<$BlogRSDUrl$>

2003-07-31

pöntuðum hótel í london í gærkvöldi. verðum á millennium hotel mayfair , 5stjörnu! aldrei verið á fimmstjörnuhóteli áður á ævinni (að ég held). ef maður fer inn á travelnow.com eða lastminute.com , fær maður upp alveg fáránleg tilboð á hótelum! þetta var sama verð og á einhverjum þriggjastjörnuhótelum sem við sáum líka, tíuþúsundkall nóttin, hreint ekki sem verst! þetta verður svooo gaman!

vorum með afskaplega gamaldags mat, fífa kom með fullt af grænkáli úr skólagarðinum heim, þannig að við ákváðum að hafa grønlangkål eins og amma gerði stundum. ég hef aldrei gert svoleiðis áður, og örugglega ekki borðað síðustu 20 árin. keyptum stórt skinkustykki og höfðum kalda skinku, brúnaðar kartöflur og grønlangkål. þvílíkt gott!!! þetta verður sko örugglega fastur liður á sumrin!
búin að borga fyrstu skattútborgunina!

182000, ugggggghhhhhhh!

aumingja anna á skrifstofunni í suzukiskólanum hringdi í mig um daginn alveg eyðilögð, þar sem henni var uppálagt að borga miklu meiri skatt fyrir mig heldur en launin sem ég átti að fá útborguð. róaði hana með því að ég væri búin að leggja inn fyrir þessu öllu saman, og myndi sjá um að borga þetta sjálf! fyrsta útborgun stærst, svo er 109000 á mánuði fram í desember.

uggggggghhhhhhh!

vissi sko ekki í fyrra að ég þyrfti sjálf að standa skil á staðgreiðslu fyrir aukaverkefnin, lagði bara inn á reikning hjá mér, gæti þurft að borga sekt á næsta ári, meira ugh

2003-07-30

svolítið vannst mér í dag! svona ein og hálf mínúta í samnorræna kórlaginu og kláraði að setja inn allar nóturnar í útskriftarverkinu mínu. nærri því bjarnargreiði hjá hljómsveitinni að setja það á prógrammið, hellings vinna!

þokkalegur útréttingatúr áðan, fór með reikninginn fyrir reykholtsverkefnið, inn í kristskirkju með skriflega bón um að fá að halda tónleika þar, upp á dagblað að útvega mér gagnrýni á skálholtstónleikana, inn í garðabæ með nótur og viðkomandi dagblað, til mömmu og pabba að sækja sundföt barnanna og uppáhaldskanínuna hans finns (búinn að vera grátur og gnístran hérna) endaði uppi í útvarpi að selja tónlistardeildinni upptökuna úr skálholti, úff! heim!

finnur hrundi snemma út af, enda sofnaði hann ekki fyrr en eftir miðnætti í gær, garg!!! stelpurnar að horfa á gamlan náttúrulífsþátt og ég heyri óminn af david (eða var það richard) attenborough neðan úr sjónvarpsherbergi. orðið ágætt í dag!
haldiði ég hafi ekki bara steingleymt tónleikunum í Sigurjónssafni í gærkvöldi :-( og ég sem ætlaði þvílíkt að mæta! grrr! (reyndar viðurkennist að ég hefði nú kannski ekki einu sinni drattast af stað þó ég hefði munað eftir þeim, var búin að sitja á vondum stól í stúdíói allt síðdegið í gær og var að drepast í bakinu) sorrí þóra, eins og mig langaði til að heyra þetta.

annars er maður alveg skuggalega latur að mæta á tónleika sem ekki tengjast manni sjálfum beint, ég held ég hafi ekki farið á nema tvenna tónleika hjá sinfó síðasta vetur, ljótt þetta! ég hlakka til þegar krakkarnir eru orðin svolítið stærri og ég hef minna að gera (HAHAHA!), þá skal ég fara að vera duglegri. þvílíkt sem maður er alltaf að missa af!

það er víst reyndar ekki hægt að gera allt. ég var að leika ofurkonu í vetur, semja eitt stykki messu fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, klára verk fyrir caput, taka lokapróf í söngnum (tvennir tónleikar, með hljómsveit og píanói) kenna 70%, vera á fullu í hljómeyki og hugsa pínulítið um manninn minn og börnin. ekki að hugsa um að gera þetta aftur! tímdi ekki að klippa neitt burt nema sinfóníuhljómsveit áhugamanna, eitthvað verður nú að víkja!

börnin úti á róló, reyna að vinna smá!

2003-07-29

dagurinn í dag var nokkuð pródúktívur! einn diskur hljóðblandaður og smáatriðaskoðaður, fundust nokkur hök og smellir, en komumst fyrir flestallt.

þetta verður flottur diskur, jón nordal klikkar aldrei! bestur! þjóðlagaútsetningarnar eru ekkert smá flottar! þeir sem ekki eru vanir nútímatónlist gætu þurft að hlusta oftar en einu sinni, en venst þvílíkt vel. síðasti diskurinn okkar, lög eftir báru grímsdóttur líka flottur (plögg, plögg!), sú tónlist er hins vegar mun aðgengilegri, sum lögin ættu eiginlega heima á vinsældalistum, þjóðlagastíll, flottir rytmar, dýnamík, gaman!

og svo tökum við oliver upp í nóvember, naumast við dælum út diskunum!

2003-07-28

tómt vesen í dag!

fékk mömmu og pabba til að passa litlu krakkana og ætlaði sko að eyða deginum í að komast eitthvað áfram í verkefnunum mínum fjórum. nema hvað ég ætlaði rétt aðeins að skreppa með bílinn inn í aukaraf og láta setja græjurnar í hann. þangað klukkan eitt. nemahvað, bíllinn var búinn að vera þar í kortér þegar þeir hringja í mig, og þá höfðum við gleymt (les ekki fattað) að taka snúrupakkann úr gamla bílnum, nýr svoleiðis kostar sexþúsund og ekki tímdum við því! þannig að jón lárus hafði upp á kaupandanum að þeim gamla og fékk leyfi til að nálgast snúrurnar. ég upp í landsteina að sækja jón, við niður í miðbæ, ná í lykil að druslunni, sækja snúrurnar, skila lyklinum, aftur inn í aukaraf, jón tók bíl uppeftir, ég rölti á kaffihús og borðaði köku sem mig langaði ekkert í. klukkan var orðin fjögur þegar ég loxins gat sótt bílinn og þá var bara kominn tími á að sækja jón lárus í vinnuna og síðan krakkana!

og hér sit ég og blogga í stað þess að reyna að pota niður tónum á tölvuskjáinn, ussu suss!

2003-07-27

frumflutningur á höfundr aldar áðan, í reykholti, gekk fínt. svaka fínir hljóðfæraleikarar og söngvari. skildum litlu krakkana eftir hjá tengdó, og ég, jón lárus og fífa brunuðum í reykholt á nýja bílnum. cruise control svolítið kúl! veðrið þungbúið til að byrja með en létti til á leiðinni uppeftir og þegar í reykholt var komið var komin glampandi sól, fólk stóð úti á túni og tímdi varla inn á tónleikana! mamma og pabbi mættu á svæðið að hlusta.
tónleikarnir byrjuðu á tríói eftir haydn, mjög ljúft. þá kom undirrituð með höfund aldar, hulda björk, bryndís halla og steinunn birna mögnuðu upp seið með snorratextum, gekk svo vel að um leið og verkið var búið kom brjáluð demba og buldi á þakinu. eftir þetta verk kom píanótríó eftir dohnányi, þá hlé og eftir hlé píanókvartett eftir brahms, þvílíkt flottur! verð að eignast upptöku af dohnányi og brahms! verst þetta var sent út beint, get ekki tekið upp úr útvarpi, þetta var brjálæðislega flottur flutningur!

eitt sem fer svolítið í mínar fínustu er þegar fólk mætir á svona tónleika með lítil börn (þriggja ára) krakkagreyin geta náttúrlega ekki setið kyrr og róleg í 2 tíma, þurftu voða mikið að tala og syngja með og svoleiðis! ekki datt mér í hug að taka finn með!

komum út úr kirkjunni og aftur var komin brjáluð blíða! semsagt bara snorri að láta aðeins vita af sér!
og nú er það bara að koma krökkunum í bólið og fagna frumflutningi með kampavínsflöskunni (hmm, 4. víndagur í röð, kannski maður taki sér pásu í nokkra daga!!! uss, neiannars ef við værum frakkar eða ítalir væri þetta jú bara normið! ;-)

2003-07-26

sko til! tókst! ekki algjör tölvuauli!
hmm, meiri tilraunir, Tóta sjá hvort tekst að krækja á þig!
fínn dagur! fjölskyldan fór á ylströnd, náðum þar svo sem klukkutíma áður en rigningin náði okkur. krakkarnir náðu að busla bæði í pottinum/lauginni upp við húsið og í sjónum (nema finni var ekki hleypt í sjóinn). mæltum okkur mót við hallveigu systur, jón heiðar manninn hennar, silju systur hans og ragnheiði dóru, dóttur þeirra (sko ekki dóttur silju!)

heim aftur í þrumuveðri, verst að sjá ekki eldingarnar, alltof bjart!

vorum með rísottó í matinn, erum með rísottódellu og stefnum að því að vinna okkur í gegn um rísottóbæklinginn frá osta- og smjör! í dag var rísottó með kjötsósu, bara nokkuð gott! besta uppskriftin hingað til er þó spínatrísottóið, rauk beint upp í ofurflokk í einkunnagjöfinni hjá okkur!
rísottó er óneitanlega vesen, maður neyðist til að hræra í hálftíma, en leyndarmálið er að vera með hvítvín eða rauðvín í glasi, þá er þetta ekkert leiðinlegt, ónei!

neyddist til (!) að opna rauðvínsflösku, átti að vera rauðvín í kjötsósunni, en svo langaði okkur miklu meira í hvítvín með matnum, þannig að opnuðum svoleiðis líka, nú er bara að klára, haha!

2003-07-25

í dag fór öll fjölskyldan eins og hún leggur sig í klippingu, sumarpakkinn! ég í hársmiðjuna á týsgötu en þau öll hin í - í hár saman - við grettisgötu. munur að sjá okkur! svo grilluðum við sverðfisk og höfðum með honum salat úr alls konar berjum, (ber á tilboði í nóatúni), cantaloupe melónu, klettasalati og alls konar salati og káli úr skólagarðinum hennar fífu. bara nokkuð gott! kannski maður prófi túnfisksteik næst! hentum náttúrlega nokkrum pylsum á grillið líka, til að smáfólkið æti nú örugglega eitthvað, finnur borðaði fiskinn reyndar með bestu lyst, en freyja (sú 7 ára) fitjaði upp á trýnið og át pylsur!

annars sjáum við ekki freyju þessa dagana nema í mýflugumynd, kemur rétt inn til sín til að sofa! algjör útikelling, gott mál!
þá fer að styttast í seinni hluta sumarfrís fjölskyldunnar! eftir rúma viku förum við vestur í dýrafjörð, verðum þar í vellystingum í 10 daga eða svo; vestfirðir eru æði! þar á eftir förum við fífa til englands, hún fær að fara á fiðlunámskeið, verður örugglega gaman! í lokin kemur pabbi hennar út til okkar og við förum á rollingstones tónleika! það verður þvílíkt brill að það hálfa væri yfirdrifið! best að tala við annaðhvort bróður minn eða bróður hans jóns lárusar um að passa húsið.

verst að vera tölvulaus þennan tíma, arrg! ætli ég verði ekki eins og grár köttur hjá rúnu meðan við erum fyrir vestan!

2003-07-24

rauðvín annað kvöldið í röð (takk fyrir síðast tóta:-)

hingað komu 3 belgískar að sækja til mín nótur, maður verður nú að reyna að dreifa sér! forsagan sú að ég frétti af því að my greatest hit hingaðtil, syngur sumarregn, rataði á disk hjá belgískum kór sem heitir pizzicanto. hafði samband við þau gegnum vefsíðuna og þau sendu mér disk. kórstjórinn vildi endilega fá meiri músík, og þar sem nemandi hennar var á leið til íslands með vinkonum sínum, var upplagt að þær kæmu við hjá mér og næðu í svolítið af nótum. ég prentaði út slatta og lét þær fá.

var reyndar sniðugt með sumarregnið, ég samdi það og gaf hallveigu systur í útskriftargjöf úr hamrahlíðarskólanum, kór mh söng og síðan fór hamrahlíðarkórinn með það út á europa cantat, og voilá, var valið á geisladisk hátíðarinnar, mycket gaman! nema hvað, 3 árum seinna var kórinn að fara í annað ferðalag, (aldrei þessu vant! þessi kór fer nú aldrei neitt!!! filippseyjar hvað?) og þorgerður vildi að ég breytti laginu til að óli bróðir gæti sungið sólóið, mér leist ekkert á það og sagðist frekar bara vilja semja nýtt! samdi andvökunóttina, út fóru þau til kanada, síðan beint á europa cantat og getiði nú!!!

jahá, nú á ég lög á tveimur ec diskum í röð! dírírí!
fífa komin heim, og leiðindagellan var ekki að þjálfa í dag, og heldur ekki rigning þannig að það var bara gaman hjá þeim!

var að prófarkalesa bækling um jóns nordalsdiskinn sem á að fara að koma út, ætti að verða bara nokkuð góður! brilljant tónlist og bara nokkuð góður flutningur þó ég segi sjálf frá! þjóðlagaútsetningarnar eru æðislegar; diddi upptakari sagði að hann hefði aldrei nokkurn tímann tekið upp svona veikan og fíngerðan kórsöng! fer með honum í endanlega hljóðblöndun á þriðjudaginn.
fífa (11 ára) er á fótboltanámskeiði (þann áhuga fær hún sko frá pabba sínum, ekki mér!), hún og rakel besta vinkona hennar eru algjörir byrjendur og þetta er eiginlega eins og leikjanámskeið. nema hvað, einhver stelpuauli er að þjálfa og heldur greinilega að hún eigi að vera einhver megavondur þjálfari og gerir ekki annað en að skamma þær, fyrir að hlaupa of hægt og gera vitleysur! ein aðeins að misskilja! ragnheiður, mamma rakelar ætlaði að hringja og kvarta yfir henni, verður gaman að sjá hvort eitthvað skánar í dag.

annars finnst fífu gaman á námskeiðinu, ekki að ég skilji það, antisportistinn sjálfur!

2003-07-23

jajaja, tóta kom í heimsókn, fékk kvöldmat og ég smá aðstoð! er allavega búin að læra að setja inn hlekki, bætast við á morgun!

já, bíllinn minn er gegt flottur! mazda gæjabíll með blikkandi fjólubláum ljósum í takt við músíkina (eins gott að vera ekki með of mikil taktskipti, annars fer maður yfirum!), topplúgu, 16 ventla, 2000 vél, júneimit! vúhú!!!

þannig að við förum á flotta nýja bíl að hlusta á frumflutning í reykholti á sunnudag, brill!
ógyssla flottur!
búna kaupa bíl! haha gaman!
og enn er ég að senda mp3 skrár af beatus vir! þetta hlýtur nú að fara að enda!

mikið ROSALEGA er leiðinlegt að tölvusetja tónverk! hef svosem oft gert það, en þá hafa það alltaf verið ný verk, svona grunnvinna, þannig að ég er að setja þau um leið og ég er að semja, það er allt í lagi! nú er ég hins vegar að endursetja lokaverkefnið mitt úr tónó, rýna í litlar og ljótar nótur úr professional composer, muna eftir öllum merkingum, bogum og svoleiðis, ojbara! skil betur hvað svona vinna er vel borguð!

fór á æfingu á höfundr aldar í gær, þetta verður bara nokkuð flott hjá þeim! verður sent út beint á rás 1 á sunnudaginn klukkan 16.00, meira að segja evrópuútsending! gaman!

2003-07-22

omg!

nú er ég búin að senda mp3 skrár á 50 staði amk! oliver skuldar mér big time!

2003-07-21

búinn stjórnarfundur í hljómeyki, settar niður nokkrar dagsetningar fyrir næsta vetur, tökum upp verkin hans olivers í nóvember, gaman! líka búin að senda mp3 skrár af beatus vir út um allan heim! örugglega á 30 staði (ókei, flestir í bandaríkjunum, en hvað um það?) fengið eitt svar (what heavenly music!) gott mál!

gerðum líka tilboð í "nýjan" bíl, fáum að vita í fyrramálið hvort því verður tekið, spennó!
rigning í reykjavík!!! trúi þessu ekki!!!

ekki nokkur leið að vinna, og ég sem þarf að klára (eða amk byrja á) fullt af verkefnum áður en við förum vestur í frí! finnur litli ormur alltaf sestur hjá mér og farinn að pota í hljómborðið eða eitthvað álíka sniðugt (ef einhvern tímann kemur snarruglað blogg þá er það finnur á lyklaborðinu)

en fífa kemur af fótboltanámskeiðinu eftir hádegið og kannski verður þá friður

2003-07-20

tókst ekki ;-(

tóta, hjááálp!
tilraun
jahá!

fyrsti sveppatúrinn í sumar í dag (og sá síðasti á bílnum mínum, búhú!) fundum slatta af sveppum en engin uppgrip svosem!

já, bílgreyið mitt er að gefa upp öndina, enda orðinn 17 ára gamall, höktir á 3 sílindrum. erum að skoða nýja mözdu (hmm, 7 ára) við erum afskaplega lítið fyrir að taka bílalán og svoleiðis dæmi! oj!!!

ég var að senda ofurhrósbréf um músíkina hans ólivers út um heim, vona að listinn minn birti hana (choralist, fullt af kórstjórum útumallt!), á það þvílíkt skilið! gaman!
2. bloggdagur, verst ég kann ekkert í html til að búa til bakgrunn og hlekki og svoleiðis dót! þarf að fá einhvern vanan í heimsókn ;-)

fékk disk með hljómeykisupptökunum frá síðustu helgi, og þetta er nú bara nokkuð gott hjá okkur! ætli maður reyni ekki að selja þetta útvarpinu, á algerlega erindi þangað! við ætlum reyndar að taka prógrammið upp í haust, gaman! óliver bara dáltið gott tónskáld! svo bara að reyna að slá hann út næst ;-)
þegar maður eyðir þessum ósköpum af tíma í að lesa annarra manna bloggsíður, hlýtur að koma að því að prófa sjálfur!

lofa samt engum ósköpum hérna!
ómægod!

hér með startar aumingjablogg des Todes!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?