáviðtal, sérstaklega fyrir hana, þar sem ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarpið; ég sagðist náttúrlega ekki ætla að missa af spurningaþættinum um landsins snjallasta kennara en annað gat ég bara ekki nefnt, þar sem það er það eina sem ég ætla að horfa á annað kvöld. þá teygði hún á spurningunni og sagði að ég mætti nefna bara almennt hverju ég vildi ekki missa af, og hvort ég horfði ekki á fréttir - nei, ekki kannaðist ég við það, hlusta alltaf á fréttirnar í útvarpinu og kveiki bara á sjónvarpinu ef það er einhver frétt sem ég get ímyndað mér að sé spennandi myndefni við. nú, en ef ég horfði á fréttir, væri það þá ríkissjónvarpið eða stöð tvö? jú ríkissjónvarpið. en horfði ég ekki á american idol, nei, ekki með stöð 2.

eitthvað tókst konugreyinu að toga upp úr mér að ég horfði stundum á breska spennuþætti og náttúrulífsþætti, og síðan er oft gaman að jóni ólafssyni með músíkanta í viðtali, hef samt bara séð þannig þátt tvisvar.

nei, það væri synd að segja að ég sé sjónvarpssjúklingur.
er að fara niðureftir til tollstjóra og borga skattinn minn, greiðsluna fyrir janúar og svo sektina, rúmlega 110.000 kall, mikið er þetta nú sárt :-(
tveir góðir hérna og þó sérstaklega hérna

2004-02-10

bloggað úr tónlistarskólatölvu, er að bíða eftir að dóttirin sé búin á hljómsveitaræfingu. kammersveit tónlistarskóla hafnarfjarðar er kannski að fara til spánar, fífu nottla dauðlangar, en hún verður að vera dugleg að selja rækjur ossoleis! vill annars einhver kaupa voða góðar rækjur, stórar og fínar, 2 kíló, 2.500 kall pokinn (held ég amk), gott málefni :-)

ég vildi ekki vera í fjáröflunarnefnd, nóg að spá í fjármál hljómeykis! ekki það, nú er mín bæði laus við plássfreku nótnakassana og fjárhaginn, þarf "bara" að manna hópinn og ákveða verkefni og svoleiðis.

komst reyndar aðeins á skrið með verkið sem ég er að skrifa fyrir skálholt, í gær, gott mál! búin að vera í frysti of lengi, ekki veitir af að þetta mjakist eitthvað áfram. þarf helst að klára kórpartinn fyrir páska, eða svo. annars er verkið fyrir kór, orgel og slagverk, ætla að nota handbjöllur, gaman.
verður maður ekki að vera eins og hinir?



I am
p

Everyone loves pi

_

what number are you?

this quiz by orsa

2004-02-09

vaaaaá! messiaen æði

ég get ekki sagt að ég sé sérlega trúuð, en ef himnaríki fyrirfinnst þá er það í svona músík.

en jónas sen er þokkalega picky, ég heyrði engar sárar innkomur í hæðinni, no way! og ég VEIT að þetta var ekkert unnið, bara sent beint út.

að hlusta í útvarpinu er samt ekkert í líkingu við upplifunina að heyra þetta á tónleikum, ónei! verst að þið sem heyrðuð þetta ekki þurfið trúlega að fara á tónleika í útlöndum til að heyra, ég á ekki eftir að sjá að þetta verði flutt hér aftur, amk ekki í bráð :-(
var að koma af maraþontónleikum á myrkum, 2 1/2 tími, ekki einn einasti dúr eða mollhljómur, eða því var að minnsta kosti lofað! misstir semsagt af miklu tóta (víóla, það er að segja)

þrjú verk stóðu upp úr, kammersinfónían hans áskels, steingrímur rohloff með hörkustykki og svo verk eftir dimiti yanow-yanowsky frá uzbekistan. robert sierra átti góðan lokakafla líka. hörkuflutningur, eins og caput á vanda til

er núna ekki að hlusta á seríu eftir hauk tómasson í útvarpinu, heyri það í bakgrunninum, en messiaen byrjar eftir nokkrar mínútur og því ætla ég ekki að missa af!

guðrún finnbjarnar var gestur númer 9999, best að færa henni verðlaunin í eigin persónu, við erum búin að vera svo vond við hana hérna frá því í gær.

2004-02-08

minni ykkur á að kíkja á teljarann, gestur númer 9999 kíkir á síðuna á morgun eða hinn! bara að fletta pínulítið niður á síðuna, þá sést hann

verðlaun í boði, kvittið í kommentakerfið (ef það virkar þá :-() virki það ekki sendið mér póst (hlekkur beint fyrir ofan teljara)
Tónleikarnir búnir, þokkalega sótt og gekk bara fínt :-) ég hefði reyndar alveg viljað geta skipt mér í tvennt og farið á tónleikana á myrkum klukkan 5, mótettan og schola cantorum með verk sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér :-( en það er ekki hægt að gera allt.

það var amk þvílíkt gaman að spila, ekki svo oft sem ég fæ að leiða hljómsveitina

allir sólistarnir stóðu sig með stökustu prýði. ekkert smá sem þetta eru flottir spilarar!

2004-02-07

jæja, þá er búið að taka upp þáttinn um landsins snjallasta kennara! ég ætla að sjálfsögðu ekkert að kjafta hver vann, en þetta verður bara mjög skemmtilegur þáttur, held ég! við skemmtum okkur að minnsta kosti konunglega við upptökurnar.

þátturinn verður sýndur á skjá einum á föstudagskvöldið kemur, þetta er fyrsti þátturinn í seríu. allir horfa (og tóta, það er einmitt hann hálfdan frændi þinn sem er annar þáttarstjórnendanna)

2004-02-06

ekki seinna vænna að koma með auglýsingu, sérstaklega vegna þess að ég sá að plakötin sem ég ætlaði að hengja upp í vikunni voru ennþá í fiðlukassanum mínum...

fyrstu tónleikar sinfóníuhljómsveitar áhugamanna á árinu verða haldnir á sunnudaginn kemur, klukkan 17.00 í seltjarnarneskirkju. á efnisskrá eru adagio og fúga eftir mozart, sinfonia concertante, líka mozart, tvíleikskonsert fyrir fiðlu, víólu og kammersveit. einleikarar verða sif tulinius og jónína auður hilmarsdóttir, báðar frábærir spilarar af yngri kynslóðinni. að lokum verður flutt sinfónía í g-dúr, eftir haydn, númer 94, 3 londonarsinfónía með pákuslagi (einleikari á pákur frank aarnink) surprise

passið ykkur, spoiler framundan

sörpræsið er í öðrum kaflanum

hehehehehehe
þessi er ekki alveg ný, en stendur alltaf fyrir sínu:

The following scene took place on a BA flight between Johannesburg and London.

A white woman, about 50 years old, was seated next to a black man.

Obviously disturbed by this, she called the air Hostess.

"Madam, what is the matter"?, the hostess asked. "You obviously do not see it then"?, she responded.

"You placed me next to a black man. I do not agree to sit next to someone from such a repugnant group. Give me an alternative seat".

"Be calm please", the hostess replied. "Almost all the places on this flight are taken. I will go to see if another place is available".

The Hostess went away and then came back a few minutes later.

"Madam, just as I thought, there are no other available seats in the economy class. I spoke to the captain and he informed me that there is also no seat in the business class. All the same, we still have one place in the first class".

Before the woman could say anything, the hostess continued.

"It is not usual for our company to permit someone from the economy class to sit in the first class However, given the circumstances, the captain feels that it would be scandalous to make someone sit next to someone sooooo disgusting".

She turned to the black guy, and said. "Therefore, Sir, if you would like to, please take your hand luggage because a seat awaits you in the first class".

At the moment, the other passengers who were shocked by what they had just witnessed stood up and applauded.
hohoho

nú er maður sko að verða frægur :-)

ég er að fara í spurningaþátt á skjá einum, og sjá hvort ég verði landsins snjallasti kennari. einhver nýr þáttur í léttum dúr, ég á að halda uppi heiðri tónlistarkennara. vona bara að - í léttum dúr - þýði ekki að það verði bara spurt um bíómyndir, poppstjörnur og þotulið, því ég veit afskaplega lítið um svoleiðis! nei nei, annars, illugi jökuls semur spurningarnar, þannig að ég hef ekki trú á öðru en þetta verði fjölbreytt.

hohoho
hvað er málið með allan þennan snjó? :-(

2004-02-05

frétti í hléinu á sinfó að tæknimaður hjá útvarpinu hefði sagst vilja fá sömu geðlyf og zukofsky

ROTFL!!!!!
var að koma af sinfó tónleikum á mm, bara flott! var hrifnust af verkinu eftir þuríði, mega flottir effektar og gekk allt saman upp, hljómsveit og rafhljóð, var sjálf á stjórnborðinu. klár. sinfónían hans þórðar var líka flott, svolítið mikill stravinskí á köflum ;-) finnur torfi var með fullt af góðum hugmyndum, kannski of margar, gæti notað þær í fleiri og/eða lengri verk, pínu þjappað á tímabili. fyrri kaflinn var samt mjög flottur hjá honum.
"Question"

You are sitting behind the wheel in a car keeping
a constant speed, on you left side there is an abyss.

On your right side you have a fire engine and it
keeps the same speed as you.

In front of you runs a pig, larger than you car.

A helicopter is following you, at ground level.

Both the helicopter and the pig are keeping
the same speed as you.

What will you need to do to be able to stop?






Answer:

Get out of the car, step down from the merry-go-round
and leave you seat to someone younger.

The children's merry-go-round in the amusement
park is primarily for the younger children.

2004-02-04

humm, ég skil ekki hvað fólk hafði á þetta ágætis alsace freyðivín (willm) sem franski sendiherrann bauð upp á eftir messiaen um daginn! þetta er blanc de noir freyðivín, eingöngu búið til úr pinot noir þrúgu, eiginlega mjög merkilegt af freyðivíni að vera. eru allir orðnir vanir asti spumante sæta viðbjóðnum, jukk!!!???
ooojjjj :-(

ég fékk bakreikning dauðans, vissi reyndar af honum, en ég þarf semsagt að borga rúman sextíuþúsundkall í sekt fyrir að borga ekki staðgreiðslu af verktakatekjunum í fyrra. nóta bene, ég var alls ekki að svíkja undan skatti, er búin að borga skattinn af öllu jukkinu, vissi bara ekki að ég þyrfti að standa skil á staðgreiðslu, hef alltaf verið nógu lág til að það hafi dugað að gefa þetta upp og borga eftiráskatt.

var bara með svo fjári góðar tekjur í hitteðfyrra, kemur greinilega í bakið á manni

:-(
og heilsan öll að koma til, þetta er allt á uppleið, greinilega
ég fann póstinn minn, liggaliggalái, hann var ekki endanlega týndur! nú þarf ég bara að finna út hvernig ég færi hann úr níunni yfir í classic...

2004-02-03

ennþá heima, kvefið er komið yfir á snýtustigið þannig að ég vonast til að fara nú að losna við það :-) ætti að geta farið að kenna á morgun.

verð samt eiginlega að mæta á hljómsveitaræfingu í kvöld, ég er konsertmeistari hjá sinfóníuhljómsveit áhugamanna, komst samt ekki á æfinguna á þriðjudaginn var, þar sem þá var messiaen æfing, og tónleikarnir eru á sunnudaginn kemur... þetta er nú allt saman nokkuð viðráðanlegt, haydn sinfónía og mozart sinfonia concertante, eiginlega tvöfaldur konsert, fyrir fiðlu og víólu. leiðarinn þarf nú helst að vera með hlutina þokkalega á hreinu ;-)

2004-02-02

jamm, tónleikarnir voru mergjaðir! jónas sen hrósar upp í hástert, potar bara pínulítið í kórinn, alveg rétt reyndar ;-) nú er maður eins og sprungin blaðra, raddlaus og vitlaus, hóstinn kom aftur af krafti í dag þannig að ég fór ekki að kenna, veit ekki með morgundaginn! ætti reyndar ekki að verða þunn á morgun - svoltið gaman á sólon í gærkvöldi, og ég sem ætlaði eiginlega bara rétt að kíkja...

ég dýrka messiaen, hefði vel verið til í að vera úti í sal að hlusta, þetta var víst þvílík upplifun. tónleikarnir verða sendir út á mánudaginn kemur. ætli maður reyni nú ekki að hlusta; ekki það, upptökur ná náttúrlega aldrei nema broti af tónleikaupplifuninni! lifandi músík rokkar.

2004-02-01

tónleikar ársins búnir, vá, hvað verður tómlegt núna! gekk bara hörkuvel. maður algerlega búinn á því eftir svona flutning. ætla samt að kíkja aðeins á sólon, eftirpartí. meira síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?